Kóreuskagi á barmi styrjaldar Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 24. ágúst 2015 08:00 Suðurkóreskir hermenn eru viðbúnir stríði. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa heitið því að svara öllum árásum af fullum krafti. Fréttablaðið/AFP Um fimmtán þúsund íbúar Suður-Kóreu hafa verið fluttir frá heimilum sínum við landamæri Norður-Kóreu vegna árása stórskotaliðs Norður-Kóreuhers yfir landamærin. Margir íbúanna dvelja í loftvarnarbyrgjum. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fyrirskipaði hernum að koma sér í viðbragðsstöðu á föstudaginn ef til stríðs kæmi. Kim Hyun Joon, sendiherra Norður-Kóreu í Rússlandi, sagði í samtali við Russia Today að Suður-Kórea og Bandaríkin bæru ábyrgð á eldfimu ástandi á skaganum. „Kóreuskagi er á barmi stríðs vegna óendanlegra pólitískra og hernaðarlegra ögrana,“ sagði hann, en Bandaríkin og Suður-Kórea eru með heræfingar í gangi til 28. ágúst. Norður- og Suður-Kóreumenn ásaka hvorir aðra um að hafa hafið stórskotaárásir síðastliðinn föstudag. Tæknilega séð eru ríkin tvö í stríði eftir Kóreustríðið 1950 til 1953. Eftir að þeim stríðsátökum lauk var samið um vopnahlé en ekki stríðslok. Norður-Kóreumenn eru Suður-Kóreumönnum reiðir vegna hátalarakerfis sem varpar áróðursskilaboðum yfir landamærin til norðurs. Friðarviðræður milli ríkjanna hófust á laugardaginn en krafa Norður-Kóreu eru að áróðurskerfið verði tekið niður. Viðræðurnar virðast engan enda ætla að taka. Áróðurinn er hluti af sálfræðihernaði gegn Norður-Kóreu en í hátölurunum eru spilaðar fréttir af umheiminum sem hermenn og íbúar á landamærunum heyra. Sérfræðingar innan suðurkóreska hersins telja að ef friðarviðræður gangi ekki upp muni Norður-Kórea beina árásum sínum á hátalarakerfin sjálf. Suður-Kórea hefur heitið því að svara árásum af fullum krafti. Norður-Kóreumenn hafa tvöfaldað stórskotahríð sína yfir landamærin og gangsett kafbátaflota sinn í Gulahafi. Fimmtíu kafbátar lögðu af stað úr höfn um helgina. Þá hafa Suður-Kóreumenn sakað nágranna sína í norðri um að hafa lagt jarðsprengjur við landamærin en talsmenn norðurkóreska hersins hafna þeim ásökunum. Suðurkóreskar og bandarískar orrustuþotur sinna eftirliti með landamærunum við Norður-Kóreu. Bandaríkjaher er með 28 þúsund hermenn staðsetta í Suður-Kóreu en Bandaríkin sjá um eftirlit með því að friður haldist á skaganum fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Um fimmtán þúsund íbúar Suður-Kóreu hafa verið fluttir frá heimilum sínum við landamæri Norður-Kóreu vegna árása stórskotaliðs Norður-Kóreuhers yfir landamærin. Margir íbúanna dvelja í loftvarnarbyrgjum. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, fyrirskipaði hernum að koma sér í viðbragðsstöðu á föstudaginn ef til stríðs kæmi. Kim Hyun Joon, sendiherra Norður-Kóreu í Rússlandi, sagði í samtali við Russia Today að Suður-Kórea og Bandaríkin bæru ábyrgð á eldfimu ástandi á skaganum. „Kóreuskagi er á barmi stríðs vegna óendanlegra pólitískra og hernaðarlegra ögrana,“ sagði hann, en Bandaríkin og Suður-Kórea eru með heræfingar í gangi til 28. ágúst. Norður- og Suður-Kóreumenn ásaka hvorir aðra um að hafa hafið stórskotaárásir síðastliðinn föstudag. Tæknilega séð eru ríkin tvö í stríði eftir Kóreustríðið 1950 til 1953. Eftir að þeim stríðsátökum lauk var samið um vopnahlé en ekki stríðslok. Norður-Kóreumenn eru Suður-Kóreumönnum reiðir vegna hátalarakerfis sem varpar áróðursskilaboðum yfir landamærin til norðurs. Friðarviðræður milli ríkjanna hófust á laugardaginn en krafa Norður-Kóreu eru að áróðurskerfið verði tekið niður. Viðræðurnar virðast engan enda ætla að taka. Áróðurinn er hluti af sálfræðihernaði gegn Norður-Kóreu en í hátölurunum eru spilaðar fréttir af umheiminum sem hermenn og íbúar á landamærunum heyra. Sérfræðingar innan suðurkóreska hersins telja að ef friðarviðræður gangi ekki upp muni Norður-Kórea beina árásum sínum á hátalarakerfin sjálf. Suður-Kórea hefur heitið því að svara árásum af fullum krafti. Norður-Kóreumenn hafa tvöfaldað stórskotahríð sína yfir landamærin og gangsett kafbátaflota sinn í Gulahafi. Fimmtíu kafbátar lögðu af stað úr höfn um helgina. Þá hafa Suður-Kóreumenn sakað nágranna sína í norðri um að hafa lagt jarðsprengjur við landamærin en talsmenn norðurkóreska hersins hafna þeim ásökunum. Suðurkóreskar og bandarískar orrustuþotur sinna eftirliti með landamærunum við Norður-Kóreu. Bandaríkjaher er með 28 þúsund hermenn staðsetta í Suður-Kóreu en Bandaríkin sjá um eftirlit með því að friður haldist á skaganum fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira