Hafnarfjörður

Fréttamynd

Á­kærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnar­firði

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði um miðjan september síðastliðinn. Héraðssóknari hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manninum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taldi ekki ástæðu til að krefjast varðhalds yfir honum þegar málið var á borði embættisins.

Innlent
Fréttamynd

Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ

Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, krefst 2,5 milljóna króna í skaðabætur frá Hafnarfjarðarbæ fyrir að hafa afhent fjölmiðlum skýrslu frá endurskoðendafyrirtækinu Deloitte. Í skýrslunni hafi falist aðdróttun um að Jón Rúnar hefði stundað siðferðislega ámælisverð viðskipti.

Innlent
Fréttamynd

Lindex lokað á Ís­landi

Öllum verslunum Lindex verður lokað í síðasta lagi 28. febrúar.  Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, eigandi Lindex, segir engan missa vinnuna við þessi tímamót og að það séu í gangi viðræður um þau verslunarrými sem Lindex hefur verið rekið í.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hafnar­fjörður er ekki bið­stofa

Í áratugi hefur Reykjanesbrautin klofið Hafnarfjörð í tvennt. Á hverjum morgni horfa íbúar í Setbergi og Suðurbæ á eftir dýrmætum tíma í biðröðum sem virðast engan endi ætla að taka. Staðreyndin er sú að íbúar bæjarins búa við verulegar tafir vegna gegnumumferðar sem er bílastraumur sem á ekkert erindi inn í bæinn heldur keyrir aðeins í gegnum hann á leið sinni annað.

Skoðun
Fréttamynd

Guð­mundur Árni vill á­fram leiða Sam­fylkingu í Hafnar­firði

Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, ætlar sér aftur fram í næstu sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann segir að tillaga um að setja á stofn uppstillinganefnd verði lögð fyrir félagsfund flokksins á fimmtudag. Verði sú tillaga samþykkt hafi nefndin fram í miðjan febrúar til að stilla upp lista.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum

Heildarkostnaður Reykjavíkurborgar og Landspítala vegna veikinda starfsmanna síðustu þrjú ár nemur um átján milljörðum króna hjá hvorri stofnun. Veikindi í opinberum stofnunum eru algengari nú en fyrir nokkrum árum. Veikindahlutfall hjá Seltjarnarnesi lækkaði um fjórðung milli ára eftir að sveitarfélagið réðst í aðgerðir að sögn bæjarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur vilja tvö efstu hjá Við­reisn

Jón Ingi Hákonarson bæjarfulltrúi og Karólína Helga Símonardóttir, varabæjarfulltrúi og 1. varaþingmaður, sækjast bæði eftir fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Hafnarfirði. 

Innlent
Fréttamynd

Kristín vill fyrsta sætið

Kristín Thoroddsen bæjarfulltrúi og formaður fræðsluráðs í Hafnarfirði býður sig fram í 1. sæti í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer 7. febrúar. Þegar hefur Skarphéðinn Orri Björnsson, núverandi oddviti, tilkynnt að hann sækist eftir 1. sætinu.

Innlent
Fréttamynd

Karó­lína Helga býður sig fram gegn sitjandi odd­vita

Karolína Helga Símonardóttir varaþingmaður Viðreisnar hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í Hafnarfirði í sveitarstjórnarkosningum í vor og því boðað framboð gegn sitjandi oddvita, Jóni Inga Hákonarsyni.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í bíl við Breiðhellu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna elds í bíl sem stóð við hringtorg við Breiðhellu í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Græna gímaldið ljótast

Niðurstöður liggja fyrir í kosningu Arkitektúruppreisarinnar, áhugamannahóps um framtíð arkitektúrs, um nýbyggingu ársins, bæði þá fallegustu og ljótustu. Græna gímaldið við Álfabakka 2a var valin ljótasta nýbyggingin og Hafnarstræti 75 á Akureyri sú fallegasta.

Menning
Fréttamynd

Hafnar­fjörður í mikilli sókn

Það kjörtímabil sem senn er liðið mun fara í sögubækur sem mesta uppbyggingarskeið í sögu Hafnarfjarðar. Það er sama hvaða mælikvarða við notum vöxtur og framþróun eru alltumlykjandi.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki talinn tengjast aukinni eld­virkni

Jaðrskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn laust fyrir klukkan tvö í nótt. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir skjálftann ekki tengjast auknum líkum á eldvirkni.

Innlent
Fréttamynd

Jarð­skjálfti við Kleifar­vatn

Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð við Kleifarvatn sunnan höfuðborgarsvæðisins klukkan 01:48 í nótt. Um er að ræða þekkt jarðskjálftasvæði.

Innlent
Fréttamynd

Stað­reyndir um mót­töku flótta­fólks í Hafnar­firði

Við í Hafnarfirði höfum starfað af festu þegar kemur að móttöku flóttafólks. Hafnarfjörður hefur sinnt lögbundnu hlutverki í samvinnu við ríkið og fjármögnun samninga hefur tryggt að þjónustan er fjárhagslega ábyrg. Við höfum staðið okkur vel á krefjandi tímum.

Skoðun
Fréttamynd

Breyttur opnunar­tími hjá Sorpu

Sorpa hefur breytt opnunartíma á endurvinnslustöðvum sínum við Sævarhöfða, Breiðhellu, Ánanaust, Jafnasel og Dalveg. Þar verður framvegis opið frá 9 til 19.

Neytendur
Fréttamynd

Glans­mynd án inni­halds

Samfylkingin lagði fram fjölda tillagna við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar í byrjun mánaðarins. Tillögurnar voru fullfjármagnaðar og áttu það allar sammerkt að miða að því að efla Hafnarfjörð og bæta hag og velferð íbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Hafnar­fjarðar­bær: þjónustu­stofnun eða valda­kerfi?

Þann 11. október 2024 kvartaði ég til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar ákvörðunar skólastjóra Hraunvallaskóla að falla frá ráðningu í starf deildarstjóra tómstundamiðstöðvar skólans, þremur vikum eftir að hafa ráðið mig til starfsins.

Skoðun
Fréttamynd

Slökkvi­lið kallað út vegna ammoníak­leka

Slökkvilið var kallað út að iðnaðarfyrirtæki í Hafnarfirði þegar ammoníak lak úr kælikerfi innandyra. Enginn þurfti aðhlynningu að sögn varðstjóra en nokkur hætta getur fylgt slíkum atvikum þar sem ammoníak er hættulegt heilsu fólks í miklu magni.

Innlent