Meistaradeildin

Fréttamynd

UEFA setur pressu á City Football Group

UEFA hefur sett City Football Group tvo valkosti fyrir næsta tímabil. Ef ekki verður farið eftir fyrirmælum fyrir 3. júní verður annað hvort Manchester City eða Girona lækkað um tign og látið spila í Evrópudeildinni á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Hafnað af Stoke og var stuðnings­maður Real síðast

Í einvígi stórveldanna Real Madrid og Bayern München hefðu sjálfsagt fáir spáð því að aðalhetjan yrði hinn 34 ára gamli Joselu, lánsmaður frá B-deildarliði Espanyol sem Stoke City taldi sig ekki hafa not fyrir, en sú varð raunin.

Fótbolti
Fréttamynd

„Höfum vaxið með hverjum leik“

Edin Terzić, þjálfari Borussia Dortmund, var eðlilega svífandi um á bleiku skýi þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 1-0 sigur sinna manna í París. Dortmund lagði París Saint-Germain samanlagt 2-0 í einvígi liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Dort­mund í úr­slit eftir sigur í París

Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. 

Fótbolti
Fréttamynd

Drakk átta bjóra fyrir beina út­sendingu

Viðtal Jamie Carragher við Jadon Sancho, leikmann Dortmund, hefur vakið athygli en Carragher viðurkenndi að hafa drukkið átta bjóra með stuðningsmönnum Dortmund áður en hann fór í beina útsendingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Ein­vígið gal­opið eftir jafn­tefli í Þýska­landi

Bayern München og Real Madríd gerðu 2-2 jafntefli í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Einvígið er því galopið fyrir síðari leikinn sem fram fer á Santiago Bernabéu-vellinum í Madríd eftir tæpa viku.

Fótbolti