Fótbolti

Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Landsliðskonan fiskaði víti en fór illa með gott færi undir lok leiks. 
Landsliðskonan fiskaði víti en fór illa með gott færi undir lok leiks.  Getty/Marcio Machado

Sandra María Jessen fagnaði 1-0 sigri með liði 1. FC Köln gegn Freiburg, liði Ingibjargar Sigurðardóttur, í 15. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar.

Eina mark leiksins kom skömmu fyrir hálfleik, á 43. mínútu, þegar Sandra María sendi fyrirgjöf en boltinn fór í hönd varnarmanns. Vítaspyrna var dæmd og Martyna Wiankowska skoraði.

Þegar Freiburg missti hægri bakvörðinn Nia Szenk af velli um miðjan seinni hálfleik leit allt út fyrir að Köln myndi sigla sigrinum þægilega í höfn, en svo varð ekki.

Sandra María og Weronika Zawistowska fóru illa með góð færi og Freiburg fékk vítaspyrnu í uppbótartíma, frábært tækifæri til að jafna leikinn.

Markmaðurinn Irina Fuchs varð hins vegar hetja leiksins því hún varði vítaspyrnuna og tryggði Köln 1-0 sigur sem kom þeim upp fyrir Freiburg í sjötta sæti þýsku deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×