Erlent

Starfsfólk S.þ. flutt frá höfuðborg Darfurs

Flóttamannabúðir Súdana frá Darfur. Áætlað er að tvær milljónir manna hafi hrakist frá heimilum sínum undanfarin 3 ár.
Flóttamannabúðir Súdana frá Darfur. Áætlað er að tvær milljónir manna hafi hrakist frá heimilum sínum undanfarin 3 ár. MYND/Reuters

Sameinuðu þjóðirnar hafa dregið allt starfsfólk sitt sem ekki er lífsnauðsynlegt velferð innfæddra frá Al Fasher, höfuðborg Norður-Darfurs. Sameinuðu þjóðirnar segja þetta tímabundinn brottflutning þar til ástandið í héraðinu róast.

Afríkubandalagið hefur varað við hættu af árásum Janjaweed skæruliða á Al Fasher. „Skólastarf liggur niðri og markaðirnir eru lokaðir. Fólk hefur áhyggjur af ástandinu," sagði íbúi í borginni við fréttamann Reuters.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×