Bandaríkjamenn fá flest verðlaun 13. október 2004 00:01 Bandaríkjamenn héldu áfram að sópa til sín Nóbelsverðlaunum í vísindagreinum í ár. Sjö af tíu verðlaunahöfum eru frá Bandaríkjunum og hinir verðlaunahafarnir unnu sín verðlaun í samstarfi við bandaríska vísindamenn. Þessir yfirburðir eiga sér langa sögu, frá því Nóbelsverðlaunin voru fyrst afhent fyrir 103 árum hafa meira en tveir af hverjum fimm verðlaunahöfum, rúmlega 40 prósent, verið Bandaríkjamenn. Karl Gústaf XVI er því orðinn vanur því að taka í höndina á bandarískum vísindamönnum í desember, þegar verðlaunin eru afhent í Stokkhólmi. Þetta árið eru aðeins tveir Evrópubúar meðal verðlaunahafa. Annar er Norðmaðurinn Edward Prescott sem vann nóbelsverðlaunin í hagfræði í samstarfi við Bandaríkjamanninn Edward Prescott. Hinn verðlaunahafinn er hin austurríska Elfriede Jelinek sem vann bókmenntaverðlaun Nóbels. "Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að Evrópa stendur Bandaríkjunum að baki," sagði Fabio Fabbi, talsmaður Evrópusambandsins í rannsóknum og tækniþróun. "Við reynum að taka á þessu með margvíslegum hætti. Það er ástæða til að vera svartsýnn og hafa áhyggjur. Heildarmyndin er þó ekki alslæm. Það er mikið um afrek í Evrópu," sagði hann. Ein helsta ástæðan fyrir forskoti Bandaríkjamanna er að þeir verja tvöfalt meira fé til rannsókna og tækniþróunar en öllu ríki Evrópusambandsins til samans. Ástæðurnar eru þó fleiri, ekki síst sú að Bandaríkjamenn leggja mun meiri áherslu á nýjar uppgötvanir meðan Evrópubúar hafa lagt áherslu á hagnýtar rannsóknir. Bertil Anderson, forstjóri Vísindastofnunar Evrópu sagði að í Evrópu væri mönnum ekki umbunað fyrir að taka áhættu. "Til að hljóta Nóbelsverðlaun verður þú að uppgötva eitthvað nýtt," sagði hann. Þó Evrópusambandið stefni að því að setja jafn mikið fé í rannsóknir og Bandaríkjamenn ekki síðar en 2010 segir hann að fleira þurfi til. "Í dag er Evrópa of brotakennd," segir Anderson sem vill auka samstarf Evrópuríkja í rannsóknum og tækniþróun. Erlent Fréttir Nóbelsverðlaun Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Bandaríkjamenn héldu áfram að sópa til sín Nóbelsverðlaunum í vísindagreinum í ár. Sjö af tíu verðlaunahöfum eru frá Bandaríkjunum og hinir verðlaunahafarnir unnu sín verðlaun í samstarfi við bandaríska vísindamenn. Þessir yfirburðir eiga sér langa sögu, frá því Nóbelsverðlaunin voru fyrst afhent fyrir 103 árum hafa meira en tveir af hverjum fimm verðlaunahöfum, rúmlega 40 prósent, verið Bandaríkjamenn. Karl Gústaf XVI er því orðinn vanur því að taka í höndina á bandarískum vísindamönnum í desember, þegar verðlaunin eru afhent í Stokkhólmi. Þetta árið eru aðeins tveir Evrópubúar meðal verðlaunahafa. Annar er Norðmaðurinn Edward Prescott sem vann nóbelsverðlaunin í hagfræði í samstarfi við Bandaríkjamanninn Edward Prescott. Hinn verðlaunahafinn er hin austurríska Elfriede Jelinek sem vann bókmenntaverðlaun Nóbels. "Við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að Evrópa stendur Bandaríkjunum að baki," sagði Fabio Fabbi, talsmaður Evrópusambandsins í rannsóknum og tækniþróun. "Við reynum að taka á þessu með margvíslegum hætti. Það er ástæða til að vera svartsýnn og hafa áhyggjur. Heildarmyndin er þó ekki alslæm. Það er mikið um afrek í Evrópu," sagði hann. Ein helsta ástæðan fyrir forskoti Bandaríkjamanna er að þeir verja tvöfalt meira fé til rannsókna og tækniþróunar en öllu ríki Evrópusambandsins til samans. Ástæðurnar eru þó fleiri, ekki síst sú að Bandaríkjamenn leggja mun meiri áherslu á nýjar uppgötvanir meðan Evrópubúar hafa lagt áherslu á hagnýtar rannsóknir. Bertil Anderson, forstjóri Vísindastofnunar Evrópu sagði að í Evrópu væri mönnum ekki umbunað fyrir að taka áhættu. "Til að hljóta Nóbelsverðlaun verður þú að uppgötva eitthvað nýtt," sagði hann. Þó Evrópusambandið stefni að því að setja jafn mikið fé í rannsóknir og Bandaríkjamenn ekki síðar en 2010 segir hann að fleira þurfi til. "Í dag er Evrópa of brotakennd," segir Anderson sem vill auka samstarf Evrópuríkja í rannsóknum og tækniþróun.
Erlent Fréttir Nóbelsverðlaun Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira