Enski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“

Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hádramatík í sex marka leik

Leeds United og Liverpool skildu jöfn, 3-3, í stórskemmtilegum leik á Elland Road í ensku úrvalsdeildinni. Gestirnir glutruðu niður tveggja marka forystu og fengu á sig jöfnunarmark í blálokin.

Enski boltinn
Fréttamynd

Salah enn á bekknum

Mohamed Salah situr áfram á varamannabekk Liverpool, þriðja leikinn í röð, er liðið sækir Leeds United heim í ensku úrvalsdeildinni klukkan 17:30. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hádramatík í lokin á Villa Park

Aston Villa kom sér upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og varð aðeins annað liðið til að vinna Arsenal á þessari leiktíð, með hádramatískum 2-1 sigri á Villa Park í dag, í fyrsat leik 15. umferðar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hislop með krabba­mein

Shaka Hislop, fyrrverandi markvörður Newcastle United og sérfræðingur hjá ESPN, sagði frá því á fimmtudag að hann væri með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Okkur sjálfum að kenna“

Diogo Dalot hélt að hann væri búinn að tryggja Manchester United sigurinn þegar hann var tekinn af velli en þurfti síðan að horfa upp á West Ham jafna metin á lokamínútum leiksins. United missti af tækifærinu að komast upp í fimmta sæti deildarinnar.

Enski boltinn