Fleiri NATO-lönd fái afnot af Keflavíkurflugvelli 2. nóvember 2006 03:30 Frá fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn í gær. Frá vinstri: Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra Íslands, Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. MYND/Johannes Jansson/norden.org Öryggismál Íslands voru rædd á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem fór fram í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Kaupmannahöfn í gær. Ráðherrar hinna NATO-ríkjanna í hópnum, Noregs og Danmerkur, lýstu yfir vilja til að leggja sitt af mörkum til að hjálpa Íslendingum að mæta þeim áskorunum sem brottför bandaríska varnarliðsins hefur í för með sér. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið að hún hefði nefnt á fundinum að af Íslands hálfu kæmi það vel til greina að önnur NATO-ríki en Bandaríkin hefðu afnot af öryggissvæðinu, sem verður til frambúðar á Keflavíkurflugvelli. Hinar norrænu NATO-þjóðirnar, Norðmenn og Danir, myndu íhuga þetta. Norski utanríkisráðherrann Jonas Gahr Støre sagði Norðmenn og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa fylgst náið með þróun þessara mála á Íslandi. Bæði Norðmenn og Danir hefðu áhuga á því að koma að því með Íslendingum að tryggja öryggi á hafsvæðinu í kringum Ísland, sem liggur að norskri og danskri lögsögu Færeyja og Grænlands. Gahr Støre benti á að miklir orkuflutningar yrðu í fyrirsjáanlegri framtíð um þetta hafsvæði, frá gas- og olíuborpöllum í Barentshafi til Norður-Ameríku og Evrópu. Þannig væru öryggismál á þessu svæði nátengd orkuöryggi í öllum okkar heimshluta og því þyrfti að ræða þessi mál í því ljósi, bæði innan NATO og beint við Íslendinga. Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, bætti því við að Danir væru boðnir og búnir að leggja sitt af mörkum í þessu sambandi, sérstaklega hvað varðar björgunarmál á hafinu og eflt landhelgisgæslusamstarf. Erlent Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Öryggismál Íslands voru rædd á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem fór fram í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Kaupmannahöfn í gær. Ráðherrar hinna NATO-ríkjanna í hópnum, Noregs og Danmerkur, lýstu yfir vilja til að leggja sitt af mörkum til að hjálpa Íslendingum að mæta þeim áskorunum sem brottför bandaríska varnarliðsins hefur í för með sér. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið að hún hefði nefnt á fundinum að af Íslands hálfu kæmi það vel til greina að önnur NATO-ríki en Bandaríkin hefðu afnot af öryggissvæðinu, sem verður til frambúðar á Keflavíkurflugvelli. Hinar norrænu NATO-þjóðirnar, Norðmenn og Danir, myndu íhuga þetta. Norski utanríkisráðherrann Jonas Gahr Støre sagði Norðmenn og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa fylgst náið með þróun þessara mála á Íslandi. Bæði Norðmenn og Danir hefðu áhuga á því að koma að því með Íslendingum að tryggja öryggi á hafsvæðinu í kringum Ísland, sem liggur að norskri og danskri lögsögu Færeyja og Grænlands. Gahr Støre benti á að miklir orkuflutningar yrðu í fyrirsjáanlegri framtíð um þetta hafsvæði, frá gas- og olíuborpöllum í Barentshafi til Norður-Ameríku og Evrópu. Þannig væru öryggismál á þessu svæði nátengd orkuöryggi í öllum okkar heimshluta og því þyrfti að ræða þessi mál í því ljósi, bæði innan NATO og beint við Íslendinga. Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, bætti því við að Danir væru boðnir og búnir að leggja sitt af mörkum í þessu sambandi, sérstaklega hvað varðar björgunarmál á hafinu og eflt landhelgisgæslusamstarf.
Erlent Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira