Fréttamynd

Haller leysir Håland af hólmi

Sébastien Romain Teddy Haller á að leysa Erling Braut Håland af hjá Borussia Dortmund. Haller kemur frá Ajax og kostar rúmlega 30 milljónir evra.

Fótbolti
Fréttamynd

Skrifaði undir nýjan samning með vinstri

Á mánudag tilkynnti þýska stórliðið Bayern München að markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefði skrifað undir samning við félagið til ársins 2026. Samningurinn var greinilega undirritaður nokkru á undan þar sem Cecilía Rán var enn með gifs á hægri hendi og átti í stökustu vandræðum við að skrifa undir með vinstri.

Fótbolti
Fréttamynd

„Metnaðurinn var mikill og framfarirnar ótrúlega hraðar“

Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur samið við stórlið Bayern München til ársins 2026 í þýska boltanum. Markmannsþjálfarinn Þorsteinn Magnússon segir að liðið hafi lengi verið á eftir Cecilíu, sem á framtíðina fyrir sér í íslenska landsliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Cecilía Rán skrifar undir hjá Bayern til 2026

Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur skrifað undir fjögurra ára samning hjá þýska stórliðinu Bayern München. Hún var á láni hjá félaginu á síðari hluta síðasta tímabils en er nú samningsbundin til ársins 2026.

Fótbolti
Fréttamynd

Sadio Mané nálgast Bayern München

Knattspyrnumaðurinn Sadio Mané er við það að innsigla félagsskipti frá Liverpool til Bayern München, en þýsku meistararnir undirbúa nú betrumbætt tilboð í Senegalann.

Enski boltinn
Fréttamynd

Alfreð farinn frá Augsburg

Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool hafnar „hlægilegu“ öðru tilboði Bayern

Liverpool hefur hafnað öðru tilboði Þýskalandsmeistara Bayern München í Senegalann Sadio Mané. Enska liðið vill fá töluvert meira fyrir leikmanninn og greina breskir fjölmiðlar frá því að forráðamönnum Liverpool hafi þótt tilboðið „hlægilegt“.

Fótbolti
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.