Stjórnmál

Stjórnmál

Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fréttamynd

Um­ræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum

Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi.

Innlent
Fréttamynd

Sunnudagsblús ríkis­stjórnarinnar

Þingfundur á sunnudegi er nánast óþekkt fyrirbæri í sögu Alþingis. Árið 1914 var þing kallað saman vegna upphafs fyrri heimstyrjaldarinnar. Hins vegar hefur það aðeins gerst tvisvar sinnum á lýðveldistímanum, og þá vegna losunar fjármagnshafta og aðdraganda þess.

Skoðun
Fréttamynd

Hver er í raun í fýlu?

Í pistli sem nýverið birtist hér er því haldið fram að stjórnarandstaðan á Alþingi sé í fýlu og að hún beiti málþófi og þverrandi þátttöku í nefndarstörfum í von um að grafa undan ríkisstjórninni. Þó þessi sýn geti hljómað sannfærandi fyrir þá sem ekki fylgjast náið með þingsköpum, þá er hún bæði einfölduð og villandi.

Skoðun
Fréttamynd

Hand­hafar sann­leikans og hið gagns­lausa væl

Ríkisstjórnin þreytist ekki á að klappa sjálfri sér á bakið. Ítrekað hefur hún lýst yfir eigin ágæti, samstöðu, árangri og ábyrgð, en þegar grannt er skoðað eru verk hennar ansi langt frá þeim háleitu yfirlýsingum sem almenningi hefur verið boðið upp á.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin heim eftir meiri­háttar vandræðagang

Gert er ráð fyrir því að starfsfólk og börn leikskólans Brákarborgar komist aftur í sitt eigið húsnæði í október á þessu ári en að framkvæmdum eigi að vera lokið í september. Tæp fimm ár eru síðan Reykjavíkurborg festi kaup á húsnæði við Kleppsveg í þeim tilgangi að breyta því í leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

Fékk hláturs­kast í ræðu­stól

Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins sprakk úr hlátri í ræðupúlti Alþingis á tíunda tímanum í kvöld og í kjölfarið brutust hlátrasköll út í þingsal. Umræður standa yfir um bókun 35.

Innlent
Fréttamynd

Að­lögun á Austur­velli

„Hvernig er svo dvölin á leikskólanum við Austurvöll?“ var ég spurð í grænmetiskælinum í Bónus þegar ég skrapp heim í helgarfrí. Það er ekki nema von að fólk spyrji enda minnir sú mynd sem gjarnan er dregin upp á samskipti í hópi leikskólabarna.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri­hlutinn spari mínútur til að kasta klukku­tímum á glæ

Veiðigjaldafrumvarp atvinnuvegaráðherra var afgreitt úr þingnefnd í morgun. Þingmaður Miðflokksins segir meirihlutann spara mínútur til þess eins að kasta klukkutímum á glæ á komandi þingfundum með því að flýta meðferð frumvarpsins í nefndinni. Allir tali fyrir daufum eyrum meirihlutans. Formaður nefndarinnar fagnar því að minnihlutinn hafi mætt í vinnuna.

Innlent
Fréttamynd

Brotin stjórnar­and­staða í fýlu

Ef þú ert eins og flest allir Íslendingar, þá fylgist þú ekki endilega mikið með því sem er að gerast á Alþingi, nema kannski lestu aðra hverja frétt á Vísi eða Mbl. Þú hefur kannski séð að það hafa verið mikil átök um bókun 35 og að umræðurnar sem hafa átt sér stað niðri á þingi hafa verið frekar „tense“.

Skoðun
Fréttamynd

Bókun 35 aftur rædd fram á nótt

Þingmenn Miðflokksins ræddu frumvarp utanríkisráðherra um innleiðingu bókunar 35 til klukkan 02:19 í nótt. Þá var rúmlega fjórtán klukkustunda fundi Alþingis slitið en þar af var tæplega hálfum sólarhring varið í umræður um bókun 35. 

Innlent
Fréttamynd

Minni­hlutinn mætir ekki á morgun

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki reikna með því að minnihlutinn sjái ástæðu til þess að mæta á boðaðan fund atvinnuveganefndar Alþingis á morgun laugardag, þar sem til stendur að afgreiða veiðigjaldamálið svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Rétt­læti næst ekki með rang­læti

Í umræðum á Alþingi spurði ég hæstvirtan dómsmálaráðherra, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur einfaldrar, en mikilvægrar spurningar: Telur hún sem dómsmálaráðherra að það standist stjórnarskrá að skerða áunnin réttindi tugþúsunda sjóðfélaga í lífeyrissjóðum?

Skoðun
Fréttamynd

Kæra utan­ríkis­ráð­herra fyrir land­ráð

Samtökin Þjóðfrelsi, sem telja að sögn Arnars Þórs Jónssonar forsvarsmanns þverpólitískan og fjölbreyttan hóp, hafa ákveðið að kæra utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við innleiðingu bókunar 35.

Innlent
Fréttamynd

Segja skellt á Skattinn og að „of­beldi“ við­gangist í nefndinni

Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýsa því sem þeir kalla ofbeldi í atvinnuveganefnd við afgreiðslu frumvarps um hækkun veiðigjalda. Nefndarmönnum hafi í gærkvöldi borist álit frá Skattinum þar sem bent er á reikningsskekkjur í frumvarpinu. Þrátt fyrir það verði fulltrúum Skattsins ekki boðið á fund nefndarinnar og málið verði afgreitt úr nefnd á aukafundi í morgun. Formaður nefndarinnar segir nóg komið af „væli og skæli“ minnihlutans. 

Innlent
Fréttamynd

„Kanntu ekki að skammast þín?“

Dómsmálaráðherra spurði Ingibjörgu Isaksen, þingflokksformann Framsóknar, í tvígang hvort hún kynni ekki að skammast sín í pontu Alþingis. Forseti Alþingis sló á puttana á henni fyrir vikið. Það gerði hún í svari við fyrirspurn Ingibjargar um það hvort fjármálaráðherra væri hugsanlega að brjóta gegn stjórnarskrá með frumvarpi sínu um breytingar á lögum um lífeyrissjóði.

Innlent
Fréttamynd

Hrósaði meiri­hlutanum og sendi þeim gamla pillu

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingkona Miðflokksins hrósaði þingmönnum meirihlutans í gær fyrir þolinmæði sína í umræðum um innleiðingu bókunar 35 sem stóð fram yfir klukkan tvö um nótt. Hún sendi í leiðinni fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar væna pillu.

Innlent
Fréttamynd

Segir reikninginn ekki enda hjá eldri borgurum

Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir ríkið seilast í vasa almennings með nýju frumvarpi. Ellilífeyrir muni lækka á meðan öryrkjar fá hærri bætur en þeir hefðu haft í tekjur fyrir orkutap. Hann segir breytinguna skerða eignarrétt sjóðsfélaga sem brjóti gegn stjórnarskránni. 

Innlent