Breska lögreglan með húsleitir 12. júlí 2005 00:01 MYND/AP Sérsveit bresku lögreglunnar gerði húsleit á fimm heimilum í borginni Leeds á Englandi í morgun í tengslum við leitina að Al-Qaida hryðjuverkamönnunum sem bera ábyrgð á sprengjutilræðunum í Lundúnum í síðustu viku. Fimmtíu og tveir létu lífið í árásunum og um 700 særðust, þar af margir alvarlega. Breska lögreglan segir aðgerðirnar mikilvægar en í Leeds er að finna eitt stærsta samfélag múslima á Bretlandseyjum. Samkvæmt Reuters-fréttastofunni eru aðgerðir lögreglunnar í morgun fyrstu skipulögðu aðgerðirnar frá því hryðjuverkaárásirnar voru framdar á neðanjarðarlestakerfi og strætisvagna Lundúnaborgar. Almenningur í Bretlandi hefur gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast seint við árásunum og fyrir seinagang við að bera kennsl á lík fórnarlamba árásanna. Töluverð ólga er í landinu þótt lífið í Lundúnum sé að komast í fyrra horf. Frá því á fimmtudag hefur verið reynt að kveikja í fjórum moskum í Bretlandi og hefur gætt vaxandi spennu í garð múslima. Lögreglan hefur fengið fjölmargar tilkynningar um tilvik þar sem múslimar hafa verið áreittir á götum úti og bílar þeirra, fyrirtæki og heimili skemmd. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur heitið múslimum í landinu aðstoð sinni til að koma í veg fyrir þessar árásir. Gordon Brown fjármálaráðherra ætlar að hvetja fjármálaráðherra annarra aðildarríkja Evrópusambandsins til að taka höndum saman við að gera sjóði hryðjuverkamanna upptæka, hvar sem þeir finnast í bönkum aðildarríkjanna. Hann hittir fjármálaráðherra hinna ríkjanna í Brussel í dag. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Sérsveit bresku lögreglunnar gerði húsleit á fimm heimilum í borginni Leeds á Englandi í morgun í tengslum við leitina að Al-Qaida hryðjuverkamönnunum sem bera ábyrgð á sprengjutilræðunum í Lundúnum í síðustu viku. Fimmtíu og tveir létu lífið í árásunum og um 700 særðust, þar af margir alvarlega. Breska lögreglan segir aðgerðirnar mikilvægar en í Leeds er að finna eitt stærsta samfélag múslima á Bretlandseyjum. Samkvæmt Reuters-fréttastofunni eru aðgerðir lögreglunnar í morgun fyrstu skipulögðu aðgerðirnar frá því hryðjuverkaárásirnar voru framdar á neðanjarðarlestakerfi og strætisvagna Lundúnaborgar. Almenningur í Bretlandi hefur gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast seint við árásunum og fyrir seinagang við að bera kennsl á lík fórnarlamba árásanna. Töluverð ólga er í landinu þótt lífið í Lundúnum sé að komast í fyrra horf. Frá því á fimmtudag hefur verið reynt að kveikja í fjórum moskum í Bretlandi og hefur gætt vaxandi spennu í garð múslima. Lögreglan hefur fengið fjölmargar tilkynningar um tilvik þar sem múslimar hafa verið áreittir á götum úti og bílar þeirra, fyrirtæki og heimili skemmd. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur heitið múslimum í landinu aðstoð sinni til að koma í veg fyrir þessar árásir. Gordon Brown fjármálaráðherra ætlar að hvetja fjármálaráðherra annarra aðildarríkja Evrópusambandsins til að taka höndum saman við að gera sjóði hryðjuverkamanna upptæka, hvar sem þeir finnast í bönkum aðildarríkjanna. Hann hittir fjármálaráðherra hinna ríkjanna í Brussel í dag.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira