Erlent

Réttarhöld hafin í fyrsta hryðjuverkamáli Danmerkur

Réttarhöld hófust í morgun í Eystri landsrétti í fyrsta hryðjuverkadómsmáli Danmerkur. Þar eru fjórir karlmenn á aldrinum 17 til 21 árs ákærðir fyrir að leggja á ráðin um hryðjuverk í einhvers staðar í Evrópu en þeir voru handteknir í Glostrup í Kaupmannahöfn fyrir rúmu ári og hafa síðan setið í gæsluvarðhaldi.

Mennirnir voru handteknir eftir að lögregla í Sarajevo handtók tvo menn með sprengiefni og byssu í fórum sínum en talið er að þeir hafi lagt á ráðin um hryðjverk með fjórmenningunum sem nú eru fyrir rétti í Danmörku.

Þetta er í fyrsta sinn sem dæmt er samkvæmt hryðjuverkalögum sem samþykkt voru eftir árásirnar í Bandaríkjunum 2001 og eiga tveir mannanna á hættu að vera vísað úr landi verði þeir sakfelldir þar sem þeir eru af erlendu bergi brotnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×