Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Stjörnumönnum mistókst að tryggja sér Evrópusæti í Úlfarsárdalnum í kvöld en eftir 1-1 jafntefli við Fram er ljóst að það verður úrslitaleikur um Evrópusæti milli Stjörnunnar og Breiðabliks í lokaumferðinni. Íslenski boltinn 20.10.2025 18:30
Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sigurður Egill Lárusson taldi sig þurfa að svara yfirlýsingu Vals frá því í dag en það gerði hann á stuðningsmannasíðu Valsmanna í kvöld. Íslenski boltinn 20.10.2025 19:37
Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Þórður Þorsteinsson Þórðarson var valinn dómari ársins í Bestu deild kvenna af leikmönnum hennar. Íslenski boltinn 20.10.2025 16:01
Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Valur og FH mættust í næstsíðustu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mættu pressulaus til leiks og útkoman varð bráðskemmtilegur átta marka leikur þar sem lokatölur urðu 4-4. Sigurður Bjartur Hallsson skoraði þrennu fyrir FH. Íslenski boltinn 19.10.2025 18:31
Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér KR tók á móti ÍBV í þýðingarmiklum leik á Meistaravöllum í dag þegar næst síðasta umferð Bestu deild karla fór fram. Það mátti finna fyrir svolitlu stressi í stúkunni í dag enda mikið í húfi. KR stóðst pressuna og höfðu á endanum gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur. Íslenski boltinn 19.10.2025 13:15
Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Afturelding gerði 1-1 jafntefli við Vestra í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í dag. Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði jöfnunarmarkið á lokasekúndum leiksins. Íslenski boltinn 19.10.2025 13:15
Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir KA rúllaði yfir ÍA 5-1 í næstsíðustu umferð í neðri hluta Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Þrátt fyrir tapið hafa Skagamenn tryggt sæti sitt í deildinni þar sem jafntefli var niðurstaðan í viðureign Aftureldingar og Vestra en Vestri jafnaði leikinn í blálokin sem þýðir að Skagamenn geta farið áhyggjulausir inn í lokaumferðina. Íslenski boltinn 19.10.2025 13:15
Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Nik Chamberlain, fráfarandi þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, skilur ekki af hverju Birta Georgsdóttir er ekki í íslenska landsliðinu. Íslenski boltinn 19.10.2025 10:31
„Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var ánægður með að sjá hversu mikið leikmenn hans lögðu í það verkefni að landa sigrinum gegn Breiðabliki í Bestu-deild karla í fótbolta þrátt fyrir að Íslandsmeistaratitillinn sé nú þegar í höfn. Íslenski boltinn 18.10.2025 21:57
„Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, hafði ekkert út á leikmenn sína og frammistöðu liðs síns að setja þegar liðið laut i lægra haldi fyrir Víkingi í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Halldóri fannst frammistaðan hjá Breiðabliki verðskulda stig. Íslenski boltinn 18.10.2025 21:51
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Víkingur bar sigur úr býtum, 2-1, þegar liðin áttust við í 26. og næstsíðustu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. Það var Tarik Ibrahimagic sem tryggði Víkingi sigurinn og stigin þrjú með stórglæsilegu marki. Íslenski boltinn 18.10.2025 18:31
„Það er virkilega gaman að troða sokkum“ Breiðablik fagnaði Íslandsmeistaratitlinum eftir 3-2 sigur á FH í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir varð markadrottning Bestu deildarinnar, en hún skoraði 23 mörk í deildinni. Íslenski boltinn 18.10.2025 17:53
„Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Breiðablik sigraði FH 3-2, í dramatískum leik í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Þetta var síðasti leikur Nic Chamberlain, þjálfara Breiðabliks, í Bestu deildinni, en hann tekur við Kristianstad eftir tímabilið. Íslenski boltinn 18.10.2025 17:24
„Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Matthías Guðmundsson segir að hann og leikmenn sínir hja kvennaliði Vals í fótbolta verði að læra af keppnistímabilinu sem lauk með 1-0 tapi liðsins gegn Þrótti í lokaumferð deildarinnar í dag. Íslenski boltinn 18.10.2025 17:08
„Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Ólafur Helgi Kristjánsson kveðst sáttur við tíma sinn sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta en liðið vann 1-0 sigur gegn Val í kveðjuleik hans í þeim hluta Laugardalsins. Íslenski boltinn 18.10.2025 16:48
Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Íslandsmeistarar Breiðabliks eiga bæði marka- og stoðsendingahæstu leikmenn Bestu deildar kvenna. Íslenski boltinn 18.10.2025 16:44
Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni FH-ingurinn Thelma Karen Pálmadóttir var valin efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna af leikmönnum deildarinnar. Íslenski boltinn 18.10.2025 16:23
Birta valin best Blikinn Birta Georgsdóttir var valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna á nýafstöðnu tímabili af leikmönnum deildarinnar. Íslenski boltinn 18.10.2025 16:21
Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu dramatískan sigur á FH, 3-2, í lokaumferð Bestu deildar kvenna í dag. Heiða Ragney Viðarsdóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.Nánari umfjöllun á Vísi innan stundar. Íslenski boltinn 18.10.2025 13:18
Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Þróttur lagði Val að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í 23. og síðustu umferð Bestu-deildar kvenna á Avis-vellinum í Laugardalnum í dag. Þetta var síðasti leikur Þróttar með Ólaf Helga Kristjánsson við stjórnvölinn en hann kvaddi liðið með sigri og stigameti. Íslenski boltinn 18.10.2025 13:18
Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Í dag fer Íslandsmeistaraskjöldurinn kvenna á loft en hann er ekki einu verðlaunin sem verða afhent í tengslum við Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 18.10.2025 08:32
Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Sigurður Egill Lárusson er á sínu síðasta tímabili með Val en hann tilkynnti það á stuðningsmannasíðu Vals í kvöld að hann verði ekki áfram hjá Hlíðarendafélaginu. Íslenski boltinn 17.10.2025 19:49
Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Forráðamenn Breiðabliks flýta sér hægt í þjálfaraleit vegna brotthvarfs Englendingsins Nik Chamberlain. Íslenski boltinn 17.10.2025 12:46
Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Svo virðist sem allt sem Færeyingurinn Gunnar Vatnhamar snerti þessa dagana verði að gulli. Hann er Íslandsmeistari með Víkingi og nær sögulegum árangri sem fyrirliði landsliðsins. Íslenski boltinn 17.10.2025 11:00