Erlent

Grímuklæddir finnskir rokkarar unnu Evróvisjón

Finnsku þungarokkararnir Lodi tóku Evróvision keppnina með áhlaupi í gærkvöldi. Grískum áhorfendum væntanlega til léttis var engin Silvía Nótt nálægt, en ríkisútvarpið segir að hún hafi í forkeppninni á fimmtudag lent í 13 sæti. Efstu tíu komust áfram. Þeirra á meðal var framlagið frá Bosníu Hersegóvínu, Hari Mata Hari sem lenti í þriðja sæti í keppninni í gærkvöldi. Dima Bilan frá Rússlandi söng sig inn í hjörtu margra, einkum þjóða sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum. Hann lenti í öðru sæti. En það voru grímuklæddu rokkararnir frá Finnlandi sem komu sáu og sigruðu. Í undankeppninni fengu þeir 292 stig og í sjálfri keppninni í gærkvöldi nákvæmlega jafn mörg. Eins og vera ber fögnuðu Finnar ógurlega. Kynnarnir í finnska sjónvarpinu sögðu reyndar í upphafi atkvæðagreiðslunnar að fyrr fyndist vatn á mars en að Finnar ynnu Evróvision. Og fyrirsögnin í Helsingin Sanomat í morgun var: Lordi, Lordi, Lordi - hvað hafið þið gert?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×