Efnafræðingurinn handtekinn 15. júlí 2005 00:01 Lögreglan í Kaíró handtók í gær egypskan efnafræðinema sem grunaður er um að hafa átt aðild að hryðjuverkunum í Lundúnum í síðustu viku. Leiðtogar múslima í Bretlandi heimsóttu Leeds í gær og hétu því að taka öfgamenn í sínum röðum fastari tökum. Að beiðni bresku lögreglunnar handtók lögreglan í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, Magdi Mahmoud al-Nashar, 33 ára gamlan doktorsnema í efnafræði við háskólann í Leeds, fyrir nokkrum dögum. Hann er grunaður um að hafa aðstoðað við að búa til sprengjurnar sem notaðar voru við árásirnar í Lundúnum 7. júlí. Enn fremur er talið að al-Nashar hafi lánað hryðjuverkamönnunum íbúð sína til undirbúningsins en hann fór frá Bretlandi í júlíbyrjun. Egypskur embættismaður greindi frá því að al-Nashar hefði staðfastlega neitað öllum sakargiftum heldur sagst vera í fríi í föðurlandi sínu og áformaði að snúa aftur. Máli sínu til stuðnings benti hann á að allar hans eigur væru enn í Leeds. Breska lögreglan hefur gert húsleit á heimili al-Nashar en ekki er vitað hverju hún hefur skilað. Fyrr í vikunni fundust sprengjur í húsi í Leeds sem búnar höfðu verið til úr efnum sem hægt er að kaupa í venjulegum lyfjabúðum. Þá greindi BBC frá því í gær að meintur meðlimur í al-Kaída hefði komið til Bretlands tveimur vikum fyrir árásirnar og yfirgefið síðan landið nokkrum klukkustundum eftir þær. Hann var ekki undir eftirliti lögreglu en yfirmaður Lundúnalögreglunnar sagði að engar vísbendingar væru enn um að maðurinn tengdist árásunum. Í gær héldu helstu múslimaleiðtogar Bretlands til Leeds þar sem þeir hittu fjölskyldu eins sjálfsmorðssprengjumannsins. Iqbal Sacranie, forseti Breska múslimaráðsins lýsti því yfir við það tækifæri að aðgerða væri að vænta frá ráðinu. "Að vissu leyti berum við öll ábyrgð á ódæðunum því við höfum gert of lítið til að sporna við hatursáróðri í samfélagi okkar." Enn einn farþeganna í strætisvagninum sem sprakk við Tavistock Square dó í gær. Þar með eru 55 látnir eftir árásirnar. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira
Lögreglan í Kaíró handtók í gær egypskan efnafræðinema sem grunaður er um að hafa átt aðild að hryðjuverkunum í Lundúnum í síðustu viku. Leiðtogar múslima í Bretlandi heimsóttu Leeds í gær og hétu því að taka öfgamenn í sínum röðum fastari tökum. Að beiðni bresku lögreglunnar handtók lögreglan í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, Magdi Mahmoud al-Nashar, 33 ára gamlan doktorsnema í efnafræði við háskólann í Leeds, fyrir nokkrum dögum. Hann er grunaður um að hafa aðstoðað við að búa til sprengjurnar sem notaðar voru við árásirnar í Lundúnum 7. júlí. Enn fremur er talið að al-Nashar hafi lánað hryðjuverkamönnunum íbúð sína til undirbúningsins en hann fór frá Bretlandi í júlíbyrjun. Egypskur embættismaður greindi frá því að al-Nashar hefði staðfastlega neitað öllum sakargiftum heldur sagst vera í fríi í föðurlandi sínu og áformaði að snúa aftur. Máli sínu til stuðnings benti hann á að allar hans eigur væru enn í Leeds. Breska lögreglan hefur gert húsleit á heimili al-Nashar en ekki er vitað hverju hún hefur skilað. Fyrr í vikunni fundust sprengjur í húsi í Leeds sem búnar höfðu verið til úr efnum sem hægt er að kaupa í venjulegum lyfjabúðum. Þá greindi BBC frá því í gær að meintur meðlimur í al-Kaída hefði komið til Bretlands tveimur vikum fyrir árásirnar og yfirgefið síðan landið nokkrum klukkustundum eftir þær. Hann var ekki undir eftirliti lögreglu en yfirmaður Lundúnalögreglunnar sagði að engar vísbendingar væru enn um að maðurinn tengdist árásunum. Í gær héldu helstu múslimaleiðtogar Bretlands til Leeds þar sem þeir hittu fjölskyldu eins sjálfsmorðssprengjumannsins. Iqbal Sacranie, forseti Breska múslimaráðsins lýsti því yfir við það tækifæri að aðgerða væri að vænta frá ráðinu. "Að vissu leyti berum við öll ábyrgð á ódæðunum því við höfum gert of lítið til að sporna við hatursáróðri í samfélagi okkar." Enn einn farþeganna í strætisvagninum sem sprakk við Tavistock Square dó í gær. Þar með eru 55 látnir eftir árásirnar.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Sjá meira