Vísir

Mest lesið á Vísi



Fréttamynd

Gatna­gerðar­gjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði

Skattheimta í formi gatnagerðargjalda átta stærstu sveitarfélaganna hefur hækkað hressilega undanfarin ár og í sumum þeirra langt umfram hækkun almenns verðlags. Þegar litið er á þróun gatnagerðargjalda fyrir 100 fermetra íbúð í fjölbýli með stæði í bílakjallara má sjá að hún hefur í þessum sveitarfélögum að jafnaði hækkað um 67 prósent eða 1,8 milljónir króna á íbúð á tímabilinu frá 2020 til 2025. Á sama tíma hækkaði byggingarvísitalan um 37 prósent og hækkun gatnagerðagjalda er því talsvert umfram þá hækkun. Gatnagerðargjöld voru að jafnaði 2,7 milljónir króna á hverja 100 fermetra íbúð árið 2020 en voru komin í 4,5 milljónir króna árið 2025.

Viðskipti innlent