Innlent

Hvar er opið á að­fanga­dag?

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Opið verður í Smáralindinni á milli tíu og eitt.
Opið verður í Smáralindinni á milli tíu og eitt. Vísir/Vilhelm

Aðfangadagur jóla er runninn upp en oftar en ekki þarf að skreppa út í búð að græja rjómann í sósuna eða jafnvel síðustu jólagjafirnar. Þá er gott að vita hvar er opið og hversu lengi.

Þeir sem eiga enn eftir að versla síðustu jólagjafirnar geta kíkt í verslanir Kringlunnar á milli tíu og eitt. Smáralindin er sömuleiðis opin frá tíu til eitt í dag svo það er vonandi nægur tími til að finna gjöfina eða jafnvel jóladressið.

Það kemur einnig fyrir að skjótast þurfi að kaupa eina vínflösku í viðbót fyrir kvöldið en opið er í öllum verslunum ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu milli tíu og eitt. Opnunartíminn er breytilegri á landsbyggðinni en almennt er opið milli ellefu og eitt.

Matvöruverslanir

Verslanir Nettó á höfuðborgarsvæðinu eru opnar í dag frá hálf átta til miðnættis, fyrir utan Nettó í Mjóddinni sem er opin allan sólarhringinn. Sömu sögu má segja í verslunum Nettó í Krossmóa og á Eyrarvegi en á Iðavöllum, Glerártorgi, Austurvegi, Höfn, Ísafirði, Egilsstöðum og í Borgarnesi opnar verslunin klukkan níu og lokar klukkan ellefu. Þá opnar Nettó á Húsavík klukkan tíu.

Allar verslanir Krónunnar verða opnar í dag frá átta til þrjú en þeim verður síðan öllum lokað á jóladag nema í Vík í Mýrdal þar sem opið er frá tólf til sex. Hægt er að skreppa í allar verslanir Bónus í dag á milli tíu og tvö, nema á Smáratorgi þar sem opnar klukkan níu. Sömuleiðis verðum öllum verslununum lokað á morgun.

Verslanir Hagkaupa í Skeifunni, Garðabæ, Spönginni og á Akureyri og Eiðistorgi verða opnar til klukkan fjögur síðdegis í dag. Í Kringlunni og Smáralind er opið frá níu til tvö en öllum verslununum er lokað á jóladag. Í Prís er opið frá átta til eitt í dag.

Apótek

Flestar verslanir Lyfju eru opnar á milli níu og tólf, en allra lengst er opið á í Lágmúlanum og á Smáratorgi, eða frá átta til fimm. Á Raufarhöfn, Þórshöfn, Skagaströnd og Mývatni er lokað í dag.

Lyf og heilsa opnar dyr sínar fyrir viðskiptavinum í Kringlunni og á Granda á milli tíu og eitt, á Glerártorgi á milli tíu og tólf og í Firðinum á milli níu og eitt. Þótt einhvern vanti lyf þarf ekki að örvænta en opið er hjá Lyfjavali í Hæðasmára allan sólarhringinn. Þá er opið á Vesturlandsvegi frá níu til fjögur og á Reykjanesi og Selfossi frá níu til tvö. Hins vegar verður verslununum í Suðurfelli, Glæsibæ og Urðarhvarfi lokað.

Líkamsrækt

Margar sundlaugar eru opnar til hádegis í dag en þó er það ansi breytilegt eftir laugum. Opnunartíma sundlauganna má sjá hér

Þeir sem vilja aðeins fá að lyfta lóðum geta kíkt í líkamræktarstöðvar World Class fyrir hádegi en lengst er opið í Laugum, til hálf fjögur. Hins vegar er opið allan sólarhringinn í Ögurhvarfi. Í Hreyfingu er opið frá átta til eitt en lokað á morgun. Í Kötlu Fitness er opið frá korter í sex til klukkan tíu í kvöld.

Strætisvagnar

Á höfuðborgarsvæðinu ekur Strætó samkvæmt laugardagsáætlun að viðbættum aukaferðum um morguninn. Seinustu ferðir leggja af stað í kringum þrjú. Ekið verður eftir sunnudagsáætlun á jóladag. Innanbæjarvagnar á Akureyri og í Reykjanesbæ hætta akstri klukkan tólf. Ekki verður ekið á morgun.

Strætisvagnar keyra í flestum tilfellum eftir laugardagsáætlun utan höfuðborgarsvæðisins en það er breytilegt eftir ferðum. Hægt er að kynna sér áætlun strætisvagna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×