Erlent

Ekki þverfótað fyrir Línu langsokk

Um þrjú þúsund manns, að stórum hluta börn, tóku þátt í skrúðgöngu í miðborg Stokkhólms þar sem haldið var upp á að 60 ár eru liðin síðan bók Astrid Lindgren um Línu langsokk kom fyrst út. Skrúðgöngunni lauk með mikilli hátíð þar sem boðið var upp á fjölda skemmtiatriða í anda bókarinnar. Fjöldi barna var mættur í gulum kjól, mislitum sokkum og með rauða hárkollu í takt við búninginn sem einkenndi Línu langsokk. Börnin kepptu í margvíslegum þrautum, svo sem þeirri hver gæti spýtt lengst, og fóru í reipitog við sjóræningja. Þó haldið hafi verið upp á 60 ára afmæli bókarinnar um Línu langsokk í gær er alla jafna miðað við 13. september sem afmælisdag bókarinnar, en þann dag 1945 samþykkti útgefandi að gefa hana út. Hátíðinni var flýtt til að tryggja gott veður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×