Árásir við upphaf þings 15. ágúst 2004 00:01 Árásir og mannfall mörkuðu upphaf funda írakskra fulltrúa sem velja eiga nýtt þing. Þrátt fyrir friðarumleitanir halda bardagar áfram í Najaf og í Fallujah voru enn á ný gerðar loftárásir. Þrettán hundruð fulltrúar víðsvegar að í Írak komu í morgun saman til að ráða ráðum sínum og skipa þing. Tilgangur þessa var ekki síst að gefa fulltrúum ólíkra hópa tækifæri á að viðra skoðanir sínar og hafa áhrif á lýðræðislegan gang mála í landinu. Greinilegt var að allir vildu láta í sér heyra. Gríðarleg öryggisgæsla var á fundarstaðnum og um svipað leyti og fundurinn hófst var gerð sprengjuárás skammt frá. Adnan Saleh, lögreglustjóri í Bagdad, segir eldflaug hafa lent á smárútu og kveikt í henni. Lögregluforingi, eiginkona hans og bróðir, sem í bílnum voru, létust öll. Sautján særðust í árásinni. Bardagar hófust enn á ný í helgu borginni Najaf í morgun eftir að friðarumleitanir runnu út í sandinn. Mehdi-sveitir harðlínuklerksins Muqtada al-Sadrs heita því að berjast til síðasta manns og þúsundir stuðningsmanna Sadrs streyma til borgarinnar til að fórna sér þar sem mannlegir skildir. Lögreglustjórinn í borginni hefur vísað fréttamönnum úr borginni af ótta við að þeir verði skotmörk hryðjuverkamanna. Fréttamaður AP í borginni segir lögreglumenn hafa skotið á hótel sem fréttamenn dvöldu í til að undirstrika skilaboðin. Í Fallujah gerðu bandarískar orustuflugvélar árásir á nokkurn fjölda skotmarka en undanfarna daga hafa borist fregnir af aukinni mótspyrnu þar. Íbúar segja fjölda fólks, þar á meðal börn, hafa særst í árásunum í dag. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Árásir og mannfall mörkuðu upphaf funda írakskra fulltrúa sem velja eiga nýtt þing. Þrátt fyrir friðarumleitanir halda bardagar áfram í Najaf og í Fallujah voru enn á ný gerðar loftárásir. Þrettán hundruð fulltrúar víðsvegar að í Írak komu í morgun saman til að ráða ráðum sínum og skipa þing. Tilgangur þessa var ekki síst að gefa fulltrúum ólíkra hópa tækifæri á að viðra skoðanir sínar og hafa áhrif á lýðræðislegan gang mála í landinu. Greinilegt var að allir vildu láta í sér heyra. Gríðarleg öryggisgæsla var á fundarstaðnum og um svipað leyti og fundurinn hófst var gerð sprengjuárás skammt frá. Adnan Saleh, lögreglustjóri í Bagdad, segir eldflaug hafa lent á smárútu og kveikt í henni. Lögregluforingi, eiginkona hans og bróðir, sem í bílnum voru, létust öll. Sautján særðust í árásinni. Bardagar hófust enn á ný í helgu borginni Najaf í morgun eftir að friðarumleitanir runnu út í sandinn. Mehdi-sveitir harðlínuklerksins Muqtada al-Sadrs heita því að berjast til síðasta manns og þúsundir stuðningsmanna Sadrs streyma til borgarinnar til að fórna sér þar sem mannlegir skildir. Lögreglustjórinn í borginni hefur vísað fréttamönnum úr borginni af ótta við að þeir verði skotmörk hryðjuverkamanna. Fréttamaður AP í borginni segir lögreglumenn hafa skotið á hótel sem fréttamenn dvöldu í til að undirstrika skilaboðin. Í Fallujah gerðu bandarískar orustuflugvélar árásir á nokkurn fjölda skotmarka en undanfarna daga hafa borist fregnir af aukinni mótspyrnu þar. Íbúar segja fjölda fólks, þar á meðal börn, hafa særst í árásunum í dag.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira