Óvíst hvort gereyðingavopn finnist 5. október 2004 00:01 Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna efast um að nokkur tengsl hafi verið á milli al-Kaída hryðjuverkasamtakanna og Saddams Hússeins og segir ekki víst að gereyðingarvopn muni finnast í Írak. Þá segir fyrrverandi landsstjóri Bandaríkjanna í Írak að allt of fáir hermenn hafi farið til landsins. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi á opnum fundi í New York í gær að þær upplýsingar sem lágu að baki innrásinni í Írak hafi verið rangar. Írakar hafi líklega ekki búið yfir gereyðingarvopnum þegar innrásin í landið átti sér stað og líklega hafi aldrei nein tengsl verið á milli al-Kaída og Íraka. Rumsfeld sagðist ekki vera í stöðu til þess að svara fyrir það af hverju upplýsingarnar hafi reynst rangar en ljóst væri að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru síðan Dick Chaney, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir að ekki léki nokkur vafi á tengslum al-Kaída og Íraka, enda sýndi ógrynni af sönnunargögnum að slík tengsl hefðu átt sér stað í yfir áratug. Sjálfur sagði Rumsfeld í september 2002 að skotheld sönnunargögn lægju því til staðfestingar að al-Kaída liðar héldu til í Írak. Nú kveður hins vegar í fyrsta sinn við annan tón hjá varnarmálaráðherranum sem segir að meira að segja hryðjuverkamaðurinn Abu Musab Al-Zarqawi hafi engin tengsl við al-Qaeda, en stutt er síðan Bush forseti hélt því fram. Og það var ekki einungis Rumsfeld sem benti á ákveðna hnökra á innrásinni í Írak í gær því Paul Bremer, fyrrverandi landsstjóri í landinu, segir að herlið Bandaríkjanna í Írak hafi verið stórlega undirmannað allt frá upphafi innrásarinnar. Stærstu mistök Bandaríkjamanna hafi verið þau að fara ekki með stærra herlið til Íraks og að nota það til þess að berja niður óöldina í landinu, strax eftir að Saddam Hússein var tekinn höndum. Báðir þvertaka þeir Bremer og Rumsfeld þó fyrir það að innrásin sjálf hafi verið misráðin og segja heiminn betri stað eftir handtöku Saddams. Allt sé á batavegi í Írak nú og takast muni að koma á lýðræði í landinu á tilætluðum tíma. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna efast um að nokkur tengsl hafi verið á milli al-Kaída hryðjuverkasamtakanna og Saddams Hússeins og segir ekki víst að gereyðingarvopn muni finnast í Írak. Þá segir fyrrverandi landsstjóri Bandaríkjanna í Írak að allt of fáir hermenn hafi farið til landsins. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi á opnum fundi í New York í gær að þær upplýsingar sem lágu að baki innrásinni í Írak hafi verið rangar. Írakar hafi líklega ekki búið yfir gereyðingarvopnum þegar innrásin í landið átti sér stað og líklega hafi aldrei nein tengsl verið á milli al-Kaída og Íraka. Rumsfeld sagðist ekki vera í stöðu til þess að svara fyrir það af hverju upplýsingarnar hafi reynst rangar en ljóst væri að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru síðan Dick Chaney, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir að ekki léki nokkur vafi á tengslum al-Kaída og Íraka, enda sýndi ógrynni af sönnunargögnum að slík tengsl hefðu átt sér stað í yfir áratug. Sjálfur sagði Rumsfeld í september 2002 að skotheld sönnunargögn lægju því til staðfestingar að al-Kaída liðar héldu til í Írak. Nú kveður hins vegar í fyrsta sinn við annan tón hjá varnarmálaráðherranum sem segir að meira að segja hryðjuverkamaðurinn Abu Musab Al-Zarqawi hafi engin tengsl við al-Qaeda, en stutt er síðan Bush forseti hélt því fram. Og það var ekki einungis Rumsfeld sem benti á ákveðna hnökra á innrásinni í Írak í gær því Paul Bremer, fyrrverandi landsstjóri í landinu, segir að herlið Bandaríkjanna í Írak hafi verið stórlega undirmannað allt frá upphafi innrásarinnar. Stærstu mistök Bandaríkjamanna hafi verið þau að fara ekki með stærra herlið til Íraks og að nota það til þess að berja niður óöldina í landinu, strax eftir að Saddam Hússein var tekinn höndum. Báðir þvertaka þeir Bremer og Rumsfeld þó fyrir það að innrásin sjálf hafi verið misráðin og segja heiminn betri stað eftir handtöku Saddams. Allt sé á batavegi í Írak nú og takast muni að koma á lýðræði í landinu á tilætluðum tíma.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira