Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

KSÍ opið fyrir sjálf­krafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu

Í dag líkt og aðra þriðjudaga kemur aga- og úrskurðanefnd KSÍ saman á fundi, þar sem leikmenn eru dæmdir í leikbann. Þetta ósjálfvirka fyrirkomulag hefur verið gagnrýnt mikið og sagt í engum takti við nútímann. Lögfræðingur KSÍ segir engan í Laugardalnum á móti því að gera bönnin sjálfvirk og að með haustinu komi nýtt tölvukerfi sem gæti haldið utan um það. Stjórnin sé hins vegar ekki að vinna að breytingum, það þyrfti að vera gert með reglugerðarbreytingu á ársþingi KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Isak skrópar á verðlaunahátíð

Ekki er búist við því að Svíinn Alexander Isak, leikmaður Newcastle United, láti sjá sig á PFA-verðlaunahátíðinni, þar sem bestu leikmenn ársins í ensku úrvalsdeildinni eru verðlaunaðir. Athöfnin fer fram í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Á­góði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru

Kólumbíska poppsöngkonan Shakira og framleiðandi hennar eru sögð hafa hirt stóran hluta af ágóða HM-lagsins „Waka Waka“ þrátt fyrir að Alþjóðaknattspyrnusambandið hafi sagt að hann rynni allur til góðgerðarmála. Engin svör hafi fengist frá sambandinu um afdrif peninganna.

Erlent
Fréttamynd

Klár­lega búið að van­meta Man. City

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir alveg ljóst að fólk hafi vanmetið Manchester City í umræðum um það hverjir séu líklegastir til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta næsta vor. Það geti þó aftur skipt sköpum hve erfið meiðsli Rodri hafi glímt við.

Enski boltinn
Fréttamynd

Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik

Þjálfari KR var að vonum sáttur en samt með spurningar um liðið sitt eftir góðan sigur í kvöld. KR náði að vinna Fram á útivelli og var þetta fyrsti útisigur liðsins í sumar. Sigurinn lyfti Vesturbæingum upp í níunda sæti en leikar enduðu 0-1 og það var örlítið annar blær á KR-ingum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Júlíus: Ó­geðs­lega sætt

KR vann flottan sigur á Fram fyrr í kvöld 0-1 á Lambhagavellinum. Júlíus Mar Júlíusson bar fyrirliðabandið í dag og leiddi sína menn til sigurs. Hann var í viðtali við Gulla Jónss. strax eftir leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Leik­menn þurftu að flýja völlinn undan flug­eldum

Stuðningsmenn Vålerenga gengu allt of langt í flugeldanotkun sinni í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Framkoma þeirra hefur vakið upp umræðu í Noregi um hvort að það verði að taka harðara á notkun flugelda á fótboltaleikjum í landinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur

KR vann Fram í Úlfarsárdalnum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði með 0-1 sigri og skoraði Galdur Guðmundsson sigurmarkið á 32. mínútu. KR hefur ekki virkað svona þéttir til baka í sumar og lönduðu þeir sigrinum. Fram hefði getað náð í eitthvað en fóru illa með margar góðar stöður í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins

Fótboltamaðurinn Jack Harrison þarf að vinna til baka traust stuðningsmanna Leeds og hann gæti hafa tekið stórt skref í rétta átt með því að bjóða upp á fría drykki fyrir leik kvöldsins, þegar liðið spilar að nýju í ensku úrvalsdeildinni og mætir þar Everton.

Enski boltinn
Fréttamynd

Forest heldur á­fram að versla

Eftir að hafa tekið því frekar rólega framan af félagaskiptaglugganum hefur Nottingham Forest gefið vel í síðustu daga og samið við þrjá nýja leikmenn. Tveir yngri landsliðsmenn Englands skrifuðu undir um helgina og Arnaud Kalimuendo, yngri landsliðsmaður Frakklands, skrifaði undir samning við félagið í dag.

Enski boltinn