Erlent

Vilja Fischer enn framseldan

Adam Ereli, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, segir að þarlend stjórnvöld hafi óskað eftir því í gær að Japanar framseldu Fischer til Bandaríkjanna þrátt fyrir aðgerðir Íslendinga. Ereli sagði Bandaríkjamenn vonsvikna vegna þess að Íslendingar hefði veitt Fischer ríkisborgararétt enda væri hann glæpamaður á flótta. Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Japan, tilkynnti fulltrúum japanska dómsmálaráðuneytisins í morgun, að Bobby Fischer væri formlega orðinn íslenskur ríkisborgari. Gefið hefur verið út neyðarvegabréf fyrir Fischer ytra og vantar aðeins undirskrift hans til að það öðlist gildi. John Bosnitch, talsmaður Bobbys Fischers í Japan, segir nú öll skilyrði fyrir hendir til þess að hægt verði að leysa Fischer úr haldi strax á morgun, skírdag, eða í síðasta lagi á föstudaginn langa. Ferðafrelsi Fischers gæti þó verið í uppnámi ef Bandaríkjamenn fá sínu framgengt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×