HM í fótbolta 2026

HM í fótbolta 2026

HM í fótbolta karla fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó dagana 11. júní til 19. júlí 2026.

Leikirnir




    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Saka FIFA um okur­verð á miðum á HM næsta sumar

    Óhætt er að segja að miðaverð á leiki á heimsmeistaramótið í fótbolta næsta sumar sé komið út fyrir öll velsæmismörk. FIFA hefur verið hvatt til að stöðva miðasölu á HM eftir að í ljós kom að dyggustu stuðningsmenn þjóða stæðu frammi fyrir „okurverði“ á miðum, þar sem ódýrustu miðarnir á úrslitaleikinn kosta yfir þrjúsund pund eða 510 þúsund krónur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Saka for­seta FIFA um í­trekuð brot og fara fram á rann­sókn

    Form­leg kvörtun hefur verið send til siða­nefndar Alþjóðaknatt­spyrnu­sam­bandsins (FIFA) og þar full­yrt að for­seti sam­bandsins, Gianni Infantino, hafi ítrekað brotið á hlut­leysis­skyldu sinni þegar kemur að stjórn­málum. Er þess enn fremur krafist að rannsókn fari fram á ferlinu sem leiddi til þess að Donald Trump, for­seti Bandaríkjanna, hlaut fyrstu friðar­verð­laun FIFA.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo slapp við bann á HM

    Rauða spjaldið sem Cristiano Ronaldo fékk á móti lærisveinum Heimis Hallgrímssonar fyrr í þessum mánuði, í 2-0 tapi Portúgals gegn Írlandi, mun ekki hafa áhrif á þátttöku hans á HM í fótbolta næsta sumar.

    Fótbolti