Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar 17. desember 2025 16:32 Ríkisstjórn Íslands lögfesti í síðustu viku heimild til kerfisbundinnar mismununar við innritun í framhaldsskóla „á öðrum grundvelli en út frá námsárangri“ – sem sagt út frá kyni, fötlun, þjóðernisuppruna eða öðrum ytri einkennum. Ástæður fyrir þessum breytingum eru raktar í greinargerð frumvarpsins: „Mikilvægt er að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Árangur íslenskra nemenda hefur hríðversnað á undanförnum árum og löngu tímabært að blásið sé til nýrrar sóknar á því sviði. Hvað gerir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og ráðherrar hennar í staðinn? Þau fara í öfuga átt með þessari, með fullri virðingu, froðu: „Í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og í von um að „vinna gegn einsleitni“ í nemendahópnum er ríkisstjórnin fús að leggja til hliðar árangur sem meginmarkmið skólakerfisins. Þótt nú sé í fyrsta sinn verið að beina því til alls framhaldsskólakerfisins að taka upp fjölbreytileikakvóta, eru þeir ekki alveg nýir af nálinni. Í Verzlunarskólanum er til dæmis þegar tryggt að þar séu að minnsta kosti 40% nemenda af öðru kyninu, svo að drengir lendi þar ekki í grátlegum minnihluta. Sértækar aðgerðir í nafni „fjölbreytileika“ snúast jafnan um mismunun gegn hvítum körlum. Þess vegna hefur þetta sjaldgæfa dæmi um hið gagnstæða, kynjakvótinn í Verzló, verið notað til þess að fegra þessa undarlegu lagabreytingu. Það dæmi breytir þó engu um þá meingölluðu hugmyndafræði sem hér býr að baki, sem gerir lítið úr sjálfsábyrgð einstaklingsins og veitir fólki forgang vegna þátta sem það hefur litla stjórn á. Og hver er ávinningurinn? Hæpið er að drengjakvótarnir í Verzló hafi bætt stöðu drengja í skólakerfinu. Eins og ljóst er orðið, er grunnskólakerfið sniðið að þörfum og styrkleikum stúlkna. Árangur drengja er eftir því. Í stað þess að nemendur, kennarar, foreldrar og samfélagið allt vakni rækilega til vitundar um þessa sorglegu staðreynd og bregðist almennilega við, er reynt að breiða yfir hana með kynjakvótum í framhaldsskólum. Eina markmiðið með skólakerfinu virðist í huga ákveðinna afla vera að „jafna“ tækifæri nemenda. Það gerir maður þó ekki með því að veita þeim tímabundinn forgang í eftirsótta framhaldsskóla út frá óbreytanlegum einkennum þeirra. Ef lykilviðmiði um árangur er ýtt til hliðar og allt er látið snúast um að „jafna“ stöðu nemenda, verður að lokum allt jafnað við jörðu. Að slíkri niðurstöðu er vel að merkja stefnt, leynt og ljóst, af hálfu hóps skólamanna og sérfræðinga innan kerfisins. Þar hefur hugmyndin um heilbrigða samkeppni á milli sjálfstæðra framhaldsskóla og frjálst skólaval verið úrskurðuð óréttlát út frá stéttakenningum. Markmiðið er í staðinn að allir framhaldsskólar verði meira og minna eins. Þetta frumvarp er skýrt skref í þá átt, sbr. að „allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Ríkisstjórnin hefur nú setið í rúmt ár. Vonir almennings um trúverðug viðbrögð við neyðarástandi í menntamálum, réttlátari innritun í framhaldsskóla og skýrari mælingar í kerfinu hafa allar brugðist. Foreldrar sjá þetta og viðra við mig sífellt þyngri áhyggjur af ástandinu. Nýjustu fréttir eru þær að formaður Flokks fólksins boðar skyndilega í sjónvarpsviðtali að allt eins líklegt sé að þriðji menntamálaráðherrann á rúmu ári taki senn við embætti! Miðað við auðsveipni ríkisstjórnarinnar hingað til við ráðandi (woke) öfl í embættismannakerfi menntamála, eins og ofangreint feigðarflan er ágætt dæmi um, fer það að hljóma eins og hreinlegasta lausnin að hagræða einfaldlega um einn ráðherrastól menntamála eftir áramót og leyfa kerfinu formlega að taka við stjórninni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Miðflokkurinn Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands lögfesti í síðustu viku heimild til kerfisbundinnar mismununar við innritun í framhaldsskóla „á öðrum grundvelli en út frá námsárangri“ – sem sagt út frá kyni, fötlun, þjóðernisuppruna eða öðrum ytri einkennum. Ástæður fyrir þessum breytingum eru raktar í greinargerð frumvarpsins: „Mikilvægt er að jafna tækifæri nemenda í innritunarferlinu og að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Árangur íslenskra nemenda hefur hríðversnað á undanförnum árum og löngu tímabært að blásið sé til nýrrar sóknar á því sviði. Hvað gerir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur og ráðherrar hennar í staðinn? Þau fara í öfuga átt með þessari, með fullri virðingu, froðu: „Í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og í von um að „vinna gegn einsleitni“ í nemendahópnum er ríkisstjórnin fús að leggja til hliðar árangur sem meginmarkmið skólakerfisins. Þótt nú sé í fyrsta sinn verið að beina því til alls framhaldsskólakerfisins að taka upp fjölbreytileikakvóta, eru þeir ekki alveg nýir af nálinni. Í Verzlunarskólanum er til dæmis þegar tryggt að þar séu að minnsta kosti 40% nemenda af öðru kyninu, svo að drengir lendi þar ekki í grátlegum minnihluta. Sértækar aðgerðir í nafni „fjölbreytileika“ snúast jafnan um mismunun gegn hvítum körlum. Þess vegna hefur þetta sjaldgæfa dæmi um hið gagnstæða, kynjakvótinn í Verzló, verið notað til þess að fegra þessa undarlegu lagabreytingu. Það dæmi breytir þó engu um þá meingölluðu hugmyndafræði sem hér býr að baki, sem gerir lítið úr sjálfsábyrgð einstaklingsins og veitir fólki forgang vegna þátta sem það hefur litla stjórn á. Og hver er ávinningurinn? Hæpið er að drengjakvótarnir í Verzló hafi bætt stöðu drengja í skólakerfinu. Eins og ljóst er orðið, er grunnskólakerfið sniðið að þörfum og styrkleikum stúlkna. Árangur drengja er eftir því. Í stað þess að nemendur, kennarar, foreldrar og samfélagið allt vakni rækilega til vitundar um þessa sorglegu staðreynd og bregðist almennilega við, er reynt að breiða yfir hana með kynjakvótum í framhaldsskólum. Eina markmiðið með skólakerfinu virðist í huga ákveðinna afla vera að „jafna“ tækifæri nemenda. Það gerir maður þó ekki með því að veita þeim tímabundinn forgang í eftirsótta framhaldsskóla út frá óbreytanlegum einkennum þeirra. Ef lykilviðmiði um árangur er ýtt til hliðar og allt er látið snúast um að „jafna“ stöðu nemenda, verður að lokum allt jafnað við jörðu. Að slíkri niðurstöðu er vel að merkja stefnt, leynt og ljóst, af hálfu hóps skólamanna og sérfræðinga innan kerfisins. Þar hefur hugmyndin um heilbrigða samkeppni á milli sjálfstæðra framhaldsskóla og frjálst skólaval verið úrskurðuð óréttlát út frá stéttakenningum. Markmiðið er í staðinn að allir framhaldsskólar verði meira og minna eins. Þetta frumvarp er skýrt skref í þá átt, sbr. að „allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Ríkisstjórnin hefur nú setið í rúmt ár. Vonir almennings um trúverðug viðbrögð við neyðarástandi í menntamálum, réttlátari innritun í framhaldsskóla og skýrari mælingar í kerfinu hafa allar brugðist. Foreldrar sjá þetta og viðra við mig sífellt þyngri áhyggjur af ástandinu. Nýjustu fréttir eru þær að formaður Flokks fólksins boðar skyndilega í sjónvarpsviðtali að allt eins líklegt sé að þriðji menntamálaráðherrann á rúmu ári taki senn við embætti! Miðað við auðsveipni ríkisstjórnarinnar hingað til við ráðandi (woke) öfl í embættismannakerfi menntamála, eins og ofangreint feigðarflan er ágætt dæmi um, fer það að hljóma eins og hreinlegasta lausnin að hagræða einfaldlega um einn ráðherrastól menntamála eftir áramót og leyfa kerfinu formlega að taka við stjórninni.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun