Erlent

65 fangar sluppu nærri Cancun

Tugir fanga í mexíkósku fangelsi nærri ferðamannastaðnum Cancun brutu lása á klefadyrum sínum, börðu verði og sluppu út úr fangelsinu í dag. Tveir létust í slagnum. Hundruð fanga byrjuðu að mótmæla þegar nokkrir fanganna voru færðir í annað fangelsi, þeirra á meðal Marcos Gallegos, sem hefur verið kallaður "guðfaðirinn" í fangelsinu.

Að sögn fangelsisyfirvalda sluppu alls 65 fangar úr fangelsinu. Tveir létust og einn er alvarlega slasaður, auk þess sem 23 til viðbótar særðust minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×