Lögreglan í kappi við tímann 25. júlí 2005 00:01 Breska lögreglan er nú í kappi við tímann en fjögurra tilræðismanna, sem gerðu misheppnaðar tilraunir til hryðjuverka á fimmtudaginn, er nú leitað. Óttast er að þeir leggi á ráðin um frekari árásir í London og að borgin sé orðin meginskotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna. Lögregla vill ekki staðfesta að fimmta mannsins sé leitað en um helgina fannst ósprungin sprengja í norðvesturhluta Lundúnaborgar sem grunur leikur á að hafi átt að vera hluti fimmtu árásarinnar. Mikil áhersla er hins vegar lögð á að ná þeim fjórum tilræðismönnum sem leika lausum hala þar sem þeir þykja líklegir til að reyna aftur hryðjuverk. Því sé þetta kapphlaup við tímann. Hins vegar er talið líklegt að þeir láti lítið fyrir sér fara í augnablikinu eftir að myndir af þeim úr öryggismyndavélum voru birtar um helgina. Talsmenn lögreglu segja ólíklegt að þeir hafi flúið land en að margt bendi til þess að þeir feli sig í skálkaskjóli. Önnur ástæða þess að lögreglan gerir mikið út leitinni að tilræðismönnunum er atvik helgarinnar, þegar lögreglumenn skutu Braselíumann á þrítugsaldri. Honum hafði verið fylgt eftir úr húsi sem hafði verið undir eftirliti og þegar hann stökk af stað þegar lögregla skipaði honum að stansa var hann skotinn fimm sinnum í höfuðið. Braselíumenn í London sem og yfirvöld í Braselíu gagnrýna framgang lögreglunnar og krefjast rannsóknar, en könnun, sem birt var í dag, sýnir að nærri þrír af hverjum fjórum Bretum telja starfsaðferðir lögreglunnar réttlætanlegar. Lögreglunni hefur verið skipað að skjóta grunsamlega menn í höfuðið og drepa í stað þess að skjóta í brjósti og stöðva þá þannig. Ástæðan er sú að hryðjuverkamenn geta kveikt á sprengju þó að þeir liggi helsærðir á götunni. Talsmenn lögreglunnar segja ljóst að fleiri saklausir borgarar gætu verið drepnir vegna þessarar stefnu. Fleiri kannanir hafa verið birtar í dag, til að mynda ein í Daily Mirror. Þar kemur í ljós að nærri fjórðungur allra Breta er á því að Íraksstríðið sé meginástæða árásanna á Lundúnir undanfarið, og sextíu og tvö prósent segja það í það minnsta eina ástæðuna. Tony Blair hefur þvertekið fyrir nokkurt samhengi, en almenningur virðist miðað við þetta ekki vera honum sammála. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Sjá meira
Breska lögreglan er nú í kappi við tímann en fjögurra tilræðismanna, sem gerðu misheppnaðar tilraunir til hryðjuverka á fimmtudaginn, er nú leitað. Óttast er að þeir leggi á ráðin um frekari árásir í London og að borgin sé orðin meginskotmark alþjóðlegra hryðjuverkamanna. Lögregla vill ekki staðfesta að fimmta mannsins sé leitað en um helgina fannst ósprungin sprengja í norðvesturhluta Lundúnaborgar sem grunur leikur á að hafi átt að vera hluti fimmtu árásarinnar. Mikil áhersla er hins vegar lögð á að ná þeim fjórum tilræðismönnum sem leika lausum hala þar sem þeir þykja líklegir til að reyna aftur hryðjuverk. Því sé þetta kapphlaup við tímann. Hins vegar er talið líklegt að þeir láti lítið fyrir sér fara í augnablikinu eftir að myndir af þeim úr öryggismyndavélum voru birtar um helgina. Talsmenn lögreglu segja ólíklegt að þeir hafi flúið land en að margt bendi til þess að þeir feli sig í skálkaskjóli. Önnur ástæða þess að lögreglan gerir mikið út leitinni að tilræðismönnunum er atvik helgarinnar, þegar lögreglumenn skutu Braselíumann á þrítugsaldri. Honum hafði verið fylgt eftir úr húsi sem hafði verið undir eftirliti og þegar hann stökk af stað þegar lögregla skipaði honum að stansa var hann skotinn fimm sinnum í höfuðið. Braselíumenn í London sem og yfirvöld í Braselíu gagnrýna framgang lögreglunnar og krefjast rannsóknar, en könnun, sem birt var í dag, sýnir að nærri þrír af hverjum fjórum Bretum telja starfsaðferðir lögreglunnar réttlætanlegar. Lögreglunni hefur verið skipað að skjóta grunsamlega menn í höfuðið og drepa í stað þess að skjóta í brjósti og stöðva þá þannig. Ástæðan er sú að hryðjuverkamenn geta kveikt á sprengju þó að þeir liggi helsærðir á götunni. Talsmenn lögreglunnar segja ljóst að fleiri saklausir borgarar gætu verið drepnir vegna þessarar stefnu. Fleiri kannanir hafa verið birtar í dag, til að mynda ein í Daily Mirror. Þar kemur í ljós að nærri fjórðungur allra Breta er á því að Íraksstríðið sé meginástæða árásanna á Lundúnir undanfarið, og sextíu og tvö prósent segja það í það minnsta eina ástæðuna. Tony Blair hefur þvertekið fyrir nokkurt samhengi, en almenningur virðist miðað við þetta ekki vera honum sammála.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Sjá meira