Fleiri NATO-lönd fái afnot af Keflavíkurflugvelli 2. nóvember 2006 03:30 Frá fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn í gær. Frá vinstri: Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra Íslands, Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, og Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar. MYND/Johannes Jansson/norden.org Öryggismál Íslands voru rædd á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem fór fram í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Kaupmannahöfn í gær. Ráðherrar hinna NATO-ríkjanna í hópnum, Noregs og Danmerkur, lýstu yfir vilja til að leggja sitt af mörkum til að hjálpa Íslendingum að mæta þeim áskorunum sem brottför bandaríska varnarliðsins hefur í för með sér. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið að hún hefði nefnt á fundinum að af Íslands hálfu kæmi það vel til greina að önnur NATO-ríki en Bandaríkin hefðu afnot af öryggissvæðinu, sem verður til frambúðar á Keflavíkurflugvelli. Hinar norrænu NATO-þjóðirnar, Norðmenn og Danir, myndu íhuga þetta. Norski utanríkisráðherrann Jonas Gahr Støre sagði Norðmenn og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa fylgst náið með þróun þessara mála á Íslandi. Bæði Norðmenn og Danir hefðu áhuga á því að koma að því með Íslendingum að tryggja öryggi á hafsvæðinu í kringum Ísland, sem liggur að norskri og danskri lögsögu Færeyja og Grænlands. Gahr Støre benti á að miklir orkuflutningar yrðu í fyrirsjáanlegri framtíð um þetta hafsvæði, frá gas- og olíuborpöllum í Barentshafi til Norður-Ameríku og Evrópu. Þannig væru öryggismál á þessu svæði nátengd orkuöryggi í öllum okkar heimshluta og því þyrfti að ræða þessi mál í því ljósi, bæði innan NATO og beint við Íslendinga. Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, bætti því við að Danir væru boðnir og búnir að leggja sitt af mörkum í þessu sambandi, sérstaklega hvað varðar björgunarmál á hafinu og eflt landhelgisgæslusamstarf. Erlent Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Öryggismál Íslands voru rædd á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem fór fram í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Kaupmannahöfn í gær. Ráðherrar hinna NATO-ríkjanna í hópnum, Noregs og Danmerkur, lýstu yfir vilja til að leggja sitt af mörkum til að hjálpa Íslendingum að mæta þeim áskorunum sem brottför bandaríska varnarliðsins hefur í för með sér. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið að hún hefði nefnt á fundinum að af Íslands hálfu kæmi það vel til greina að önnur NATO-ríki en Bandaríkin hefðu afnot af öryggissvæðinu, sem verður til frambúðar á Keflavíkurflugvelli. Hinar norrænu NATO-þjóðirnar, Norðmenn og Danir, myndu íhuga þetta. Norski utanríkisráðherrann Jonas Gahr Støre sagði Norðmenn og hinar Norðurlandaþjóðirnar hafa fylgst náið með þróun þessara mála á Íslandi. Bæði Norðmenn og Danir hefðu áhuga á því að koma að því með Íslendingum að tryggja öryggi á hafsvæðinu í kringum Ísland, sem liggur að norskri og danskri lögsögu Færeyja og Grænlands. Gahr Støre benti á að miklir orkuflutningar yrðu í fyrirsjáanlegri framtíð um þetta hafsvæði, frá gas- og olíuborpöllum í Barentshafi til Norður-Ameríku og Evrópu. Þannig væru öryggismál á þessu svæði nátengd orkuöryggi í öllum okkar heimshluta og því þyrfti að ræða þessi mál í því ljósi, bæði innan NATO og beint við Íslendinga. Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, bætti því við að Danir væru boðnir og búnir að leggja sitt af mörkum í þessu sambandi, sérstaklega hvað varðar björgunarmál á hafinu og eflt landhelgisgæslusamstarf.
Erlent Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira