Erlent

Pólonrannsóknir í breska sendiráðinu í Moskvu

Breskir geislunarsérfræðingar munu rannsaka hvort einhver merki um geislavirka efnið pólon 210 finnist í sendiráði Breta í Moskvu á næstu dögum. Þetta er hluti af rannsókn bresku leyniþjónustunnar á morðinu á Alexander Litvinenko sem eitrað var fyrir með geislavirku póloni.

Að sögn talsmanns sendiráðsins verður ekkert af starfsfólkinu rannsakað, heldur einungis salarkynni sendiráðsins. Breskir leyniþjónustumenn eru nú í Moskvu við rannsóknir á dauða Alexanders Litvinenkos, fyrrverandi njósnara, sem lést á sjúkrahúsi í London þann 23. nóvember eftir að hafa barist við eitrunaráhrif pólons í rúmar þrjár vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×