HM í fótbolta 2026

HM í fótbolta 2026

HM í fótbolta karla fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó dagana 11. júní til 19. júlí 2026.

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Sagði fögnuð Norð­manna „aumkunar­verðan“

    Skrif sænska fótboltablaðamannsins Olof Lundh um hversu „aumkunarvert“ það sé að Norðmenn ætli að fagna því sérstaklega í Osló í dag, að vera komnir inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn frá árinu 1998, hafa vakið viðbrögð í Noregi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Ís­landi

    Heimir Hallgrímsson fagnaði vel í leikslok en var yfirvegaður þegar hann mætti á blaðamannafundinn eftir dramatískan sigur á Ungverjum í Búdapest í gær. Undir hans stjórn gerðu Írar hið ótrúlega, unnu þrjá síðustu leiki sína í riðlinum og tryggðu sér sæti í umspilinu um laust HM-sæti.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Heimir hylltur og beðinn af­sökunar á Twitter

    Eins og hefur komið fram þá var sigur Íra á Ungverjum magnþrunginn og dramatískur en sigurmark þeirra í 2-3 útisigri á Ungverjum kom á 96. mínútu. Heimir Hallgrímsson var hylltur á samfélagsmiðlinum X áður Twitter.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verk­efni“

    Ísland tapaði á grátlegan hátt fyrir Úkraínu fyrr í kvöld í Varsjá. Leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna og var leikurinn gerður upp eftir leik þar sem Kári Árnason og Lárus Orri Sigurðsson voru beðnir um hugmyndir að breytingum á liðinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Full­komin undan­keppni hjá Noregi

    Ítalía tók á móti Noregi í Mílanó í lokaleik I riðilsins í undankeppni HM ´26. Norðmenn sneru leiknum við í seinni hálfleik en Ítalir komust yfir en Noregur fór í gegnum riðilinn án þess að tapa leik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Vilt ein­hvern veginn ekki gera neitt“

    Hákon Arnar Haraldsson, fyrirliði Íslands, sagðist svo sannarlega finna mikla tómleikatilfinningu eftir tapið gegn Úkraínu í kvöld. HM-draumurinn er úti en eins og Hákon benti á eru hann og margir aðrir í liðinu ungir að árum, og nú verður stefnan sett á EM 2028.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Ó­hræddir við að vinna þennan leik“

    Ísland og Úkraína mætast kl 17:00 í dag í leik um 2. sæti D-riðils í undankeppni HM 2026. Það er mikið undir en sigur eða jafntefli dugir Íslandi til þess að komast í umspil um sæti á HM. Leikurinn er kl 17:00 og er í opinni dagskrá á Sýn Sport.

    Sport
    Fréttamynd

    Arnar: Ég laug að­eins að strákunum í sumar

    Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari var til viðtals út á velli rétt fyrir leikinn gegn Úkraínu í Varsjá. Hann útskýrði breytingarnar á byrjunarliðinu og hvað hann er að pæla í þessum mikilvæga leik. Leikurinn hefst kl. 17 í dag og er í opinni dagskrá á Sýn Sport.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Haaland þakk­látur mömmu sinni

    Erling Haaland er með alvöru íþróttagen sem eflaust hafa hjálpað honum að verða að þeirri markamaskínu sem hann er. Hann kveðst afar þakklátur fyrir mömmu sína, Gry Marita Braut.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag

    Ruslan Malinovskyi er klár í slaginn með Úkraínu fyrir leik dagsins við Ísland. Það eru ekki frábærar fréttir fyrir Ísland, en hann er að stíga upp úr meiðslum, hvíldi gegn Frökkum og vonast til að Úkraínumenn endurtaki leikinn frá 5-3 sigrinum í Laugardal í október.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    200 gegn 18 þúsund

    Búist er við 18 þúsund manns eða svo í stúkunni er Úkraínumenn og Íslendingar takast á um umspilssæti fyrir HM 2026 í fótbolta í Varsjá síðdegis. Áhugavert verður að sjá hvernig strákarnir okkar mæta til leiks en þjálfarinn lofar breytingum.

    Fótbolti