Enski boltinn

Gylfi skoraði í ævintýralegum sigri Swansea | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Sigurðsson var á skotskónum fyrir Swansea í ævintýralegum sigri gegn Crystal Palace á heimavelli í dag, en lokatölur urðu 5-4 sigur Swansea. Lokamínúturnar voru ævintýralegar.

Wilfried Zaha kom Palace yfir á 19. mínútu, en Gylfi jafnaði með frábæru aukaspyrnumarki á 36. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Leroy Fer bætti við tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla í síðari hálfleik, á 66. mínútu og svo þeirri 68., en þá héldu flestir að leiknum væri lokið.

Svo var ekki. James Tomkins minnkaði muninn á 75. mínútu og Jack Cork jafnaði fyrir Palace með sjálfsmarki sjö mínútum síðar.

Það var svo Christian Benteke sem fullkomnaði sturlaða endurkomu Palace þegar hann skoraði sigurmarkið á 84. mínútu, en Palace breytti stöðunni úr 3-1 í 3-4 á níu mínútna kafla.

Sagan var ekki öll. Fernando Llorente jafnaði metin í uppbótartíma og hann var svo aftur á ferðinni einungis nokkrum sekúndum síðar þegar hann tryggði Swansea lygilegan sigur, 5-4.

Swansea er með sigrinum komið í 19. sæti, en þetta var annar sigur liðsins í fyrstu 13 leikjunum. Palace er í sextánda sætinu með ellefu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×