Erlent

Staðfest að lögregla elti drengina í dauðann

Rannsóknarskýrsla innra eftirlits frönsku lögreglunnar gagnrýnir lögreglumenn sem á síðasta ári eltu tvo drengi inn í rafmagnsskúr þar sem þeir létu lífið, segir lögmaður fjölskyldna drengjanna. Skýrslan var birt í dag og segir þar að lögreglumennirnir hafi ekki gripið til nauðsynlegra varúðarráðstafana.

Skýrslan staðfestir vitnisburð þriðja drengsins sem var í slagtogi með hinum en komst lífs af, með upptökum af talstöðvarsamskiptum lögreglunnar. Hluti skýrslunnar var birtur í dagblaðinu Le Monde í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×