150 alvarlega slasaðir 7. júlí 2005 00:01 Árás hefur verið gerð á London. Ekki færri en sex sprengingar urðu í röð í lestum og strætisvögnum á háannatíma í morgun. Nokkur fjöldi fólks fórst og hundruð slösuðust. Óþekktur hópur, sem kveðst tengjast al-Qaida, hefur lýst árásunum á hendur sér. Strætisvagn var sprengdur í loft upp framan við hótel þar sem Helgi Snær Gunnlaugsson var staddur og segir hann mikla geðshræringu ríkja. Hótelið hefur verið rýmt vegna sprengjuleitar. Ekki færri en sex sprengingar urðu í London á háannatíma, hugsanlega fleiri. Sú fyrsta varð skömmu fyrir klukkan níu á Aldgate-stöðinni og í kjölfarið fylgdu sprengingar á Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum auk þess sem tvær sprengingar urðu á Tavistock-torgi, eftir því sem virðist báðar í strætisvögnum þar. Þrjátíu farþegar voru í hvorum um sig. Myndir frá erlendum fréttamiðlum sem streymt hafa inn í morgun sýna glögglega hvernig ástandið er: illa leikið fólk, blóði drifið og slasað. Sjúkralið, slökkvilið og lögregla gripu þegar til aðgerða og en nokkur ringulreið var í fyrstu. Vitað er að yfir níutíu manns hafa hlotið aðhlynningu á Aldergate-stöðinni einni. Tveir fórust þar og greina sjónarvottar frá fleiri föllnum, en það hefur ekki fengist staðfest. Fréttastofan náði sambandi við nokkra Íslendinga sem voru nærri sprengingunum. Helgi Snær, sem staddur var á lestarstöðinni við Earls´s Court, segir að skyndilega hafi komið tilkynning um að allir ættu yfirgefa lestarstöðinni. Hann hélt fyrst að um væri að ræða venjulega töf og hlýddi skipuninni, bölvandi samgöngukerfinu eins og aðrir í kringum hann. Svo þegar út á götu var komið varð Helga smám saman ljóst hve alvarlegir atburðir höfðu gerst; lögregla og sjúkralið var úti um allt, götur lokaðar og mikil ringulreið. Anna Lísa Björnsdóttir, sem einnig er stödd í Lundúnum, segir að hún hafi heyrt sprengingu rétt áður en hún kom að Russel-torgi. Hún sneri þá við því hún vildi ekki sjá afleiðingarnar. Anna segir fólk fylgjast með framvindunni í sjónvarpi í búðargluggum, bönkum og börum og það sé mikil hræðsla á meðal þess. Fregnir voru ákaflega misvísandi í byrjun, jafnvel var borið við rafmagnstruflunum og árekstri tveggja lesta þegar ferðir neðanjarðarlesta stöðvuðust. Ferðir innan kerfisins hafa verið stöðvaðar og fólki er ráðlagt að vera ekki á ferð í borginni að óþörfu. Símasamband er lélegt þar sem að farsímafyrirtæki takmarka aðgang annarra en björgunarliðs að kerfum sínum. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira
Árás hefur verið gerð á London. Ekki færri en sex sprengingar urðu í röð í lestum og strætisvögnum á háannatíma í morgun. Nokkur fjöldi fólks fórst og hundruð slösuðust. Óþekktur hópur, sem kveðst tengjast al-Qaida, hefur lýst árásunum á hendur sér. Strætisvagn var sprengdur í loft upp framan við hótel þar sem Helgi Snær Gunnlaugsson var staddur og segir hann mikla geðshræringu ríkja. Hótelið hefur verið rýmt vegna sprengjuleitar. Ekki færri en sex sprengingar urðu í London á háannatíma, hugsanlega fleiri. Sú fyrsta varð skömmu fyrir klukkan níu á Aldgate-stöðinni og í kjölfarið fylgdu sprengingar á Edgware Road, King's Cross, Old Street og Russel Square stöðvunum auk þess sem tvær sprengingar urðu á Tavistock-torgi, eftir því sem virðist báðar í strætisvögnum þar. Þrjátíu farþegar voru í hvorum um sig. Myndir frá erlendum fréttamiðlum sem streymt hafa inn í morgun sýna glögglega hvernig ástandið er: illa leikið fólk, blóði drifið og slasað. Sjúkralið, slökkvilið og lögregla gripu þegar til aðgerða og en nokkur ringulreið var í fyrstu. Vitað er að yfir níutíu manns hafa hlotið aðhlynningu á Aldergate-stöðinni einni. Tveir fórust þar og greina sjónarvottar frá fleiri föllnum, en það hefur ekki fengist staðfest. Fréttastofan náði sambandi við nokkra Íslendinga sem voru nærri sprengingunum. Helgi Snær, sem staddur var á lestarstöðinni við Earls´s Court, segir að skyndilega hafi komið tilkynning um að allir ættu yfirgefa lestarstöðinni. Hann hélt fyrst að um væri að ræða venjulega töf og hlýddi skipuninni, bölvandi samgöngukerfinu eins og aðrir í kringum hann. Svo þegar út á götu var komið varð Helga smám saman ljóst hve alvarlegir atburðir höfðu gerst; lögregla og sjúkralið var úti um allt, götur lokaðar og mikil ringulreið. Anna Lísa Björnsdóttir, sem einnig er stödd í Lundúnum, segir að hún hafi heyrt sprengingu rétt áður en hún kom að Russel-torgi. Hún sneri þá við því hún vildi ekki sjá afleiðingarnar. Anna segir fólk fylgjast með framvindunni í sjónvarpi í búðargluggum, bönkum og börum og það sé mikil hræðsla á meðal þess. Fregnir voru ákaflega misvísandi í byrjun, jafnvel var borið við rafmagnstruflunum og árekstri tveggja lesta þegar ferðir neðanjarðarlesta stöðvuðust. Ferðir innan kerfisins hafa verið stöðvaðar og fólki er ráðlagt að vera ekki á ferð í borginni að óþörfu. Símasamband er lélegt þar sem að farsímafyrirtæki takmarka aðgang annarra en björgunarliðs að kerfum sínum.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi Sjá meira