Stjarnan er komin á topp Pepsi-deildar kvenna ásamt Þór/KA og Grindavík vann nýliðaslaginn gegn Haukum.
Ana Victoria Cate og Katrín Ásbjörnsdóttir skoruðu mörk Stjörnunnar í 2-0 sigri á KR í kvöld. Það tók liðið tíma að brjóta niður KR-inga en mörkin komu á 65. og 87. mínútu.
Það var líf og fjör í nýliðaslagnum á Grindavíkurvelli sem Grindavík vann 2-1. Grindavík er því komið á blað en Haukar eru enn án stiga.
Lauren Brennan kom Grindavík yfir strax á fyrstu mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.
Thaisa Moreno kom Grindavík í 2-0 á 71. mínútu en Margrét Björg Ástvaldsdóttir minnkaði muninn stundarfjórðungi fyrir leikslok og þar við sat.
Stjarnan upp að hlið Þórs/KA
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
