Lífið samstarf

Snéru upp á klassískt jóla­lag

Danól
Hauk Viðar Alfreðsson dreymdi klassískt jólalag þegar hann vann að herferð fyrir Essie. Listakonan Rakel Tómasdóttir myndskreytti herferðina.
Hauk Viðar Alfreðsson dreymdi klassískt jólalag þegar hann vann að herferð fyrir Essie. Listakonan Rakel Tómasdóttir myndskreytti herferðina.

„Þessi fyrirsögn kom til mín í draumi og mér fannst hún henta einstaklega vel,“ segir Haukur Viðar Alfreðsson glottandi en hann er hugmyndasmiðurinn á bak við sniðugt slagorð jólalínu Essie þessi jólin sem hefur vakið athygli; „Ég lakka svo til“.

„Við unnum jólaherferðina með snillingunum hjá Cirkus en Haukur Viðar, textasmiður og pönkari, vísar þarna svo meistarlega vel í lag Svölu Björgvins sem heitir einmitt 'Ég hlakka svo til'. Einnig er verið að leggja áherslu á að naglalökk eru sérstaklega vinsæl um jólin,“ segir Eva Birna Ormslev, vörumerkjastjóri Essie hjá Danól. 

„Listakonan Rakel Tómasdóttir málaði einstaklega fallega jólamynd fyrir herferðina með litum úr línunni.“

Eva segir naglalökk alltaf vinsæl í leynivinagjafir og í jólagjafir. „Í kringum hátíðarnar vilja viðskiptavinir bæta í litasafnið sitt nýjum hátíðlegum litum eða fylla á sína klassísku liti. 

Rauðar neglur eru alltaf klassískar um hátíðarnar en sífellt fleiri velja glimmer eða önnur skrautleg lökk til að nota yfir aðra liti eða eina og sér. Jólalínan frá Essie í ár er reyndar svolítið óhefðbundin þar sem grænn er í aðalhlutverki, ásamt rauðum, bleikum og bláum lit. Auk þeirra er krómað yfirlakk sem fer vel við alla liti línunnar.“

„Vöruúrval Essie samanstendur af hefðbundnum naglalökkum, gellökkum og lökkum fyrir þau sem eru á hraðferð og þorna á innan við mínútu. Auk þess erum við með fjölbreytt úrval af meðferðum til að styrkja neglur ásamt vörum fyrir almenna naglaumhirðu,“ segir Eva.

Leiðandi vörumerki

Essie hefur frá stofnun verið leiðandi í framleiðslu á hágæða naglalökkum og vörum fyrir naglaumhirðu sem eru notaðar um allan heim, bæði af fagfólki og almenningi. Vörumerkið býður upp á fjölbreytt úrval af naglalökkum sem hafa verið framleidd í þúsundum lita sem móta tískustefnur ár eftir ár og gleðja litaglaða um allan heim. Með fjölbreyttu úrvali ættu allir að geta fundið sinn lit fyrir hvaða tilefni sem er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.