Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. júlí 2015 07:09 Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikkja. Vísir/AFP Grikkir munu fá frekari neyðaraðstoð frá Evruríkjunum til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot. Samkomulag náðist um þetta um klukkan sjö í morgun eftir sextán klukkustunda maraþonfund. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, greindi frá þessu á Twitter. EuroSummit has unanimously reached agreement. All ready to go for ESM programme for #Greece with serious reforms & financial support— Donald Tusk (@eucopresident) July 13, 2015 Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir í samtali við Bloomberg að samkomulagið sé gott skref í átt að því að byggja upp traust að nýju. Á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun sagði Jean-Claude Junker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að útganga Grikkja úr evrusamstarfinu hefði aldrei komið til greina. Til að samkomulagið komi til framkvæmda þurfa þjóðþing aðildarríkja Evrusamstarfsins að samþykkja aðgerðirnar, þar á meðal gríska þingið. Samkvæmt drögum að samkomulagi verður slíkt að gerast fyrir 15. júlí. „Staðan í Grikklandi er erfið en ég hef enga ástæðu á þessarri stundu til að halda að þingið muni ekki samþykkja skilmála okkar,“ segir Angela Merkel, Þýskalandskanslari, á blaðamannafundi í kjölfar samkomulagsins. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju aðstoðin felst en talið er að Grikkir muni þurfa að ráðast í mikla einkavæðingu og taka grunnstoðir samfélagsins heima fyrir í gegn. Aðstoð evruríkjanna mun að öllum líkum nema 86 milljörðum evra. Það mun ýta skuldum Grikkja yfir 200% af vergri landsframleiðslu. Skilyrði fyrir neyðarláninu er að gríska ríkisstjórnin framselji ríkiseignir fyrir 50 milljónir evra sem tryggingu. Grikkland Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Grikkir munu fá frekari neyðaraðstoð frá Evruríkjunum til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot. Samkomulag náðist um þetta um klukkan sjö í morgun eftir sextán klukkustunda maraþonfund. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, greindi frá þessu á Twitter. EuroSummit has unanimously reached agreement. All ready to go for ESM programme for #Greece with serious reforms & financial support— Donald Tusk (@eucopresident) July 13, 2015 Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir í samtali við Bloomberg að samkomulagið sé gott skref í átt að því að byggja upp traust að nýju. Á blaðamannafundi sem haldinn var í morgun sagði Jean-Claude Junker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, að útganga Grikkja úr evrusamstarfinu hefði aldrei komið til greina. Til að samkomulagið komi til framkvæmda þurfa þjóðþing aðildarríkja Evrusamstarfsins að samþykkja aðgerðirnar, þar á meðal gríska þingið. Samkvæmt drögum að samkomulagi verður slíkt að gerast fyrir 15. júlí. „Staðan í Grikklandi er erfið en ég hef enga ástæðu á þessarri stundu til að halda að þingið muni ekki samþykkja skilmála okkar,“ segir Angela Merkel, Þýskalandskanslari, á blaðamannafundi í kjölfar samkomulagsins. Ekki er vitað nákvæmlega í hverju aðstoðin felst en talið er að Grikkir muni þurfa að ráðast í mikla einkavæðingu og taka grunnstoðir samfélagsins heima fyrir í gegn. Aðstoð evruríkjanna mun að öllum líkum nema 86 milljörðum evra. Það mun ýta skuldum Grikkja yfir 200% af vergri landsframleiðslu. Skilyrði fyrir neyðarláninu er að gríska ríkisstjórnin framselji ríkiseignir fyrir 50 milljónir evra sem tryggingu.
Grikkland Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira