Erlent

Offitulyf fyrir hunda komið á markaðinn

Þessir hundar eru býsna vel á sig komnir enda virðist eigandi þeirra hirða um að viðra þá.
Þessir hundar eru býsna vel á sig komnir enda virðist eigandi þeirra hirða um að viðra þá. MYND/AP

Það er á allra vitorði að Bandaríkjamenn eru feitasta þjóð veraldar en hitt vita færri að hið sama gildir um bandaríska hunda. Rannsóknir sýna að allt að þriðjungur hunda í landinu er of þungur og fimm prósent glíma við sjúklega offitu.

Nú hefur lyfjarisinn Pfizer sett á markað nýtt megrunarlyf fyrir hunda, það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna hefur veitt lyfinu blessun sína, en það nefnist Slentrol og á að draga verulega úr matarlyst og fituupptöku þessara bestu vina mannsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.