Erlent

Geta ekki séð um öryggi landsins

Írakskar öryggissveitir eru engan vegin í stakk búnar til að sjá sjálfar um öryggi landsins. Þetta kemur fram í nýrri leyniskýrslu frá Pentagon sem dagblaðið New York Times greinir frá í dag. Þar kemur fram að helmingur nýrra lögreglumanna sé enn í þjálfun og geti ekki tekið þátt í aðgerðum enn um sinn. Stór hluti þeirra sem búið sé að þjálfa séu algerir nýgræðingar og geti aðeins sinnt allra einföldustu aðgerðum. Að mati skýrsluhöfunda er útilokað að Bandaríkjamenn geti hafið brottfluttning hersins frá Írak á meðan staðan sé ekki betri en þetta.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×