Óvíst hvort gereyðingavopn finnist 5. október 2004 00:01 Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna efast um að nokkur tengsl hafi verið á milli al-Kaída hryðjuverkasamtakanna og Saddams Hússeins og segir ekki víst að gereyðingarvopn muni finnast í Írak. Þá segir fyrrverandi landsstjóri Bandaríkjanna í Írak að allt of fáir hermenn hafi farið til landsins. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi á opnum fundi í New York í gær að þær upplýsingar sem lágu að baki innrásinni í Írak hafi verið rangar. Írakar hafi líklega ekki búið yfir gereyðingarvopnum þegar innrásin í landið átti sér stað og líklega hafi aldrei nein tengsl verið á milli al-Kaída og Íraka. Rumsfeld sagðist ekki vera í stöðu til þess að svara fyrir það af hverju upplýsingarnar hafi reynst rangar en ljóst væri að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru síðan Dick Chaney, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir að ekki léki nokkur vafi á tengslum al-Kaída og Íraka, enda sýndi ógrynni af sönnunargögnum að slík tengsl hefðu átt sér stað í yfir áratug. Sjálfur sagði Rumsfeld í september 2002 að skotheld sönnunargögn lægju því til staðfestingar að al-Kaída liðar héldu til í Írak. Nú kveður hins vegar í fyrsta sinn við annan tón hjá varnarmálaráðherranum sem segir að meira að segja hryðjuverkamaðurinn Abu Musab Al-Zarqawi hafi engin tengsl við al-Qaeda, en stutt er síðan Bush forseti hélt því fram. Og það var ekki einungis Rumsfeld sem benti á ákveðna hnökra á innrásinni í Írak í gær því Paul Bremer, fyrrverandi landsstjóri í landinu, segir að herlið Bandaríkjanna í Írak hafi verið stórlega undirmannað allt frá upphafi innrásarinnar. Stærstu mistök Bandaríkjamanna hafi verið þau að fara ekki með stærra herlið til Íraks og að nota það til þess að berja niður óöldina í landinu, strax eftir að Saddam Hússein var tekinn höndum. Báðir þvertaka þeir Bremer og Rumsfeld þó fyrir það að innrásin sjálf hafi verið misráðin og segja heiminn betri stað eftir handtöku Saddams. Allt sé á batavegi í Írak nú og takast muni að koma á lýðræði í landinu á tilætluðum tíma. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Sjá meira
Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna efast um að nokkur tengsl hafi verið á milli al-Kaída hryðjuverkasamtakanna og Saddams Hússeins og segir ekki víst að gereyðingarvopn muni finnast í Írak. Þá segir fyrrverandi landsstjóri Bandaríkjanna í Írak að allt of fáir hermenn hafi farið til landsins. Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, viðurkenndi á opnum fundi í New York í gær að þær upplýsingar sem lágu að baki innrásinni í Írak hafi verið rangar. Írakar hafi líklega ekki búið yfir gereyðingarvopnum þegar innrásin í landið átti sér stað og líklega hafi aldrei nein tengsl verið á milli al-Kaída og Íraka. Rumsfeld sagðist ekki vera í stöðu til þess að svara fyrir það af hverju upplýsingarnar hafi reynst rangar en ljóst væri að eitthvað hefði farið úrskeiðis. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru síðan Dick Chaney, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir að ekki léki nokkur vafi á tengslum al-Kaída og Íraka, enda sýndi ógrynni af sönnunargögnum að slík tengsl hefðu átt sér stað í yfir áratug. Sjálfur sagði Rumsfeld í september 2002 að skotheld sönnunargögn lægju því til staðfestingar að al-Kaída liðar héldu til í Írak. Nú kveður hins vegar í fyrsta sinn við annan tón hjá varnarmálaráðherranum sem segir að meira að segja hryðjuverkamaðurinn Abu Musab Al-Zarqawi hafi engin tengsl við al-Qaeda, en stutt er síðan Bush forseti hélt því fram. Og það var ekki einungis Rumsfeld sem benti á ákveðna hnökra á innrásinni í Írak í gær því Paul Bremer, fyrrverandi landsstjóri í landinu, segir að herlið Bandaríkjanna í Írak hafi verið stórlega undirmannað allt frá upphafi innrásarinnar. Stærstu mistök Bandaríkjamanna hafi verið þau að fara ekki með stærra herlið til Íraks og að nota það til þess að berja niður óöldina í landinu, strax eftir að Saddam Hússein var tekinn höndum. Báðir þvertaka þeir Bremer og Rumsfeld þó fyrir það að innrásin sjálf hafi verið misráðin og segja heiminn betri stað eftir handtöku Saddams. Allt sé á batavegi í Írak nú og takast muni að koma á lýðræði í landinu á tilætluðum tíma.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Sjá meira