Heimir Guðjónsson var látinn taka poka sinn í gær og því lá það í loftinu að Ólafur Páll Snorrason myndi einnig láta af störfum og nú er það staðfest.
Ólafur Páll var að klára sitt fyrsta ár sem aðstoðarþjálfari hjá FH en áður var hann aðstoðarþjálfari hjá Fjölni en hann nú einn af mörgum sem hefur verið orðaður við þjálfarastöðuna hjá Fjölni en Ágúst Gylfason lét af störfum í vikunni til þess að taka við Breiðablik.