Erlent

Allt á kafi í Kólumbíu

Nærri hundrað hafa látist og meira en þúsund heimili eru rústir einar eftir gríðarleg flóð í Kólumbíu undanfarna daga. Rigningar í landinu undanfarna mánuði eru þær mestu í aldarfjórðung og áhrifanna gætir um allt land. Síðan í september hafa nítján þúsund hús skemmst í flóðum og aurskriðum og mestallt atvinnulíf hefur nánast legið niðri í nokkrum borgum. Verst er ástandið í norðvesturhluta landsins og ríkisstjórnin leggur nú kapp á að koma þangað mat, lyfjum og öðrum nauðþurftum, auk þess sem fjölmörgum neyðarskýlum hefur verið komið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×