Fimm nefndir sem hugsanlegir eftirmenn 7. nóvember 2006 08:15 Formaðurinn og framkvæmdastjórinn Eggert Magnússon og Geir Þorsteinsson kynna ársskýrslu KSÍ. Eggert Magnússon hefur verið formaður Knattspyrnu-sambands Íslands síðan 1989. Undanfarnar vikur hefur hann farið fyrir hópi fjárfesta sem hefur reynt að eignast meirihluta hlutabréfa í enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham. Hann hefur þegar staðfest að takist honum það muni hann láta af formennsku í KSÍ sem og hætta sem meðlimur í framkvæmdastjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Sú umræða hefur áður komist á kreik um hver tæki hugsanlega við formennsku KSÍ af Eggerti fari svo að hann hætti. Hún er nú komin aftur á fullt skrið í tengslum við þreifingar Eggerts í Englandi. Nú eru fimm menn helst nefndir til sögunnar sem gætu haft áhuga og getu til að taka við embættinu. Þeir eru Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, Jónas Kristinsson, formaður KR Sports, Guðni Bergsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og Gunnar Sigurðsson sem hefur lengi starfað í þágu knattspyrnunnar á Akranesi. Fréttablaðið hafði samband við nokkra úr þessum hópi sem voru misviljugir að tjá sig um málið. Flestum fannst þeim ótímabært að koma þessu máli á yfirborðið þar sem Eggert er enn í starfi. Engu að síður vildi enginn beinlínis neita að áhugi viðkomandi væri fyrir hendi. Gunnar Sigurðsson sagði að það gæti vel verið að hann hefði áhuga á starfinu. Hann var sjálfur lengi í stjórn KSÍ og þekkir því vel til starfans. „Þessi vettvangur er mér vel kunnugur. KSÍ hefur verið að vinna mjög spennandi starf og ég hefði áhuga á að taka þátt í því,“ sagði Gunnar. Jónas Kristinsson hefur lengi starfað fyrir knattspyrnudeild KR og sinnt þar störfum í tuttugu ár. Hann þekkir því einnig afar vel til hreyfingarinnar og hefur þar að auki sterkar skoðanir á málefnum sem lúta að KSÍ. Guðni er landsþekktur knattspyrnumaður og var lengi fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann hefur hingað til ekki látið til sín taka á þessum vettvangi en áhugi hans á málefninu liggur í augum uppi. Þeir sem til þekkja segja hann efnilegan í starfið. Geir og Halldór eru hátt settir í KSÍ í dag, Geir sem framkvæmdastjóri og Halldór sem varaformaður. Þeir hafa því báðir þá reynslu og þekkingu sem til þarf og þykja koma afar sterklega til greina. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Eggert Magnússon hefur verið formaður Knattspyrnu-sambands Íslands síðan 1989. Undanfarnar vikur hefur hann farið fyrir hópi fjárfesta sem hefur reynt að eignast meirihluta hlutabréfa í enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham. Hann hefur þegar staðfest að takist honum það muni hann láta af formennsku í KSÍ sem og hætta sem meðlimur í framkvæmdastjórn Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Sú umræða hefur áður komist á kreik um hver tæki hugsanlega við formennsku KSÍ af Eggerti fari svo að hann hætti. Hún er nú komin aftur á fullt skrið í tengslum við þreifingar Eggerts í Englandi. Nú eru fimm menn helst nefndir til sögunnar sem gætu haft áhuga og getu til að taka við embættinu. Þeir eru Halldór B. Jónsson, varaformaður KSÍ, Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, Jónas Kristinsson, formaður KR Sports, Guðni Bergsson, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu og Gunnar Sigurðsson sem hefur lengi starfað í þágu knattspyrnunnar á Akranesi. Fréttablaðið hafði samband við nokkra úr þessum hópi sem voru misviljugir að tjá sig um málið. Flestum fannst þeim ótímabært að koma þessu máli á yfirborðið þar sem Eggert er enn í starfi. Engu að síður vildi enginn beinlínis neita að áhugi viðkomandi væri fyrir hendi. Gunnar Sigurðsson sagði að það gæti vel verið að hann hefði áhuga á starfinu. Hann var sjálfur lengi í stjórn KSÍ og þekkir því vel til starfans. „Þessi vettvangur er mér vel kunnugur. KSÍ hefur verið að vinna mjög spennandi starf og ég hefði áhuga á að taka þátt í því,“ sagði Gunnar. Jónas Kristinsson hefur lengi starfað fyrir knattspyrnudeild KR og sinnt þar störfum í tuttugu ár. Hann þekkir því einnig afar vel til hreyfingarinnar og hefur þar að auki sterkar skoðanir á málefnum sem lúta að KSÍ. Guðni er landsþekktur knattspyrnumaður og var lengi fyrirliði íslenska landsliðsins. Hann hefur hingað til ekki látið til sín taka á þessum vettvangi en áhugi hans á málefninu liggur í augum uppi. Þeir sem til þekkja segja hann efnilegan í starfið. Geir og Halldór eru hátt settir í KSÍ í dag, Geir sem framkvæmdastjóri og Halldór sem varaformaður. Þeir hafa því báðir þá reynslu og þekkingu sem til þarf og þykja koma afar sterklega til greina.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Íslenski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira