Kuldinn bítur í kinnar landsmanna Útlit er fyrir norðanátt á bilinu átta til fimmtán metra á sekúndu í dag en þrettán til tuttugu metrar á sekúndu á austanverðu landinu. Él á Norður- og Austurlandi en léttskýjað sunnan heiða. Veður 28.11.2025 08:22
Slær í storm suðaustantil en höfuðborgarsvæðið í skjóli Það stefnir í meiri vind en verið hefur á landinu undanfarið og er að ganga í norðaustan strekking eða allhvassan vind nokkuð víða. Veður 27.11.2025 07:13
Allvíða él eða skúrir og flughált víða um land Veðurstofan gerir ráð fyrir fremur hægri breytilegri átt í dag og allvíða éljum eða skúrum. Flughált er víða um landið. Veður 26.11.2025 07:10
Víða vindasamt á landinu Hæðahryggur liggur yfir landinu og veldur almennt hægum vindum og bjartviðri með köflum í dag og á morgun. Veður 17.11.2025 07:07
Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Hæðir suður af landinu og yfir Grænlandi beina hægum vestlægum áttum yfir landið næstu daga. Í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar kemur fram að það verði töluvert bjartviðri en sums staðar verður þokuloft við suður- og vesturströndina. Veður 16.11.2025 07:36
Skýjað og dálítil él Hæðir suður af landinu og yfir Grænlandi, ásamt lægð norðaustur af Jan Mayen, beina vestlægum áttum yfir okkur í dag með norðvestan strekkingi bæði syðst og austantil fram eftir degi. Veður 15.11.2025 07:15
Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Veðurstofan spáir suðvestlægri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en aðeins meiri vindur norðantil eftir hádegi. Veður 14.11.2025 07:26
Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Veðurstofan gerir ráð fyrir vestanátt og skýjuðu veðri í dag. Það verður dálítil rigning eða slydda, einkum síðdegis, en lengst af þurrt sunnanlands. Veður 13.11.2025 07:18
Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Það verður ansi hvasst austast á landinu í dag og einkum á sunnanverðu Austfjörðum þar sem varasamar hviður og sterkur meðalvindur getur valdið vegfarendum vandræðum. Gul viðvörun er í gildi fyrir Austfirði í dag og fram á kvöld. Veður 12.11.2025 07:00
Gul viðvörun á Austfjörðum Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna norðvestan hvassviðris eða storms á Austfjörðum á morgun. Veður 11.11.2025 12:23
Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Yfir Grænlandsjökli er öflug og víðáttumikil hæð, en vestur af Írlandi er víðáttumikið lægðasvæði. Staða veðrakerfanna veldur því norðaustanátt á landinu. Veður 11.11.2025 07:09
Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma Veðurstofan spáir norðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu um landið norðvestanvert og við suðausturströndina í dag, annars hægari vindur. Veður 10.11.2025 07:07
„Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Landsmenn hafa víðast hvar notið hlýinda í veðri undanfarna daga; reyndar svo mjög að mörgum þykir það óvenjulegt í nóvembermánuði. Veðurfræðingur segir vetrarkulda á næsta leiti en að þó sé útlit fyrir fallegt hæglætisveður næstu vikurnar. Veður 9.11.2025 20:25
Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Víðáttumikil lægð suðvestur í hafi og hæð yfir Grænlandi stýra veðrinu í dag með ákveðinni austan- og norðaustanátt og hvössum vindstrengjum með suðausturströndinni. Dálítil rigning eða slydda, en þó yfirleitt þurrt á Norðvestur- og Vesturlandi. Veður 9.11.2025 09:34
Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Búast má við rigningu og slyddu á austanverðu landinu í dag en lítilli úrkomu vestan. Þá er gert ráð fyrir norðaustan og austanvindátt upp á 5 til 13 metra á sekúndu, sem gæti náð allt að 20 metrum á sekúndu norðvestantil og við suðausturströndina. Veður 8.11.2025 08:33
Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Eins og undanfarna daga beinir hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði suður í hafi austan- og norðaustanátt til landsins þar sem víða verður fimm til þrettán metrar á sekúndu, en tíu til átján syðst á landinu. Veður 7.11.2025 07:12
Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði fyrir sunnan land mun beina austan- og norðaustanátt til landsins og verður víða gola eða kaldi í dag, en öllu hvassara suðaustantil eftir hádegi. Veður 6.11.2025 07:07
Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, en tíu til fimmtán syðst eftir hádegi. Veður 5.11.2025 07:01
Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu, en aðeins hvassari á Vestfjörðum í fyrstu. Veður 4.11.2025 07:11
Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Víðáttumikil lægð suður af landinu beinir norðaustlægri átt að landinu í dag. Víða verður kaldi eða strekkingur, en hægari norðaustantil. Veður 3.11.2025 07:09
Hvassast á Vestfjörðum Allhvass norðaustan vindstrengur liggur yfir Vestfjörðum í dag og má þar einnig búast við slyddu. Annars staðar er útlit fyrir mun hægari vind. Veður 2.11.2025 08:52
Léttir til suðvestanlands Í dag er spáð norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu, en þrettán til 20 metrum norðvestantil á landinu. Rigning með köflum, en léttir til suðvestanlands. Veður 1.11.2025 08:29
Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Þótt snjó sé tekið að leysa á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð víða gengið hægt vegna klakabunka á vegum og stígum sem gera fólki erfitt að komast leiðar sinnar. Hálku hefur gætt víða samhliða hlýindunum. Veður 31.10.2025 23:19
Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Víðáttumikil lægð er nú undan suðurströnd landsins sem veldur hvassri norðaustanátt víða um land, en stormi á Suðausturlandi og á Vestfjörðum og Norðvesturlandi síðdegis og fram á kvöld. Veður 31.10.2025 07:11