Viðskipti innlent

Bíóstólarnir í Álfa­bakka til sölu

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Uppgefið verð er 6200 krónur með virðisaukaskatti fyrir hvert sæti.
Uppgefið verð er 6200 krónur með virðisaukaskatti fyrir hvert sæti.

Bíósætin í Sambíónum Álfabakka hafa verið auglýst til sölu. Fram kemur í auglýsingu að sætin séu hönnuð fyrir kvikmyndahús, ráðstefnurými eða heimabíó.

Í auglýsingu á Efnisveitunni segir að um þrjú hundruð sæti séu til sölu, og verðið sé fimm þúsund krónur án virðisaukaskatts fyrir hvert sæti, eða um 6200 með virðisaukaskattinum.

Sætin kkosti ný um 40 þúsund krónur.

Sætin eru klædd slitsterku dökku gráu tauefni. Armhvílur eru með drykkjahaldara.

Eins og frægt er verður bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok. Sam-félagið, sem rekur Sambíóin, mun þó halda rekstri kvikmyndahúsanna áfram af fullum krafti bæði í Kringlunni og Egilshöll, sem og á Akureyri.

Drykkjahaldarinn fylgir með.
Sessan til reiðu.

Tengdar fréttir

Bíóinu í Álfa­bakka lokað í janúar­lok

Síðasta sýning í Sambíóunum Álfabakka verður 31. janúar næstkomandi. Sam-félagið, sem rekur Sambíóin, mun þó halda rekstri kvikmyndahúsanna áfram af fullum krafti bæði í Kringlunni og Egilshöll, sem og á Akureyri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×