Erlent

Íslendingur fer til Filippseyja vegna hamfara

Björgunarmenn í bænum Busay í Albay-héraði á Filippseyjum leita að látnum eftir aurskriðurnar sem fylgdu fellibylnum Durian.
Björgunarmenn í bænum Busay í Albay-héraði á Filippseyjum leita að látnum eftir aurskriðurnar sem fylgdu fellibylnum Durian. MYND/AP

Sólveig Þorvaldsdóttir heldur til Filippseyja í dag til neyðarstarfa á vegum Rauða krossins vegna fellibylsins Durians sem gekk yfir landið aðfaranótt föstudagsins 30. nóvember. Óttast er að allt að eitt þúsund manns hafi farist og 40 þúsund hafi misst heimili sín þegar aurskriður féllu á fjölda bæja í kjölfar úrfellis sem fylgdi fellibylnum. Fram kemur í tilkynningu frá Rauða kross Íslands að Sólveig sé ein af níu manna neyðarteymi Alþjóðasambands Rauða krossins sem heldur utan í dag til að aðstoða Filippseyska Rauða krossinn. Sólveig mun stjórna dreifingu hjálpargagna en samkvæmt upplýsingum Filippseyska Rauða krossins þarf að koma sem fyrst hreinu drykkjarvatni, matvælum, teppum og segldúki til þeirra sem lifðu hörmungarnar af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×