Handtökur í Bretlandi 27. júlí 2005 00:01 Breska lögreglan handtók í morgun einn fjórmenninganna sem gerðu misheppnaða árás á London síðasta fimmtudag. Sex aðrir hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar síðan í gærkvöld. Yassin Hassan Omar var handtekinn eldsnemma í morgun, þegar lögreglan í Birmingham réðist inn í íbúðarhús þar sem hann hélt til. Lögreglumönnum tókst að skjóta hann með rafstuði og hann var svo handtekinn í kjölfarið. Hann var þegar í stað fluttur til London, þar sem lögreglan hefur yfirheyrt hann í allan dag. Omar reyndi ásamt þrem öðrum mönnum að endurtaka fyrstu sprengjuárásirnar á London fyrir þrem vikum, þar sem meira en fimmtíu létust. Árásirnar mistókust hins vegar og fjórmenningarnir komust lífs af og hefur þeirra verið ákaft leitað undanfarna viku. Við leit í íbúð Ómars fann lögreglan grunsamlegan böggul í sem talið er að hafi innihaldið sprengiefni. Svæðið í kringum húsið var þegar rýmt og íbúum hundrað húsa í nágrenninu var gert að halda sig annars staðar á meðan sprengjusérfræðingar rannsökuðu böggulinn. Það er óhætt að segja að breska lögreglan sé með alla anga úti eftir árásirnar í síðustu viku. Þrír aðrir menn voru handteknir í Birmingham í morgun, en enginn þeirra tók beinan þátt í árásunum, þó að talið sé að þeir tengist þeim á einn eða annan hátt. Seint í gærkvöldi voru svo tveir menn handteknir í lest sem var á leiðinni á Kings Kross lestarstöðina í London. Þeir eru líka grunaðir um að tengjast árásunum. Síðdegis í dag handtók svo lögregla mann á flugvellinum í Luton, sem þótti svipa til eins árásarmannanna, en honum var sleppt og leyft að halda áfram för sinni, eftir að í ljós kom að hann var blásaklaus. Mikil bjartsýni ríkir innan bresku lögreglunnar eftir handtökuna í dag, sem vonast er til að varpi ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og eins hver skipulagði þær. Þá verður einnig reynt að fá Hassan Omar til að leiða lögreglunna á spor hinna mannanna þriggja, sem framkvæmdu árásirnar með honum. Haft er eftir heimildarmönnum innan Skotland Yard í dag að dómurinn yfir Omar verði mildaður ef hann reynist samstarfsfús. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira
Breska lögreglan handtók í morgun einn fjórmenninganna sem gerðu misheppnaða árás á London síðasta fimmtudag. Sex aðrir hafa verið handteknir í tengslum við árásirnar síðan í gærkvöld. Yassin Hassan Omar var handtekinn eldsnemma í morgun, þegar lögreglan í Birmingham réðist inn í íbúðarhús þar sem hann hélt til. Lögreglumönnum tókst að skjóta hann með rafstuði og hann var svo handtekinn í kjölfarið. Hann var þegar í stað fluttur til London, þar sem lögreglan hefur yfirheyrt hann í allan dag. Omar reyndi ásamt þrem öðrum mönnum að endurtaka fyrstu sprengjuárásirnar á London fyrir þrem vikum, þar sem meira en fimmtíu létust. Árásirnar mistókust hins vegar og fjórmenningarnir komust lífs af og hefur þeirra verið ákaft leitað undanfarna viku. Við leit í íbúð Ómars fann lögreglan grunsamlegan böggul í sem talið er að hafi innihaldið sprengiefni. Svæðið í kringum húsið var þegar rýmt og íbúum hundrað húsa í nágrenninu var gert að halda sig annars staðar á meðan sprengjusérfræðingar rannsökuðu böggulinn. Það er óhætt að segja að breska lögreglan sé með alla anga úti eftir árásirnar í síðustu viku. Þrír aðrir menn voru handteknir í Birmingham í morgun, en enginn þeirra tók beinan þátt í árásunum, þó að talið sé að þeir tengist þeim á einn eða annan hátt. Seint í gærkvöldi voru svo tveir menn handteknir í lest sem var á leiðinni á Kings Kross lestarstöðina í London. Þeir eru líka grunaðir um að tengjast árásunum. Síðdegis í dag handtók svo lögregla mann á flugvellinum í Luton, sem þótti svipa til eins árásarmannanna, en honum var sleppt og leyft að halda áfram för sinni, eftir að í ljós kom að hann var blásaklaus. Mikil bjartsýni ríkir innan bresku lögreglunnar eftir handtökuna í dag, sem vonast er til að varpi ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og eins hver skipulagði þær. Þá verður einnig reynt að fá Hassan Omar til að leiða lögreglunna á spor hinna mannanna þriggja, sem framkvæmdu árásirnar með honum. Haft er eftir heimildarmönnum innan Skotland Yard í dag að dómurinn yfir Omar verði mildaður ef hann reynist samstarfsfús.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Sjá meira