Hernaður

Fréttamynd

Hafa áhyggjur af auknum árásum á almenna borgara

Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa miklar áhyggjur af fregnum af auknum árásum á almenna borgara í Afganistan. Sameinuðu þjóðirnar segja þær árásir hafa náð nýjum hæðum að undanförnu samhliða stórri sókn Talibana, sem hafa lagt undir sig stóran hluta landsins síðustu mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Tugir þúsunda flýja her­sveitir frá Tigray

Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni.

Erlent
Fréttamynd

Hóp­­smit um borð í flug­­móður­­skipi drottningar

Um hundrað her­menn á breska flug­móður­skipinu HMS Qu­een Eliza­beth, sem er nefnt í höfuðið á Elísa­betu Eng­lands­drottningu, hafa greinst með Co­vid-19. Her­mennirnir eru allir full­bólu­settir og mun skipið halda á­fram leið­angri sínum.

Erlent
Fréttamynd

Talibanar ráða flugmenn markvisst af dögum

Vígamenn Talibana hafa ráðið minnst sjö flugmenn í flugher Afganistans af dögum á undanförnum mánuðum. Talibanar reyna markvisst að myrða flugmenn sem hafa verið þjálfaðir af Bandaríkjunum og Atlantshafsbandalaginu til að draga úr yfirburðum stjórnarhers landsins í lofti og loftárásum.

Erlent
Fréttamynd

Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur

Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar.

Erlent
Fréttamynd

Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan

Rúmlega þúsund afganskir hermenn flúðu til Tadsíkistan í gær þegar vígamenn Talibana sóttu fram gegn þeim í norðurhluta Afganistan í gær. Talibanar náðu stjórn á nokkrum héruðum í norðurhluta landsins en stjórnarherinn á verulega undir högg að sækja á baráttunni við vígamenn.

Erlent
Fréttamynd

Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina

Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan.

Erlent
Fréttamynd

Tyrk­land komið á lista yfir ríki sem tengjast barna­her­mennsku

Tyrklandi var bætt við lista Bandaríkjanna yfir ríki sem hafa tengingu við notkun barnahermanna á undanförnu ári. Þetta er fyrsta skiptið sem Tyrkland, sem er í Atlantshafsbandalaginu, hefur komist á slíkan lista. Talið er að þetta muni flækja samskipti ríkjanna, sem þegar eru nokkuð slæm, umtalsvert.

Erlent
Fréttamynd

Varar við borgarastyrjöld í Afganistan

Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu.

Erlent
Fréttamynd

Upp­reisnar­menn fagna á götum úti

Uppreisnarhersveitir í Tigray héraði, í norðurhluta Eþíópíu, hafa náð völdum að nýju í höfuðborg héraðsins, Mekelle. Það vakti mikla gleði og fögnuðu íbúar á götum úti þegar stjórnarhermenn flúðu borgina.

Erlent
Fréttamynd

Her Eþíópíu hörfar og ríkisstjórnin lýsir yfir einhliða vopnahléi

Ríkisstjórn Eþíópíu hefur lýst yfir einhliða vopnahléi í Tigray-héraði þar sem harðir bardagar eru sagðir hafa geisað á undanförnum mánuðum. Það var gert í kjölfar þess að forsvarsmenn Frelsisfylkingarinnar, sem stjórnaði Eþíópíu á árum áður, segja að þeir hermenn þeirra hafi náð tökum á borginni Mekelle, höfuðborg héraðsins.

Erlent
Fréttamynd

Vígamenn á barnsaldri myrtu yfir 130 íbúa

Vígamennirnir sem myrtu fleiri en 130 í þorpinu Solhan í norðausturhluta Búrkína Fasó fyrr í þessum mánuði voru flestir börn á aldrinum 12 til 14 ára. Þetta segja stjórnvöld í landinu og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.

Erlent
Fréttamynd

Taívan býr sig undir átök við Kína

Joseph Wu, utanríkisráðherra Taívan, segir stjórnvöld þurfa að undirbúa sig undir möguleg hernaðarátök. Þetta sagði hann í viðtali við CNN en fyrir um viku síðan flugu 28 kínverskar herþotur og sprengjuflugvélar inn í lofthelgi landsins.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.