Vantraust á kosningakerfi 6. nóvember 2006 13:29 Margir kjósendur eiga erfitt með að treysta tölvum fyrir atkvæði sínu Þótt Osama bin Laden næðist í dag myndi það ekki hafa nein áhrif á atkvæði milljóna manna í kosningunum í Bandaríkjunum á morgun. Allt að helmingur kjósenda í sumum fylkjum hefur nefnilega þegar póstlagt atkvæðaseðil sinn. Breytingar á kosningakerfum fylkjanna hafa valdið vantrausti og flokkarnir búa sig undir harða baráttu um hvert einasta atkvæði. Her lögmannaFjórir af hverjum fimm kjósendum munu annað hvort nota snertiskjá til að greiða atkvæði eða láta tölvuskanna atkvæðaseðil sinn. Þriðjungur kjósenda hefur aldrei kosið rafrænt áður. Samkvæmt Electionline.org gera einungis átján af þrjátíu ríkjum sem nota snertiskjái ráð fyrir að prenta atkvæðin út til vara. Demókratar ætla ekki að verða undir í öðrum atkvæðaslag og hafa ráðið sjö þúsund lögmenn til að vera á vaktinni á kjördag. Repúblikanar verða með sinn eigin lögmannaher á kjörstöðunum og þá verða þar einnig mörg þúsund lögmenn á vegum áhugasamtaka um lýðræði. Frekar pappír en tölvur Margir kjósendur eiga erfitt með að treysta tölvum fyrir atkvæði sínu og vilja heldur skila inn pappírseintaki. Vandræði í prófkjörunum í vor hjálpa ekki til að að auka traust manna á rafræna kosningakerfið. Fréttir hafa borist af týndum atkvæðum, tölvubilunum og hlutleysi framleiðenda hefur jafnvel verið dregið í efa. Deilur þegar hafnarPóstkosning er þó ekki vandræðalaus og eru lögfræðingar demókrata þegar farnir að deila við yfirmenn póstsins í Ohio um örlög þúsunda atkvæða sem voru póstlögð án frímerkja. Sumir kjósendur gleyma hreinlega að fara með atkvæðaseðilinn í póst og aðrir gera það of seint. Efasemdir eru um öryggi utankjörstaðaatkvæða hermanna sem geta kosið í gegnum tölvupóst eða með því að senda fax. Áhyggjur af lýðræði Sex hundruð nýjar sjónvarpsauglýsingar voru birtar um helgina í þeirri von að hafa áhrif á síðustu óákveðnu kjósendurna. Þær höfðu engin áhrif á stóran hluta kjósenda ekki frekar en kynlífshneyksli eins af helstu áhrifamönnum evangelísku kirkjunnar í Bandaríkjunum eða dauðadómurinn yfir Saddam Hussein og viðbrögðin við honum. Þeir sem búnir eru að greiða atkvæði létu það heldur ekki hafa áhrif á sig þegar Cheney varaforseti lýsti því yfir í gær að álit þeirra á stríðinu í Írak skipti engu þar sem ekki væri kosið um ráðamenn í Hvíta húsinu. Þetta fyrirkomulag veldur þeim ugg, sem telja lýðræðinu nauðsynlegt að sem flestir eigi kost á sömu upplýsingum þegar gengið er til kosninga. Dugar að sýna rafmagnsreikningAthyglisvert er að geta þess að einungis sjö fylki krefja kjósendur um skilríki með mynd á kjörstað. Sautján fylki krefjast þess að kjósendur sýni skilríki með eða án myndar og dugar í mörgum tilfellum að sýna rafmagnsreikning. Hin fylkin tuttugu og sex krefjast ekki skilríkja. Í Bandaríkjunum þurfa kjósendur hins vegar að skrá sig sérstaklega í fyrsta sinn sem þeir nýta atkvæðisréttinn og þá þarf að sýna skilríki. Þeir sem ekki sýna skilríki fá að kjósa en atkvæði þeirra eru sett til hliðar. Aukaatkvæðin eru eitt af því sem lögfræðingasveitirnar bítast um þegar mjótt er á mununum. Þýðir ekki að kvarta eftir áEf marka má skoðanakannanir skiptir einasta atkvæði víða máli. Í þetta sinn eru báðir flokkar með það á hreinu að ekki þýðir að kvarta eftir á. Ef úrslitin ráðast ekki á fyrsta sólarhringnum má búast við að flokkur klókustu lagarefanna sigri. Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Þótt Osama bin Laden næðist í dag myndi það ekki hafa nein áhrif á atkvæði milljóna manna í kosningunum í Bandaríkjunum á morgun. Allt að helmingur kjósenda í sumum fylkjum hefur nefnilega þegar póstlagt atkvæðaseðil sinn. Breytingar á kosningakerfum fylkjanna hafa valdið vantrausti og flokkarnir búa sig undir harða baráttu um hvert einasta atkvæði. Her lögmannaFjórir af hverjum fimm kjósendum munu annað hvort nota snertiskjá til að greiða atkvæði eða láta tölvuskanna atkvæðaseðil sinn. Þriðjungur kjósenda hefur aldrei kosið rafrænt áður. Samkvæmt Electionline.org gera einungis átján af þrjátíu ríkjum sem nota snertiskjái ráð fyrir að prenta atkvæðin út til vara. Demókratar ætla ekki að verða undir í öðrum atkvæðaslag og hafa ráðið sjö þúsund lögmenn til að vera á vaktinni á kjördag. Repúblikanar verða með sinn eigin lögmannaher á kjörstöðunum og þá verða þar einnig mörg þúsund lögmenn á vegum áhugasamtaka um lýðræði. Frekar pappír en tölvur Margir kjósendur eiga erfitt með að treysta tölvum fyrir atkvæði sínu og vilja heldur skila inn pappírseintaki. Vandræði í prófkjörunum í vor hjálpa ekki til að að auka traust manna á rafræna kosningakerfið. Fréttir hafa borist af týndum atkvæðum, tölvubilunum og hlutleysi framleiðenda hefur jafnvel verið dregið í efa. Deilur þegar hafnarPóstkosning er þó ekki vandræðalaus og eru lögfræðingar demókrata þegar farnir að deila við yfirmenn póstsins í Ohio um örlög þúsunda atkvæða sem voru póstlögð án frímerkja. Sumir kjósendur gleyma hreinlega að fara með atkvæðaseðilinn í póst og aðrir gera það of seint. Efasemdir eru um öryggi utankjörstaðaatkvæða hermanna sem geta kosið í gegnum tölvupóst eða með því að senda fax. Áhyggjur af lýðræði Sex hundruð nýjar sjónvarpsauglýsingar voru birtar um helgina í þeirri von að hafa áhrif á síðustu óákveðnu kjósendurna. Þær höfðu engin áhrif á stóran hluta kjósenda ekki frekar en kynlífshneyksli eins af helstu áhrifamönnum evangelísku kirkjunnar í Bandaríkjunum eða dauðadómurinn yfir Saddam Hussein og viðbrögðin við honum. Þeir sem búnir eru að greiða atkvæði létu það heldur ekki hafa áhrif á sig þegar Cheney varaforseti lýsti því yfir í gær að álit þeirra á stríðinu í Írak skipti engu þar sem ekki væri kosið um ráðamenn í Hvíta húsinu. Þetta fyrirkomulag veldur þeim ugg, sem telja lýðræðinu nauðsynlegt að sem flestir eigi kost á sömu upplýsingum þegar gengið er til kosninga. Dugar að sýna rafmagnsreikningAthyglisvert er að geta þess að einungis sjö fylki krefja kjósendur um skilríki með mynd á kjörstað. Sautján fylki krefjast þess að kjósendur sýni skilríki með eða án myndar og dugar í mörgum tilfellum að sýna rafmagnsreikning. Hin fylkin tuttugu og sex krefjast ekki skilríkja. Í Bandaríkjunum þurfa kjósendur hins vegar að skrá sig sérstaklega í fyrsta sinn sem þeir nýta atkvæðisréttinn og þá þarf að sýna skilríki. Þeir sem ekki sýna skilríki fá að kjósa en atkvæði þeirra eru sett til hliðar. Aukaatkvæðin eru eitt af því sem lögfræðingasveitirnar bítast um þegar mjótt er á mununum. Þýðir ekki að kvarta eftir áEf marka má skoðanakannanir skiptir einasta atkvæði víða máli. Í þetta sinn eru báðir flokkar með það á hreinu að ekki þýðir að kvarta eftir á. Ef úrslitin ráðast ekki á fyrsta sólarhringnum má búast við að flokkur klókustu lagarefanna sigri.
Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira