Bandaríkin Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Örar breytingar í alþjóðamálum undanfarið hafa breytt öryggisumhverfi Íslands í öllum grundvallaratriðum. Handtaka Bandaríkjanna á Nicolás Maduro, forseta Venesúela, um síðustu helgi, og vaxandi áhugi Washington á Grænlandi eru einungis nýjustu dæmin um að hinir sterku fara sínu fram; að þjóðir eiga ekki vini – bara hagsmuni. Skoðun 6.1.2026 06:01 Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur fækkað ráðlögðum bólusetningum barna úr sautján í tíu. Erlent 5.1.2026 23:05 „Loksins ljós við enda ganganna“ Flóttafólk frá Venesúela sem hefur búið hér á landi í þrjú ár fagnar handtöku Niculás Maduro. Loksins ljós við enda ganganna, segir eitt þeirra. Þau óttast þó að fólkið sem er nú við stjórnarvölinn sé enn hættulegra en hann. Það þurfi að koma því öllu frá svo hægt sé að hefja endurreisn í landinu. Innlent 5.1.2026 22:00 „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Utanríkisráðherra telur alþjóðasamfélagið ekki hafa borið næga virðingu fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum eftir aðgerðir Bandaríkjastjórnar um liðna helgi. Hún segir áríðandi að Íslendingar standi vörð um hagsmuni sína gagnvart Bandaríkjamönnum þó að „vinur sé sá er til vamms segir“. Erlent 5.1.2026 21:57 Scary Movie-stjarna látin Jayne Trcka, vaxtarræktarkona og leikkona, lést í desember 62 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir leik sinn í Scary Movie. Lífið 5.1.2026 20:38 Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Utanríkisráðherra telur að Íslandi stafi ekki ógn af Bandaríkjaforseta þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar hans um innlimun Grænlands. Mikilvægt sé að taka orð forsetans og annarra bandarískra ráðamanna alvarlega en standi þeir við þau sé Atlantshafsbandalagið í húfi. Innlent 5.1.2026 20:01 „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hernaðaraðgerð Bandaríkjanna í Venesúela og ummæli Bandaríkjaforseta um Grænland ýfðu upp gömul sár og vöktu reiði hjá Grænlendingum. Þetta segir íbúi í Nuuk sem hvetur Íslendinga til að „ybba gogg“ fyrir hönd Grænlendinga, eins og hún kemst að orði. Bandaríkin séu að hlusta. Erlent 5.1.2026 19:09 Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað talað um að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland. Það sé einkar mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Trump nefndi þetta fyrst árið 2019 á sínu fyrra kjörtímabili en mun meiri þungi hefur færst í orðræðuna vestanhafs á undanförnum dögum. Erlent 5.1.2026 16:56 Upphaf langra málaferla Nicolás Maduro, forseti Venesúela, og Cilia Flores, eiginkona hans, hafa verið flutt í dómshúsi í New York þar sem þau verða færð fyrir dómara fyrsta sinn. Bæði eru ákærð fyrir aðkomu að umfangsmiklu smygli fíkniefna til Bandaríkjanna og hryðjuverkastarfsemi en þau voru fjarlægð með hervaldi frá Venesúela á dögunum. Erlent 5.1.2026 16:00 Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag. Þá segir hún Dani enn koma fram við Grænlendinga eins og annars flokks borgara. Innlent 5.1.2026 16:00 „Það mun reyna á okkur hér“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kveðst sátt við þau svör og skýringar sem utanríkisráðherra hafi veitt á fundi utanríkismálanefndar í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Hún telur ljóst að aðgerðirnar stangist á við alþjóðalög en hún væntir þess að þingnefndin muni eiga enn reglulegri fundi með utanríkisráðherra og fulltrúum ráðuneytisins í ljósi þeirra víðsjárverðu tíma sem uppi eru í alþjóðakerfinu. Það muni reyna enn frekar á stjórnmálamenn hér sem annars staðar að takast á við nýjan veruleika. Innlent 5.1.2026 15:10 Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Árás Bandaríkjastjórnar á Venesúela um helgina var fyrsta hernaðaraðgerð hennar í Rómönsku Ameríku á þessari öld. Bandaríkin eiga sér hins vegar aldalanga sögu íhlutana í heimshluta sem þarlendir ráðamenn hafa oft skilgreint sem „bakgarð“ þeirra. Erlent 5.1.2026 15:03 Venesúela og sögulegu fordæmin Trump og ráðgjafar hans virðast vilja pólitískan ávinning stríðs án þess að þurfa í raun að heyja það. Þeir vilja stuttu leiðina að fasísku stjórnarfari – lýsa strax yfir miklum sigri og nota samfélagsmiðla til að ráðast gegn óvinum heima fyrir. En fasismi krefst ekki skyndiaðgerða, heldur raunverulegra átaka sem setja almenning í hættu og draga hann þannig inn í ofbeldið. Umræðan 5.1.2026 14:18 Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Seint á árinu 2016 fóru bandarískir útsendarar í Havana að tilkynna um óútskýrð veikindi sem síðar fengu heitið Havana-heilkennið. Einkennin voru meðal annars höfuðverkur, svimi, jafnvægisleysi, minnistruflanir og skynjun á undarlegum hljóðum eða þrýstingi í höfði. Lífið 5.1.2026 13:48 Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. Innlent 5.1.2026 13:43 Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Prófessor í stjórnmálafræði segir að taka þurfi orð forseta Bandaríkjanna um Grænland og hans ásælni alvarlega. Í ljósi framgöngu Bandaríkjastjórnar í Venesúela sé ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi til þess að ná yfirráðum yfir Grænlandi. Innlent 5.1.2026 13:18 Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Fjallaljón er talið hafa banað konu í Colorado á nýársdag. Árásir fjallaljóna á menn eru gífurlega sjaldgæfar en maður segist hafa varist árás fjallaljóns á svipuðum slóðum nokkrum dögum áður. Erlent 5.1.2026 13:08 Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Delcy Rodríguez, varaforseti Venesúela, mun í dag sverja embættiseið og taka við sem forseti landsins. Nicolas Maduro forseti Venesúela, sem var handsamaður af Bandaríkjamönnum um helgina, mætir fyrir dómara í New York í dag. Erlent 5.1.2026 12:26 Játaði ást sína á Jenner Hollywood-stjarnan Timothee Chalamet var valinn besti leikarinn á verðlaunahátíð bandarískra gagnrýnenda fyrir leik sinn í kvikmyndinni Marty Supreme og nýtti tækifærið til að játa ást sína á kærustu sinni, Kylie Jenner. Bíó og sjónvarp 5.1.2026 11:59 Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Innlent 5.1.2026 11:09 Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Réttarhöld gegn einum af fyrstu lögregluþjónunum sem mættu á vettvang skotárásar í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022 hefjast í dag. Adrian Gonzales hefur verið ákærður fyrir að yfirgefa 29 börn vegna aðgerðaleysis þegar táningur myrti nítján nemendur og tvo kennara í skólanum. Erlent 5.1.2026 11:08 Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Dómstóll í París hefur dæmt tíu manns í allt að átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að halda því ranglega fram að Brigitte Macron, eiginkona Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hafi fæðst sem karlmaður og sé trans kona. Erlent 5.1.2026 10:49 Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma. Erlent 5.1.2026 10:17 Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Frönsk yfirvöld ætla að rannsaka framleiðslu Grok, spjallmennis samfélagsmiðilsins X, á fölsuðum klámmyndum af konum. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt um að spjallmennið hafi verið notað til þess að búa til kynferðislegar myndir af þeim. Erlent 5.1.2026 09:18 Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Stjórnvöld á Kúbu fullyrða að 32 kúbverskir liðsforingjar hafi fallið í hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Venesúela um helgina. Þeir hafi unnið að aðgerðum í Venesúela að ósk þarlendra yfirvalda. Erlent 5.1.2026 08:34 Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Sundurlyndi, yfirlýsingagleði og dauðahald í horfinn heim er ekki það sem við þörfnumst nú um stundir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í aðsendri grein sem birtist á Vísi nú í morgun. Hún segir sótt að þeim grunngildum sem Ísland byggir utanríkisstefnu sína á og að Íslendingar geti ekki „lokað augunum“ á sama tíma og umheimurinn tekur „sögulegum breytingum“. Innlent 5.1.2026 07:50 Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Delcy Rodríguez, varaforseti Venesúela og sitjandi forseti í fjarveru Nicolás Maduro, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún virðist rétta fram sáttarhönd til stjórnvalda í Bandaríkjunum. Erlent 5.1.2026 06:49 „Nú er nóg komið“ Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hefur nú einnig tjáð sig um ummæli Donalds Trump og ríkisstjórnar hans í kjölfar árása Bandaríkjanna á Venesúela. Að Bandaríkin geri hótanir sínar um innlimun Grænlands að raun verður raunhæfara með deginum og Jens-Frederik segir nóg komið. Erlent 4.1.2026 23:25 „Ég neyðist til að segja það hreint út“ „Ég neyðist til að segja það hreint út við Bandaríkin,“ segir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í stuttri en beinskeyttri yfirlýsingu sem hún birti á heimasíðu forsætisráðuneytisins í kvöld. Erlent 4.1.2026 21:16 Stjórn Maduro situr sem fastast Venesúelski herinn hefur viðurkennt valdatöku Delcy Rodríguez sem starfandi forseta landsins. Hún var varaforseti, fjármálaráðherra og olíumálaráðherra í valdatíð Maduro. Því er ekki ljóst hvaða breytingar, ef einhverjar, árás Bandaríkjanna kemur til með að hafa á stjórnarfar í Venesúela. Bandamenn Maduro hafa enn töglin og hagldirnar í stjórn landsins. Erlent 4.1.2026 19:15 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Örar breytingar í alþjóðamálum undanfarið hafa breytt öryggisumhverfi Íslands í öllum grundvallaratriðum. Handtaka Bandaríkjanna á Nicolás Maduro, forseta Venesúela, um síðustu helgi, og vaxandi áhugi Washington á Grænlandi eru einungis nýjustu dæmin um að hinir sterku fara sínu fram; að þjóðir eiga ekki vini – bara hagsmuni. Skoðun 6.1.2026 06:01
Fækkar ráðlögðum bóluefnum Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna, CDC, hefur fækkað ráðlögðum bólusetningum barna úr sautján í tíu. Erlent 5.1.2026 23:05
„Loksins ljós við enda ganganna“ Flóttafólk frá Venesúela sem hefur búið hér á landi í þrjú ár fagnar handtöku Niculás Maduro. Loksins ljós við enda ganganna, segir eitt þeirra. Þau óttast þó að fólkið sem er nú við stjórnarvölinn sé enn hættulegra en hann. Það þurfi að koma því öllu frá svo hægt sé að hefja endurreisn í landinu. Innlent 5.1.2026 22:00
„Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ Utanríkisráðherra telur alþjóðasamfélagið ekki hafa borið næga virðingu fyrir Alþjóðlega sakamáladómstólnum eftir aðgerðir Bandaríkjastjórnar um liðna helgi. Hún segir áríðandi að Íslendingar standi vörð um hagsmuni sína gagnvart Bandaríkjamönnum þó að „vinur sé sá er til vamms segir“. Erlent 5.1.2026 21:57
Scary Movie-stjarna látin Jayne Trcka, vaxtarræktarkona og leikkona, lést í desember 62 ára að aldri. Hún var þekktust fyrir leik sinn í Scary Movie. Lífið 5.1.2026 20:38
Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Utanríkisráðherra telur að Íslandi stafi ekki ógn af Bandaríkjaforseta þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar hans um innlimun Grænlands. Mikilvægt sé að taka orð forsetans og annarra bandarískra ráðamanna alvarlega en standi þeir við þau sé Atlantshafsbandalagið í húfi. Innlent 5.1.2026 20:01
„Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hernaðaraðgerð Bandaríkjanna í Venesúela og ummæli Bandaríkjaforseta um Grænland ýfðu upp gömul sár og vöktu reiði hjá Grænlendingum. Þetta segir íbúi í Nuuk sem hvetur Íslendinga til að „ybba gogg“ fyrir hönd Grænlendinga, eins og hún kemst að orði. Bandaríkin séu að hlusta. Erlent 5.1.2026 19:09
Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað talað um að Bandaríkin „verði“ að eignast Grænland. Það sé einkar mikilvægt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Trump nefndi þetta fyrst árið 2019 á sínu fyrra kjörtímabili en mun meiri þungi hefur færst í orðræðuna vestanhafs á undanförnum dögum. Erlent 5.1.2026 16:56
Upphaf langra málaferla Nicolás Maduro, forseti Venesúela, og Cilia Flores, eiginkona hans, hafa verið flutt í dómshúsi í New York þar sem þau verða færð fyrir dómara fyrsta sinn. Bæði eru ákærð fyrir aðkomu að umfangsmiklu smygli fíkniefna til Bandaríkjanna og hryðjuverkastarfsemi en þau voru fjarlægð með hervaldi frá Venesúela á dögunum. Erlent 5.1.2026 16:00
Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði í færslu sem hún birti á samfélagsmiðlum í dag. Þá segir hún Dani enn koma fram við Grænlendinga eins og annars flokks borgara. Innlent 5.1.2026 16:00
„Það mun reyna á okkur hér“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kveðst sátt við þau svör og skýringar sem utanríkisráðherra hafi veitt á fundi utanríkismálanefndar í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Hún telur ljóst að aðgerðirnar stangist á við alþjóðalög en hún væntir þess að þingnefndin muni eiga enn reglulegri fundi með utanríkisráðherra og fulltrúum ráðuneytisins í ljósi þeirra víðsjárverðu tíma sem uppi eru í alþjóðakerfinu. Það muni reyna enn frekar á stjórnmálamenn hér sem annars staðar að takast á við nýjan veruleika. Innlent 5.1.2026 15:10
Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Árás Bandaríkjastjórnar á Venesúela um helgina var fyrsta hernaðaraðgerð hennar í Rómönsku Ameríku á þessari öld. Bandaríkin eiga sér hins vegar aldalanga sögu íhlutana í heimshluta sem þarlendir ráðamenn hafa oft skilgreint sem „bakgarð“ þeirra. Erlent 5.1.2026 15:03
Venesúela og sögulegu fordæmin Trump og ráðgjafar hans virðast vilja pólitískan ávinning stríðs án þess að þurfa í raun að heyja það. Þeir vilja stuttu leiðina að fasísku stjórnarfari – lýsa strax yfir miklum sigri og nota samfélagsmiðla til að ráðast gegn óvinum heima fyrir. En fasismi krefst ekki skyndiaðgerða, heldur raunverulegra átaka sem setja almenning í hættu og draga hann þannig inn í ofbeldið. Umræðan 5.1.2026 14:18
Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Seint á árinu 2016 fóru bandarískir útsendarar í Havana að tilkynna um óútskýrð veikindi sem síðar fengu heitið Havana-heilkennið. Einkennin voru meðal annars höfuðverkur, svimi, jafnvægisleysi, minnistruflanir og skynjun á undarlegum hljóðum eða þrýstingi í höfði. Lífið 5.1.2026 13:48
Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það skipta mestu máli í yfirlýsingum íslenskra yfirvalda að ítreka að allar þjóðir virði alþjóðalög. Hann segir yfirlýsingar utanríkisráðherra um helgina hafa verið veikar. Samstaða meðal þjóða um að virða alþjóðalög, lýðræði og frið sé það mikilvægasta. Hann segir það nýjan veruleika ætli Bandaríkin að taka Grænland og ekkert land verði óhult verði það raunin, ekki Ísland heldur. Innlent 5.1.2026 13:43
Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Prófessor í stjórnmálafræði segir að taka þurfi orð forseta Bandaríkjanna um Grænland og hans ásælni alvarlega. Í ljósi framgöngu Bandaríkjastjórnar í Venesúela sé ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi til þess að ná yfirráðum yfir Grænlandi. Innlent 5.1.2026 13:18
Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Fjallaljón er talið hafa banað konu í Colorado á nýársdag. Árásir fjallaljóna á menn eru gífurlega sjaldgæfar en maður segist hafa varist árás fjallaljóns á svipuðum slóðum nokkrum dögum áður. Erlent 5.1.2026 13:08
Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Delcy Rodríguez, varaforseti Venesúela, mun í dag sverja embættiseið og taka við sem forseti landsins. Nicolas Maduro forseti Venesúela, sem var handsamaður af Bandaríkjamönnum um helgina, mætir fyrir dómara í New York í dag. Erlent 5.1.2026 12:26
Játaði ást sína á Jenner Hollywood-stjarnan Timothee Chalamet var valinn besti leikarinn á verðlaunahátíð bandarískra gagnrýnenda fyrir leik sinn í kvikmyndinni Marty Supreme og nýtti tækifærið til að játa ást sína á kærustu sinni, Kylie Jenner. Bíó og sjónvarp 5.1.2026 11:59
Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Formaður utanríkismálanefndar segir heim þar sem stórveldi beita valdi til að ná sínu fram ekki gera heiminn betri fyrir smáríki eins og Ísland. Það sé erfitt að sjá hvernig aðgerðir Bandaríkjanna í Venesúela samrýmist alþjóðalögum, en á móti hafi stjórn Maduro einkennst af „ógeðslegu stjórnarfari“. Trúnaður ríkir um það sem fram kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun en utanríkisráðherra var gestur fundarins sem boðaður var í framhaldi af aðgerðum Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Innlent 5.1.2026 11:09
Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Réttarhöld gegn einum af fyrstu lögregluþjónunum sem mættu á vettvang skotárásar í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022 hefjast í dag. Adrian Gonzales hefur verið ákærður fyrir að yfirgefa 29 börn vegna aðgerðaleysis þegar táningur myrti nítján nemendur og tvo kennara í skólanum. Erlent 5.1.2026 11:08
Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Dómstóll í París hefur dæmt tíu manns í allt að átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að halda því ranglega fram að Brigitte Macron, eiginkona Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hafi fæðst sem karlmaður og sé trans kona. Erlent 5.1.2026 10:49
Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Áhafnir að minnsta kosti sextán olíuflutningaskipa virðast vera að reyna að komast gegnum herkví Bandaríkjanna um Venesúela. Slökkt hefur verið á sendum skipanna eða raunverulegar staðsetningar þeirra huldar á síðustu tveimur dögum en þar áður höfðu skipin verið við bryggju í Venesúela til lengri tíma. Erlent 5.1.2026 10:17
Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Frönsk yfirvöld ætla að rannsaka framleiðslu Grok, spjallmennis samfélagsmiðilsins X, á fölsuðum klámmyndum af konum. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt um að spjallmennið hafi verið notað til þess að búa til kynferðislegar myndir af þeim. Erlent 5.1.2026 09:18
Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Stjórnvöld á Kúbu fullyrða að 32 kúbverskir liðsforingjar hafi fallið í hernaðaraðgerðum Bandaríkjanna í Venesúela um helgina. Þeir hafi unnið að aðgerðum í Venesúela að ósk þarlendra yfirvalda. Erlent 5.1.2026 08:34
Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Sundurlyndi, yfirlýsingagleði og dauðahald í horfinn heim er ekki það sem við þörfnumst nú um stundir,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra í aðsendri grein sem birtist á Vísi nú í morgun. Hún segir sótt að þeim grunngildum sem Ísland byggir utanríkisstefnu sína á og að Íslendingar geti ekki „lokað augunum“ á sama tíma og umheimurinn tekur „sögulegum breytingum“. Innlent 5.1.2026 07:50
Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Delcy Rodríguez, varaforseti Venesúela og sitjandi forseti í fjarveru Nicolás Maduro, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún virðist rétta fram sáttarhönd til stjórnvalda í Bandaríkjunum. Erlent 5.1.2026 06:49
„Nú er nóg komið“ Jens-Frederik Nielsen formaður landsstjórnar Grænlands hefur nú einnig tjáð sig um ummæli Donalds Trump og ríkisstjórnar hans í kjölfar árása Bandaríkjanna á Venesúela. Að Bandaríkin geri hótanir sínar um innlimun Grænlands að raun verður raunhæfara með deginum og Jens-Frederik segir nóg komið. Erlent 4.1.2026 23:25
„Ég neyðist til að segja það hreint út“ „Ég neyðist til að segja það hreint út við Bandaríkin,“ segir Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur í stuttri en beinskeyttri yfirlýsingu sem hún birti á heimasíðu forsætisráðuneytisins í kvöld. Erlent 4.1.2026 21:16
Stjórn Maduro situr sem fastast Venesúelski herinn hefur viðurkennt valdatöku Delcy Rodríguez sem starfandi forseta landsins. Hún var varaforseti, fjármálaráðherra og olíumálaráðherra í valdatíð Maduro. Því er ekki ljóst hvaða breytingar, ef einhverjar, árás Bandaríkjanna kemur til með að hafa á stjórnarfar í Venesúela. Bandamenn Maduro hafa enn töglin og hagldirnar í stjórn landsins. Erlent 4.1.2026 19:15