Hafnarfjörður

Fréttamynd

Nemendur hlaupa mílu á hverjum degi

Nemendur Skarðshlíðarskóla hlaupa 1,6 kílómetra á hverjum skóladegi. Skólastjórinn segir hreyfinguna skila árangri í skólastarfinu og ekki veiti af aukahreyfingu. Í nýrri rannsókn Alþjóðaheilbrigðisstofnunar kemur einmitt fram að aðeins 20% barna hreyfi sig nóg.

Innlent
Fréttamynd

Breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti til landsins

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið að sérreglum um kampýlóbakter í alifuglakjöti og öflun viðbótartrygginga vegna salmonellu í samstarfi við Matvælastofnun. Í upphafi ársins samþykkti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimild Íslands til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu í innfluttu kjúklinga- og kalkúnakjöti og eggjum. Viðbótartrygging vegna salmonellu í innfluttu svína- og nautakjöti var samþykkt á fundi sameiginlegu EES nefndarinnar 25. október síðastliðin.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýnir samkrull lóðasölu og byggingar

Eitt hundrað íbúðir verða byggðar á landi íþróttafélagsins Hauka, nái tillögur starfshóps fram að ganga. Oddviti Samfylkingarinnar telur gagnrýnisvert að ágóðinn af uppbyggingunni verði eyrnamerktur byggingu knatthúss Hauka.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.