Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. desember 2025 10:03 Heilags Þorláks Þórhallssonar Skálholtsbiskups og verndardýrlings Íslands er minnst í dag en minna fer fyrir minningu hans en skötu og ristuðum möndlum á flestum heimilum. Þó ekki öllum. Vísir Þorláksmessan er mörgum dagur síðustu handtaka og óyfirstrikaðra lista. Verslanir borgarinnar eru opnar og fullar af fólki langt fram eftir kvöldi. Klakalagðar götur miðbæjarins eru troðnar og slabbið spýtist upp undan hjólbörðunum á helstu umferðaræðum, enda jólin á morgun og alltaf er eitthvað sem eftir á að gera. Í öllu áreitinu ber nafn Þorláks helga oft á góma, oft bara lesið upp af Vísindavefnum af símaskjám sem svar við spurningunni: „Hver var þessi Þorlákur eiginlega sem gaf deginum í dag nafn sitt?“ Á Íslandi er Þorlákur helgi mörgum kunnuglegt nafn en frekar tákn um streitu og hávaða jólanna en kærleikann og friðinn. En langt frá Skálholti, í kirkjum, safnaðarheimilum og heimahúsum víðs vegar um heiminn, hefur Þorlákur helgi öðlast nýtt hlutverk: sem verndari einhverfs fólks og tákn um trú sem rúmar margbreytileika mannsins. Tveir gluggar Gerðar Helgadóttur í Skálholtskirkju eru helgaðir Þorláki helga.Vísir/Vilhelm Í Keníu starfar Tumaini St. Thorlak Autism Centre, stofnað af erkibiskupnum þar í landi. Í Skotlandi hefur verið komið á fót Samfélagi heilags Þorláks fyrir einhverfa innan þjóðkirkjunnar og á Írlandi og í Gvatemala eru kapellur Sankti Þorláks í bígerð. Þessari sannarlega alþjóðlegu hreyfingu sem heldur uppi nafni og arfleifð Íslendings, sem uppi var á tólftu öld, var hrundið af stað af einhverfri kaþólskri konu í New York-ríki sem kynntist dýrlingnum óvænt vegna ástfósturs dóttur sinnar á Íþróttaálfinum og öðrum íbúum Latabæjar. Í ævi Þorláks helga Þórhallssonar Skálholtsbiskups og verndardýrlings Íslands sá Aimée O'Connell eitthvað sem talaði inn í upplifun hennar. Hún sá mann sem var örlátur, þrautseigur og örlítið utangarðs í höfðingjasamfélagi Íslands á miðöldum. Hún sá fyrirmynd fyrir sig og alla þá sem erfiðara er að steypa í samfélagsmót hverrar samtíðar fyrir sig. Glanni Glæpur, Solla stirða og Þorlákur biskup Fyrstu kynni Aimée O'Connell af Þorláki helga Þorlákssyni voru við eldhúsborðið heima hjá henni. Hún var með börnin sín í svokallaðri heimakennslu og inn á milli stærðfræðidæma fékk dóttir hennar að horfa á sjónvarpið. Nánar tiltekið á Latabæ sem hún hafði þá gjörsamlega heillast af. Í einni ófárra síbylja dóttur hennar um uppátæki Glanna Glæps, Sollu stirðu og Nenna níska minntist hún á það í framhjáhlaupi að þættirnir væru frá Íslandi. Aimée sá sér þar leik á borði. Kennslubókunum var sópað frá í einu vetfangi og hið framandi og fjarlæga Ísland varð að kennsluefni dagsins. Í rannsóknarvinnunni lærðu þær um sögu landsins, bókmenntir þess og stórbrotna náttúrufegurð en það vakti sérstaka athygli þeirra mæðgna sökum trúar þeirra að Ísland skyldi eiga sér dýrling. Landið sem er nú ekki beint þekkt fyrir trúrækni sína. Áhuginn kviknaði og um leið og Aimée komst í enska þýðingu á Þorláks sögu helga varð hún heilluð. Aimée O'Connell er upphafskona þessarar hreyfingar.Aimée O'Connell Hún segir ást hans á Guði hafa hrifið sig um leið. Elja hans og lærdómsfýsn hans heillaði hana. „Einföld ást Þorláks á guði og samúðin sem hann sýndi samlöndum sínum talaði beint til hjartna þeirra. Og allt sitt líf glímdi hann við málstol, sem þýðir að allt það sem hann áorkaði gerði hann án þess endilega að tala, sem er mikil huggun fyrir einhvern eins og mig sem hefur glímt við aðstæðubundið málleysi frá því á unglingsárum,“ segir Aimée. „Ég dáist að því hvernig Þorlákur sótti oft í félagsskap utangarðsfólks, ekki af vorkunnsemi heldur vegna þess að honum leið betur með þeim en meðal höfðingja og valdamanna. Hér var einhver sem hefði gefið sér tíma til að koma og setjast hjá mér öll þau skipti sem ég upplifði mig út undan vegna þess að mannamót voru einfaldlega of yfirþyrmandi.“ Við lestur Þorláks sögu helga fann Aimée vin í trúnni sem hún segir hafa hvatt sig til að gangast við sjálfri sér eins og hún er og fela ekki einhverfu sína í von um að ganga í augu annarra. Vefvettvangur einhverfra kaþólikka Skömmu síðar, árið 2017, stofnsetti Aimée vefsíðuna The Mission of Saint Thorlak. Hana langaði að koma á fót vettvangi þar sem einhverfir kaþólikkar gætu tengst í gegnum heilagan Þorlák. Í leiðinni langaði hana að breiða út sögu Þorláks sem var þá lítt þekktur út fyrir lítið samfélag kaþólskra Íslendinga. Í gegnum samskipti sín við einhverfa kaþólikka um allan heim á heimasíðunni og samfélagsmiðlum komst hún að raun um það hvað fræðsla um einhverfu innan kaþólsku kirkjunnar væri af skornum skammti. „Aftur og aftur veitti saga og fordæmi heilags Þorláks öðrum sömu von og sama innblástur og það hafði veitt mér. Það virtist sem að nýr kafli trúboðs heilags Þorláks væri að hefjast á okkar tíma sem næði út fyrir Ísland til allra heimshorna,“ segir Aimée. Hún komst á endanum í kynni við einhverfan kaþólskan prest, séra Mark Nolette að nafni, sem hreifst af framtaki hennar. Árið 2020 stofnuðu þau saman samtökin Autism Consecrated með það að markmiði að gera upplýsingar um heilagan Þorlák aðgengilegar á netinu. Merki Autism Consecrated.Autism Consecrated Síðan þá hafa samtökin hafið að bjóða upp á sérstaka þjálfun fyrir einhverfa sem vilja starfa á vettvangi kirkjunnar og sömuleiðis sótt fundi með einstaklingum og söfnuðum víða með það að leiðarljósi að finna úrræði til að mæta þörfum og áskorunum einhverfra innan kirkjunnar. Aimée segir þó að enn sé langt í land og að einhverfir mæti enn mikilli fáfræði og eigi oft erfitt með að samsama sig innan kaþólskra söfnuða. Hana langar að varpa ljósi á áskoranir einhverfra og útrýma skaðlegum staðalímyndum með sögu Þorláks helga Þórhallssonar. Auðvitað er ómögulegt að fullyrða um það hvort Þorlákur helgi hafi verið einhverfur, skynsegin á annan hátt eða nokkuð annað. Þorlákur helgi Þórhallsson hefur verið látinn í rúmar átta aldir og þó svo að við eigum góðar heimildir um ævi hans, sem varpa í leiðinni ljósi á persónuleika hans sem þótti vægast sagt óvenjulegur, er þar með ekki sagt að hægt sé að greina hann né heldur að það hafi mikið upp á sig eða sé yfirhöfuð réttlætanlegt að honum löngu látnum. Eitthvað er það þó í sögu hans sem veitir einhverfu fólki um allan heim innblástur. Róm, París og Skálholt Þorlákur var fæddur fátækum foreldrum að Hlíðarenda í Fljótshlíð árið 1133. Hann var uppi á miklum umbrotatímum í sögu trúarinnar og fræða almennt. Í höfuðbólum fræðanna, Róm, París, Cluny og víðar, sveif andi framfara og byltinga yfir vötnum. Kirkjan gerði auknar kröfur til veraldlegra leiðtoga og róttæk siðbótarhreyfing var á blússandi siglingu. Skólaspekin var að ryðja sér til rúms og mitt í hringiðunni sem ól af sér menn eins og Pétur Abélard og Tómas frá Akvínó hrærðist Íslendingur sem flutti nýjustu spekina og stefnurnar heim með sér. Oddakirkja á Rangárvöllum.Wikimedia Foreldrar Þorláks voru svo fátækir að þeir neyddust til að bregða búi þegar Þorlákur var ungur að aldri. Halla móðir hans fór þá með son sinn í „hinn æðsta höfuðstað“ héraðsins, Odda á Rangárvöllum, þar sem hann ólst upp og lærði hjá Eyjólfi presti Sæmundarsyni, syni Sæmundar fróða. Í Þorláks sögu helga segir að hann hafi verið námsfús, bráðgáfaður og hvers manns hugljúfi. Hann var vígður til prests af Hólabiskup á Alþingi aðeins fimmtán ára gamall. Hann hélt utan til náms og var sex ár í París og Lincoln á Englandi við einhver mestu fræðasetur heims. Í námi sínu kynntist hann þeim nýjungum sem hann átti síðar eftir að bera heim til Íslands. Eftir utanförina var hann prestur í Kirkjubæ á Síðu og átti síðar þátt í stofnun klausturs í Þykkvabæ í Veri, hinu fyrsta á Íslandi af reglu Ágústínusarbræðra. Eini Íslendingurinn sem lastaði aldrei veðrinu Þorláki er lýst sem þöglum og örlátum manni, öguðum og nákvæmum. Sagt er frá því að hann hafi kunnað illa við fjölmenni og sömuleiðis við að predika og halda messu. Hann var stirður í máli og það er sérstaklega tekið fram að Þorlákur lastaði aldrei veðrinu, sem hefur greinilega verið alsiða á Íslandi allt frá landnámi. Sagt er einnig frá því þegar frændur hans hvöttu hann til að gifta sig. Það samræmdist auðvitað ekki kenningum siðbótahreyfingarinnar en Íslendingar voru ekki eins móttækilegir fyrir því. Hann lét á endanum undan og fór með frændum sínum til að biðja ekkju nokkurrar. Deildar meiningar eru hvort Jesús Kristur hafi raunverulega birst Þorláki í draumi eða hvort um snjallt undanbragð hafi verið að ræða. „En er þeir tóku svefn eftir góðan beina á þeirri hinni sömu nótt, þá sýndist Þorláki í draumi maður göfuglegur yfirlits og með sæmiligum búningi og mælti: „hvert hafið þér ætlað hingað yðvart eyrendi,” segir hann, „ef þér megið ráða?” — Þorlákur svaraði: „ég veit eigi hverju verða vill,” segir hann. Sá mælti, er honum sýndist í drauminum: „veit ég,” sagði hann, „at þú ætlar þér hér konu að biðja, en þú skalt það mál eigi upp láta koma, af því at það mun eigi ráðið verða, og er þér önnur brúður miklu æðri huguð, ok skaltu öngrar annarrar fá.” Heilagur Þorlákur prýðir sextándu aldar altariskvæði frá Hólum í Hjaltadal.Sarpurinn Á Alþingi 1174 var Þorlákur kosinn biskup í Skálholti í stað Klængs Þorsteinssonar. Hann fór utan til vígslu 1177 og var vígður til biskups í Niðarósi 2. júlí 1178. Hann var biskup í Skálholti til dauðadags 23. desember 1193. Fljótlega eftir lát hans fór orð af helgi hans og voru bein hans tekin úr jörðu 20. júlí 1198. Á alþingi 1199 voru fyrst lesnar upp kraftaverkasögur af Þorláki og dánardagur hans var gerður lögtekinn messudagur. Á kaþólskum tíma voru yfir 50 kirkjur helgaðar heilögum Þorláki og aðeins Pétri postula, Maríu og Ólafi helga voru helgaðar fleiri kirkjur en honum. 14. janúar 1984 lýsti Stjórnardeild sakramenta og guðsdýrkunar í Páfagarði því yfir að Þorlákur helgi væri verndardýrlingur Íslands, með samþykki Jóhannesar Páls II. páfa. Þorlákur kaus sér heldur félagsskap við fátækt fólk og jaðarsetta, var einarður í trúariðkun sinni og átti erfitt með málamiðlanir þegar siðferðileg sannfæring hans var annars vegar. Þetta síðastnefnda var nokkuð sem kom honum ítrekað upp á kant við höfðingja og aðra valdamenn í íslensku samfélagi. Höfundar biskupasagna nota auðvitað ekki hugtök sálfræði og taugalækninga nútímans en allt er þetta hegðunarmynstur sem samrýmast reynslu einhverfra með einum eða öðrum hætti. Þorlákur bænheyri alla Vinsældir Þorláks fara ört vaxandi, um allan heim og hér á landi. Séra Jakob Roland, kanslari Reykjavíkurbiskupsdæmis, segir fólk ákalla hann í bænum sínum og fá bænheyrslu og sífellt fleiri koma að styttu hans í Landakotskirkju og kveikja á kerti. Séra Jakob heldur sérstaklega upp á heilagan Þorlák og fagnar því að einhverfir sem aðrir finni huggun og fyrirmynd í sögu hans og kraftaverkum. Um það hvort hann hafi verið einhverfur vill hann ekki segja til, enda ekki kaþólsku kirkjunnar að úrskurða neitt um það. Séra Jakob Roland er kanslari Reykjavíkurbiskupsdæmis.Vísir/Rafn Ágúst Hann segir Þorlák helga bænheyra sig í hvívetna og að hann hafi hjálpað ótal sóknarbörnum með vanda stóra og smáa. Jafnvel mál er varða allan heiminn, segir séra Jakob. „Ég heiti á heilagan Antóníus þegar ég týni hlutum, heilaga Ódilíu eða heilaga Lúsíu ef ég er með eitthvað í augunum. En fyrir það stærsta og mikilvægasta heiti ég á heilagan Þorlák,“ segir séra Jakob. Thorlakar víða um hnöttinn Hann kveðst sömuleiðis finna fyrir því að vegna vaxandi vinsælda Þorláks helga Þórhallssonar verndardýrling Íslands biðji æ fleiri fyrir Íslandi og Íslendingum um allan heim. Samhliða því berast samtökum Aimée O'Connell reglulega skilaboð um að vegna stöðu hans sem verndara einhverfra hafi ungmenni um allan tekið upp nafnið Þorlákur, eða „Thorlak“ eins og það er oft stafsett erlendis, við fermingu. „Þorláks saga helga talar sínu máli, enda er heilagur Þorlákur þjóðhetja og saga hans dýrmætur fjársjóður fyrir íslensku þjóðina. Þeir sem lesa sögu hans í dag munu án efa uppgötva sömu eiginleika og veittu þeim innblástur sem þekktu hann í lifanda lífi og gerðu hann þeim kæran. Það á að sjálfsögðu einnig við um einhverfa!“ segir Aimée O'Connell og lítur upp af fartölvuskjánum og á innrammaða ljósmyndina af Hlíðarendabæ sem prýðir vegginn heima hjá henni. Trúmál Jól Einhverfa Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Á Íslandi er Þorlákur helgi mörgum kunnuglegt nafn en frekar tákn um streitu og hávaða jólanna en kærleikann og friðinn. En langt frá Skálholti, í kirkjum, safnaðarheimilum og heimahúsum víðs vegar um heiminn, hefur Þorlákur helgi öðlast nýtt hlutverk: sem verndari einhverfs fólks og tákn um trú sem rúmar margbreytileika mannsins. Tveir gluggar Gerðar Helgadóttur í Skálholtskirkju eru helgaðir Þorláki helga.Vísir/Vilhelm Í Keníu starfar Tumaini St. Thorlak Autism Centre, stofnað af erkibiskupnum þar í landi. Í Skotlandi hefur verið komið á fót Samfélagi heilags Þorláks fyrir einhverfa innan þjóðkirkjunnar og á Írlandi og í Gvatemala eru kapellur Sankti Þorláks í bígerð. Þessari sannarlega alþjóðlegu hreyfingu sem heldur uppi nafni og arfleifð Íslendings, sem uppi var á tólftu öld, var hrundið af stað af einhverfri kaþólskri konu í New York-ríki sem kynntist dýrlingnum óvænt vegna ástfósturs dóttur sinnar á Íþróttaálfinum og öðrum íbúum Latabæjar. Í ævi Þorláks helga Þórhallssonar Skálholtsbiskups og verndardýrlings Íslands sá Aimée O'Connell eitthvað sem talaði inn í upplifun hennar. Hún sá mann sem var örlátur, þrautseigur og örlítið utangarðs í höfðingjasamfélagi Íslands á miðöldum. Hún sá fyrirmynd fyrir sig og alla þá sem erfiðara er að steypa í samfélagsmót hverrar samtíðar fyrir sig. Glanni Glæpur, Solla stirða og Þorlákur biskup Fyrstu kynni Aimée O'Connell af Þorláki helga Þorlákssyni voru við eldhúsborðið heima hjá henni. Hún var með börnin sín í svokallaðri heimakennslu og inn á milli stærðfræðidæma fékk dóttir hennar að horfa á sjónvarpið. Nánar tiltekið á Latabæ sem hún hafði þá gjörsamlega heillast af. Í einni ófárra síbylja dóttur hennar um uppátæki Glanna Glæps, Sollu stirðu og Nenna níska minntist hún á það í framhjáhlaupi að þættirnir væru frá Íslandi. Aimée sá sér þar leik á borði. Kennslubókunum var sópað frá í einu vetfangi og hið framandi og fjarlæga Ísland varð að kennsluefni dagsins. Í rannsóknarvinnunni lærðu þær um sögu landsins, bókmenntir þess og stórbrotna náttúrufegurð en það vakti sérstaka athygli þeirra mæðgna sökum trúar þeirra að Ísland skyldi eiga sér dýrling. Landið sem er nú ekki beint þekkt fyrir trúrækni sína. Áhuginn kviknaði og um leið og Aimée komst í enska þýðingu á Þorláks sögu helga varð hún heilluð. Aimée O'Connell er upphafskona þessarar hreyfingar.Aimée O'Connell Hún segir ást hans á Guði hafa hrifið sig um leið. Elja hans og lærdómsfýsn hans heillaði hana. „Einföld ást Þorláks á guði og samúðin sem hann sýndi samlöndum sínum talaði beint til hjartna þeirra. Og allt sitt líf glímdi hann við málstol, sem þýðir að allt það sem hann áorkaði gerði hann án þess endilega að tala, sem er mikil huggun fyrir einhvern eins og mig sem hefur glímt við aðstæðubundið málleysi frá því á unglingsárum,“ segir Aimée. „Ég dáist að því hvernig Þorlákur sótti oft í félagsskap utangarðsfólks, ekki af vorkunnsemi heldur vegna þess að honum leið betur með þeim en meðal höfðingja og valdamanna. Hér var einhver sem hefði gefið sér tíma til að koma og setjast hjá mér öll þau skipti sem ég upplifði mig út undan vegna þess að mannamót voru einfaldlega of yfirþyrmandi.“ Við lestur Þorláks sögu helga fann Aimée vin í trúnni sem hún segir hafa hvatt sig til að gangast við sjálfri sér eins og hún er og fela ekki einhverfu sína í von um að ganga í augu annarra. Vefvettvangur einhverfra kaþólikka Skömmu síðar, árið 2017, stofnsetti Aimée vefsíðuna The Mission of Saint Thorlak. Hana langaði að koma á fót vettvangi þar sem einhverfir kaþólikkar gætu tengst í gegnum heilagan Þorlák. Í leiðinni langaði hana að breiða út sögu Þorláks sem var þá lítt þekktur út fyrir lítið samfélag kaþólskra Íslendinga. Í gegnum samskipti sín við einhverfa kaþólikka um allan heim á heimasíðunni og samfélagsmiðlum komst hún að raun um það hvað fræðsla um einhverfu innan kaþólsku kirkjunnar væri af skornum skammti. „Aftur og aftur veitti saga og fordæmi heilags Þorláks öðrum sömu von og sama innblástur og það hafði veitt mér. Það virtist sem að nýr kafli trúboðs heilags Þorláks væri að hefjast á okkar tíma sem næði út fyrir Ísland til allra heimshorna,“ segir Aimée. Hún komst á endanum í kynni við einhverfan kaþólskan prest, séra Mark Nolette að nafni, sem hreifst af framtaki hennar. Árið 2020 stofnuðu þau saman samtökin Autism Consecrated með það að markmiði að gera upplýsingar um heilagan Þorlák aðgengilegar á netinu. Merki Autism Consecrated.Autism Consecrated Síðan þá hafa samtökin hafið að bjóða upp á sérstaka þjálfun fyrir einhverfa sem vilja starfa á vettvangi kirkjunnar og sömuleiðis sótt fundi með einstaklingum og söfnuðum víða með það að leiðarljósi að finna úrræði til að mæta þörfum og áskorunum einhverfra innan kirkjunnar. Aimée segir þó að enn sé langt í land og að einhverfir mæti enn mikilli fáfræði og eigi oft erfitt með að samsama sig innan kaþólskra söfnuða. Hana langar að varpa ljósi á áskoranir einhverfra og útrýma skaðlegum staðalímyndum með sögu Þorláks helga Þórhallssonar. Auðvitað er ómögulegt að fullyrða um það hvort Þorlákur helgi hafi verið einhverfur, skynsegin á annan hátt eða nokkuð annað. Þorlákur helgi Þórhallsson hefur verið látinn í rúmar átta aldir og þó svo að við eigum góðar heimildir um ævi hans, sem varpa í leiðinni ljósi á persónuleika hans sem þótti vægast sagt óvenjulegur, er þar með ekki sagt að hægt sé að greina hann né heldur að það hafi mikið upp á sig eða sé yfirhöfuð réttlætanlegt að honum löngu látnum. Eitthvað er það þó í sögu hans sem veitir einhverfu fólki um allan heim innblástur. Róm, París og Skálholt Þorlákur var fæddur fátækum foreldrum að Hlíðarenda í Fljótshlíð árið 1133. Hann var uppi á miklum umbrotatímum í sögu trúarinnar og fræða almennt. Í höfuðbólum fræðanna, Róm, París, Cluny og víðar, sveif andi framfara og byltinga yfir vötnum. Kirkjan gerði auknar kröfur til veraldlegra leiðtoga og róttæk siðbótarhreyfing var á blússandi siglingu. Skólaspekin var að ryðja sér til rúms og mitt í hringiðunni sem ól af sér menn eins og Pétur Abélard og Tómas frá Akvínó hrærðist Íslendingur sem flutti nýjustu spekina og stefnurnar heim með sér. Oddakirkja á Rangárvöllum.Wikimedia Foreldrar Þorláks voru svo fátækir að þeir neyddust til að bregða búi þegar Þorlákur var ungur að aldri. Halla móðir hans fór þá með son sinn í „hinn æðsta höfuðstað“ héraðsins, Odda á Rangárvöllum, þar sem hann ólst upp og lærði hjá Eyjólfi presti Sæmundarsyni, syni Sæmundar fróða. Í Þorláks sögu helga segir að hann hafi verið námsfús, bráðgáfaður og hvers manns hugljúfi. Hann var vígður til prests af Hólabiskup á Alþingi aðeins fimmtán ára gamall. Hann hélt utan til náms og var sex ár í París og Lincoln á Englandi við einhver mestu fræðasetur heims. Í námi sínu kynntist hann þeim nýjungum sem hann átti síðar eftir að bera heim til Íslands. Eftir utanförina var hann prestur í Kirkjubæ á Síðu og átti síðar þátt í stofnun klausturs í Þykkvabæ í Veri, hinu fyrsta á Íslandi af reglu Ágústínusarbræðra. Eini Íslendingurinn sem lastaði aldrei veðrinu Þorláki er lýst sem þöglum og örlátum manni, öguðum og nákvæmum. Sagt er frá því að hann hafi kunnað illa við fjölmenni og sömuleiðis við að predika og halda messu. Hann var stirður í máli og það er sérstaklega tekið fram að Þorlákur lastaði aldrei veðrinu, sem hefur greinilega verið alsiða á Íslandi allt frá landnámi. Sagt er einnig frá því þegar frændur hans hvöttu hann til að gifta sig. Það samræmdist auðvitað ekki kenningum siðbótahreyfingarinnar en Íslendingar voru ekki eins móttækilegir fyrir því. Hann lét á endanum undan og fór með frændum sínum til að biðja ekkju nokkurrar. Deildar meiningar eru hvort Jesús Kristur hafi raunverulega birst Þorláki í draumi eða hvort um snjallt undanbragð hafi verið að ræða. „En er þeir tóku svefn eftir góðan beina á þeirri hinni sömu nótt, þá sýndist Þorláki í draumi maður göfuglegur yfirlits og með sæmiligum búningi og mælti: „hvert hafið þér ætlað hingað yðvart eyrendi,” segir hann, „ef þér megið ráða?” — Þorlákur svaraði: „ég veit eigi hverju verða vill,” segir hann. Sá mælti, er honum sýndist í drauminum: „veit ég,” sagði hann, „at þú ætlar þér hér konu að biðja, en þú skalt það mál eigi upp láta koma, af því at það mun eigi ráðið verða, og er þér önnur brúður miklu æðri huguð, ok skaltu öngrar annarrar fá.” Heilagur Þorlákur prýðir sextándu aldar altariskvæði frá Hólum í Hjaltadal.Sarpurinn Á Alþingi 1174 var Þorlákur kosinn biskup í Skálholti í stað Klængs Þorsteinssonar. Hann fór utan til vígslu 1177 og var vígður til biskups í Niðarósi 2. júlí 1178. Hann var biskup í Skálholti til dauðadags 23. desember 1193. Fljótlega eftir lát hans fór orð af helgi hans og voru bein hans tekin úr jörðu 20. júlí 1198. Á alþingi 1199 voru fyrst lesnar upp kraftaverkasögur af Þorláki og dánardagur hans var gerður lögtekinn messudagur. Á kaþólskum tíma voru yfir 50 kirkjur helgaðar heilögum Þorláki og aðeins Pétri postula, Maríu og Ólafi helga voru helgaðar fleiri kirkjur en honum. 14. janúar 1984 lýsti Stjórnardeild sakramenta og guðsdýrkunar í Páfagarði því yfir að Þorlákur helgi væri verndardýrlingur Íslands, með samþykki Jóhannesar Páls II. páfa. Þorlákur kaus sér heldur félagsskap við fátækt fólk og jaðarsetta, var einarður í trúariðkun sinni og átti erfitt með málamiðlanir þegar siðferðileg sannfæring hans var annars vegar. Þetta síðastnefnda var nokkuð sem kom honum ítrekað upp á kant við höfðingja og aðra valdamenn í íslensku samfélagi. Höfundar biskupasagna nota auðvitað ekki hugtök sálfræði og taugalækninga nútímans en allt er þetta hegðunarmynstur sem samrýmast reynslu einhverfra með einum eða öðrum hætti. Þorlákur bænheyri alla Vinsældir Þorláks fara ört vaxandi, um allan heim og hér á landi. Séra Jakob Roland, kanslari Reykjavíkurbiskupsdæmis, segir fólk ákalla hann í bænum sínum og fá bænheyrslu og sífellt fleiri koma að styttu hans í Landakotskirkju og kveikja á kerti. Séra Jakob heldur sérstaklega upp á heilagan Þorlák og fagnar því að einhverfir sem aðrir finni huggun og fyrirmynd í sögu hans og kraftaverkum. Um það hvort hann hafi verið einhverfur vill hann ekki segja til, enda ekki kaþólsku kirkjunnar að úrskurða neitt um það. Séra Jakob Roland er kanslari Reykjavíkurbiskupsdæmis.Vísir/Rafn Ágúst Hann segir Þorlák helga bænheyra sig í hvívetna og að hann hafi hjálpað ótal sóknarbörnum með vanda stóra og smáa. Jafnvel mál er varða allan heiminn, segir séra Jakob. „Ég heiti á heilagan Antóníus þegar ég týni hlutum, heilaga Ódilíu eða heilaga Lúsíu ef ég er með eitthvað í augunum. En fyrir það stærsta og mikilvægasta heiti ég á heilagan Þorlák,“ segir séra Jakob. Thorlakar víða um hnöttinn Hann kveðst sömuleiðis finna fyrir því að vegna vaxandi vinsælda Þorláks helga Þórhallssonar verndardýrling Íslands biðji æ fleiri fyrir Íslandi og Íslendingum um allan heim. Samhliða því berast samtökum Aimée O'Connell reglulega skilaboð um að vegna stöðu hans sem verndara einhverfra hafi ungmenni um allan tekið upp nafnið Þorlákur, eða „Thorlak“ eins og það er oft stafsett erlendis, við fermingu. „Þorláks saga helga talar sínu máli, enda er heilagur Þorlákur þjóðhetja og saga hans dýrmætur fjársjóður fyrir íslensku þjóðina. Þeir sem lesa sögu hans í dag munu án efa uppgötva sömu eiginleika og veittu þeim innblástur sem þekktu hann í lifanda lífi og gerðu hann þeim kæran. Það á að sjálfsögðu einnig við um einhverfa!“ segir Aimée O'Connell og lítur upp af fartölvuskjánum og á innrammaða ljósmyndina af Hlíðarendabæ sem prýðir vegginn heima hjá henni.
Trúmál Jól Einhverfa Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira