Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Nýliðar FHL og Fram mættust í 13.umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í kvöld en FHL hafði ekki unnið einn einasta af fyrstu tólf leikjum sínum í sumar. Á því varð loks breyting í kvöld. Íslenski boltinn 12.8.2025 17:17
Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Breiðablik styrkti stöðu sína á toppnum með 4-2 sigri á Víkingi á Víkingsvelli í kvöld Íslenski boltinn 12.8.2025 17:17
Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Það var boðið upp á rjúkandi heita og matarmikla markasúpu í Kaplakrika í kvöld þegar FH tók á móti Þór/KA í Bestu deild kvenna en alls voru átta mörk skoruð í kvöld. Íslenski boltinn 12.8.2025 17:17
Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Íslenski boltinn 12.8.2025 17:00
Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Íslenski boltinn 12.8.2025 10:01
„Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Þetta gerist ekki betra,“ sagði Gabríel Hrannar Eyjólfsson, bakvörður KR, eftir sigur á heimavelli gegn Aftureldingu í Bestu deild karla. KR er þar með komið upp úr fallsæti. Íslenski boltinn 11.8.2025 22:01
„Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sigurður Bjartur Hallsson framherji FH var maður leiksins á Kaplakrikavelli, skoraði tvö mörk og tryggði sínum mönnum stigin þrjú gegn ÍA í Bestu deild karla. Hann var glaður en þreyttur eftir átökin í kvöld. Íslenski boltinn 11.8.2025 21:51
Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Liðsfélagarnir fyrrverandi Heimir Guðjónsson og Dean Martin fengu báðir rautt spjald eftir að þeim lenti saman í leik FH og ÍA í Bestu deild karla í fótbolta. Atvikið má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn 11.8.2025 20:24
Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Það var hreint stórkostlegur fótboltaleikur sem gömlu stórveldin ÍA og FH buðu upp á á Kaplakrikavelli í kvöld. Heimamenn höfðu á endanum 3-2 sigur í ótrúlegum leik þar sem áhorfendur fengu heldur betur eitthvað fyrir peninginn. Fimm mörk, tvær vítaspyrnur, tvö rauð spjöld og hellingur af dramatík í alvöru fallbaráttuslag þessara sigursælu liða. Íslenski boltinn 11.8.2025 18:30
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum KR er komið upp úr fallsæti í Bestu deild karla. Varð það ljóst eftir endurkomusigur á Meistaravöllum gegn Aftureldingu. Lokatölur 2-1 eftir að gestirnir höfðu leitt leikinn í hálfleik. Íslenski boltinn 11.8.2025 18:30
Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Valur náði fimm stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla í gær. Fjórir leikir fóru þá fram. Íslenski boltinn 11.8.2025 09:02
„Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hrósaði andanum í Stjörnuliðinu og hversu vel liðið brást við mótlæti og þeim aðstæðum sem upp komu í sigri liðsins gegn Víkingi í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. Íslenski boltinn 10.8.2025 22:53
„Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sölvi Geir Ottesen var að mörgu leyti sáttur við spilamennsku Víkings þrátt fyrir tap liðsins gegn Stjörnunni í Bestu-deild karla í fótbolta í Víkinni í kvöld. Sölvi Geir hefur þó áhyggjur af rýrri uppskeru í deildinni upp á síðkastið og fannst vanta upp á einbeitingu í báðum vítateigum í leiknum í kvöld. Íslenski boltinn 10.8.2025 22:28
Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Halldór Árnason þjálfari Blika var gríðarlega svekktur með niðurstöðuna í lok leiks á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn skoruðu sigurmark leiksins í uppbótartíma í leik sem endaði 2-1 fyrir heimamenn. Íslenski boltinn 10.8.2025 22:05
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Stjarnan bar sigurorð af Víkingi 2-4 í leik liðanna í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Heimavelli Hamingjunnar í Víkinni í kvöld. Íslenski boltinn 10.8.2025 18:32
Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast „Það var klárlega léttir að sjá boltann inni, ég var farin að hugsa að þetta myndi enda 0-0. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur þar sem bæði lið hefðu geta skorað tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-0 sigur á móti ÍBV í Bestu deild karla í dag þar sem sigurmarkið kom þegar skammt var eftir af leiknum. Íslenski boltinn 10.8.2025 20:07
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Valur opnaði fimm stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu með því að vinna Breiðablik í 18. umferð deildarinnar í kvöld. Blikar komust yfir í upphafi leiks en tvö mörk eftir hornspyrnur í seinni hálfleik komu Val yfir línuna. Orri Sigurður Ómarsson tryggði sigurinn með skall í uppbótartíma. Íslenski boltinn 10.8.2025 18:32
Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Vestri vann dramatískan sigur á Fram í 18. umferð Bestu deildar karla fyrr í dag. Gunnar Jónas Hauksson tryggði Vestra 3-2 með marki á 92. mínútu og var þjálfari Vestra, Davíð Smáir Lamude, ánægður með ýmislegt eftir leik. Íslenski boltinn 10.8.2025 17:06
Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Gunnar Jónas Hauksson tryggði Vestra 3-2 endurkomusigur á Fram í markaleik á Ísafirði í dag í fyrsta leik átjándu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Framarar komust tvisvar yfir í leiknum en Vestramenn voru fljótir að jafna í bæði skiptin og skoruðu síðan sigurmarkið í uppbótatíma. Íslenski boltinn 10.8.2025 13:15
Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Bestu mörkin tóku fyrir umdeilda dóma í leik Þróttar og Víkings í síðustu umferð Bestu deildar kvenna. Norski dómarinn Marit Skurdal hafði í nægu að snúast í leiknum og hártog þýddi bara eitt í hennar augum. Íslenski boltinn 10.8.2025 11:32
Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Daninn Patrick Pedersen náði þeim áfanga á dögunum að verða markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi. Íslenski boltinn 10.8.2025 09:00
McLagan framlengir við Framara Stuðningsmenn Fram fengu gleðitíðindi í kvöld er Fram greindi frá því að miðvörðurinn Kyle McLagan hefði framlengt samningi sínum við félagið. Íslenski boltinn 9.8.2025 20:07
Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Björgvin Karl Gunnarsson var ánægður með leik FHL þrátt fyrir 0-2 tap fyrir FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í Fjarðabyggðarhöllinni í dag. FH skoraði fyrra mark sitt á 76. mínútu. FHL var án þriggja erlendra leikmanna og lagði þess vegna upp með að spila þétta vörn sem gekk nokkuð vel. Íslenski boltinn 9.8.2025 17:07
Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL FH náði öðru sæti Bestu deildar kvenna af Þrótti í dag með 0-2 sigri á FHL í Fjarðabyggðarhöllinni. FH var klárlega betra liðið en mörkin létu bíða eftir sér. Íslenski boltinn 9.8.2025 13:15
Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Þróttur minnkaði forskot Breiðabliks á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta í gærkvöldi eftir 2-1 sigur á Víkingum í Laugardalnum. Nú má sjá mörkin og rauða spjaldið hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 9.8.2025 10:20
Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þróttur vann 2-1 sigur gegn Víkingi í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Bæði mörk Þróttar komu í fyrri hálfleik. Heimakonur spiluðu síðustu átján mínútur einni færri og náðu að loka leiknum. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 8.8.2025 17:15