Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Traust til ráðherra í ríkisstjórn hefur snarminnkað milli ára og þá ekki síst traust til Sigurðar Inga, Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur. F

Fréttir
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Claudia Ashanie Wilson lögmaður telur lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hafa gert alvarleg mistök við afskipti af sextán ára syni hennar í vikunni. Lögregla vitjaði piltsins í tvígang í tengslum við leit að ungum strokufanga en þeir eru báðir dökkir á hörund. Ítarlega verður rætt við Claudiu um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en hún hefur ekki tjáð sig um það við fjölmiðla fyrr en nú.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þriðji og langfjölmennasti mótmælafundurinn hingað til var haldinn á Austurvelli í dag til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Mótmælendur krefjast þess að fjármálaráðherra segi af sér og sölunni verði rift. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Forseti Úkraínu segir mikilvægt að hraða vopnaflutningum til landsins frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum vegna aukins þunga í hernaði Rússa í austur og suðurhluta landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um sigur í Mariupol sé borgin ekki á þeirra valdi þar sem barist sé á götum úti í miðborginni. Við greinum frá nýjustu vendingum í Úkraínu í fréttatímanum og okkar maður Heimir Már, manna fróðastur um stríðið, kemur í sett og sýnir okkur hvernig og hvert átökin hafa þróast síðustu daga og vikur.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Enn er leitað að strokufanga sem slapp úr haldi lögreglu á miðvikudag. Í tvígang hefur lögregla haft afskipti af sextán ára dreng sem er algjörlega óskyldur málinu eftir ábendingar um að hann væri strokufanginn. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Karlmaður um þrítugt var hætt kominn um páskana eftir að hafa reynt að flytja þrjátíu pakkningar af kókaíni til landsins innvortis. Innflutningur á fíkniefnum í gegnum Keflavíkurflugvöll virðist hafa stóraukist á milli ára og meira hefur verið tekið af oxíkontín nú en á öllu árinu í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forsætisráðherra telur ekki að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna sölunnar á Íslandsbanka. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja Bankasýsluna niður og rannsókn er hafin á sölunni. Bankasýslan segir söluna í samræmi við yfirlýst áform en skoðar nú lagalega stöðu sína gagnvart söluaðilum bankans.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íbúar í Chernihiv í vesturhluta Úkraínu máttu þola hryllilegar pyntingar og kvalir á meðan þeir voru læstir inni í litlum kjallara vikum saman og gátu enga björg sér veitt. Forseti Úkraínu segist aldrei ætla að láta landsvæði af hendi og hyggst berjast til hins ítrasta.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður áfram fjallað um stöðuna í Úkraínu, en Rússar hyggjast hernema Maríupól áður en helgin er á enda.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Nokkur hundruð manns kröfðust afsagnar fjármálaráðherra á fjöldafundi í dag vegna sölunnar á Íslandsbanka. Mikil fagnaðarlæti brutust út undir þrumuræðum um spillingu og siðblindingja í fjármálakerfinu. Sýnt verður frá mótmælunum í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Trúnaðarmaður VR innan Eflingar segir að Sólveig Anna eigi að skammast sín og að búið sé að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. Vilhjálmur Birgisson ber fullt traust til Sólveigar Önnu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Mikill kostnaður fylgir hópuppsögn allra starfsmanna Eflingar. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum okkar á Stöð 2 og Bylgjunni klukkan hálf sjö. Forseti ASÍ hvetur félagið til að draga ákvörðunina til baka.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjármálaeftirlitið hefur tekið söluna á Íslandsbanka til skoðunar. Viðskiptaráðherra segir óeiningu hafa verið í ríkisstjórn um framkvæmdina en það var hvergi fært til bókar að sögn forsætisráðherra. Þingmaður stjórnarandstöðunnar segir krísuástand í ríkisstjórn. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunni klukkan hálf sjö höldum við áfram með fréttir af síðasta útboði á Íslandsbanka en gagnrýnisraddir aukast eftir því sem meira kemur fram um söluna.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar á Stöð tvö og Bylgjunni klukkan hálf sjö segjum við frá fundi á Austurvelli í dag þar sem fólk kom sama til að mótmæla sölunni á Íslandsbanka. Þá segjum við frá gríðarmiklum eldsvoða sem varð í Endurvinnslustöð hjá Íslenska Gámafélaginu við Helguvík í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Talið er að fimmtíu óbreyttir borgarar hafi fallið og yfir þrjú hundruð særst í eldflaugaárás Rússa á lestarstöð í borginni Kramatorsk í suðausturhluta Úkraínu í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins heimsótti Bucha í dag og segir grimmd Rússa þar skekja allt mannkynið.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar köfum við ofan í söluna á hlutabréfunum í Íslandsbanka þar sem nokkrir góðkunningjar í bankahruninu eru aftur komnir á kreik íbankakerfinu og sumir sem unnu við söluna keyptu bréf og sátu því beggja megin borðs.

Innlent
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá bjartsýni í ferðaþjónustinni. Bílaleigur hafa vart undan að fjölga í flota sínum og bókanir á hótelherberjum fyrir sumarið eru komnar upp í 70 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.