Erlent

Vændiskonur á landsbyggðinni mun eldri

MYND/Reuters

Vændiskonur á landsbyggðinni eru jafnan mun eldri en starfssystur þeirra í borgum - að minnsta kosti í Ástralíu. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem ástralskur háskólaprófessor gerði. Elsta vændiskonan sem hann ræddi við var tæplega sextug en sumar þeirra sem talað var við í rannsókninni sögðust hafa unnið með portkonum sem komnar voru á sjötugsaldur, og ein var meira að segja enn starfandi á áttræðisaldri. En það er ekki eingöngu munur á söluaðilunum eftir því hvort um sé að ræða þéttbýli eða dreifbýli því niðurstöðurnar gefa til kynna að viðskiptivinirnir sem kaupa sér þjónustuna á landsbyggðinni eru mun kurteisari en þeir sem versla við vændiskonur í borgum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×